Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 3
16. tölublað - 19. apríl 1972 - 34. árgangur
Blaðauki
um Halldór
Laxness
Smásaga
eftir Arnulf
Överland
Blaðaukinn af tilefni
afmælis Nóbelsskáldsins
okkar, Halldórs Laxness,
verður að sjálfsögðu sá
efnisþáttur þessa tölu-
blaðs sem mesta athygli
vekur. Er hér um að ræða
myndir frá ýmsum at-
burðum og tímaskeiðum í
lífi skáldsins.
Arnulf Överland er með-
al kunnustu rithöfunda
Norðmanna á síðustu ára-
tugum, harðskeyttur í rit-
deilum og meinlegur
háðfugl. Hann var um
hrið kommúnisti, en
gerðist síðar andstæðing-
ur þeirra. Smásaga eftir
Överland er á bls. 12.
Ástir Alberts
og Viktoríu
drottningar
Viktoría drottning unni
Albert sínum með slíkum
ærslum, að mörgum þótti
ganga langt út fyrir það
eðlilega. Þannig er haft
fyrir satt að hún hafi
komið í veg fyrir að
Bretar hjálpuðu Dönum,
þegar þeir börðust við
Þjóðverja út af Slésvík—
Holtsetalandi. Sjá bls. 14.
KÆRI LESANDI!
Við fögnum sumri að þessu
sinni með myndarlegum blað-
auka um Halldór Laxness, rit-
höfund, sem verður sjötugur
tuttugasta og þriðja þ. m. Senni-
lega nýtur enginn núlifandi fs-
lendingur meiri virðingar meðal
þjóðar sinnar en hann. En ekki
var því alltaf á þann veg farið.
Sú var tíðin að margir sveita-
menn lögðu á hann fæð ef ekki
beinlínis hatur vegna Sjálfstæðs
fólks, þar eð margt í þeirri bók
var kallað niðrandi fyrir íslenzka
bændamenningu. Og borgarastétt-
in og pótitískir liðsoddar hennar
hötuðu hann jafnvel enn meir
sem vondan kommúnista og stór-
hættulégdn áróðursmann Moskvu-
valdsins.
En nú er önnur öldin: Laxness
er fyrir löngu búinn að fá Nó-
belsverðlaun og engum dettur í
hug að kalla hann kommúnista.
Og nú fellur öll þjóðin fram og
tilbiður hann, og enginn ákaf-
legar en þeir, sem mestir voru
andskotar hans áður. — En hvað
sem mönnum finnst um pólitísk-
ar skoðanir Laxness fyrr og nú,
þá efast varla nokkur bókmennta-
unnandi — að minnsta kosti ekki
á Istandi og öðrum Norðurlönd-
um — um að hann verðskuldar
fyllilega þann hróður, sem hann
hefnr hlotið sem rithöfundur.
Bækur hans eru löngu orðnar
þorra þeirra tslendinga, sem
bækur lesa á annað borð, engu
síður tamar en íslendingasögur.
EFNISYFIRLIT
GREINAR BLS.
Tukthús og ráðhús undir sama þaki, frásögn eftir Oscar Clausen 8
Sjálfsmorð eða nauðvörn 10
Ástir Alberts og Viktoriu drottningar 14
Þegar Englendingurinn fékk sér grútarbað, frásögn eftir Kristján Imsland 16
SÖGUR
Ber er hver að baki, smásaga eftir Arnulf Överland, Helgi Sæmundsson þýddi 12
Lykillinn, framhaldssaga, annar hluti 20
FASTIR ÞÆTTIR
Póstur 4
Síðan siðast 6
Mig dreymdi 7
í fullri alvöru 7
Heyra má 18
Myndasögur 36, 38, 42
Stjörnuspá 31
Krossgáta 48
ÝMISLEGT
Blaðauki í tilefni af sjötugsafmæli Halldórs Laxness. Við birtum myndir af lífi hans og starfi á sextán síðum, sem prentaðar eru á myndapappír. Langflestar þessara mynda hafa aldrei birzt áður. Blaðaukanum er kom- ið þannig fyrir, að handhægt er að kippa honum út úr blaðinu og geyma hann sér- staklega. 23
FORSÍÐAN
Þessa skemmtilegu mynd af Halldóri Laxness á
heimili sínu tók Mats Wibe Lund.
VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning:
Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigríSur
Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn,
auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Simar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa-
sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu-
blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð
misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst.
16. TBL. VIKAN 3