Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 6
Aldagömul gáta mannshugans:
EIGUM VIÐ OSYNIL
OÞEKKTAN LIKAMA ?
í Sovétrikjunum hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir i
kyrrþey, sem eiga sér enga hliðstæðu. Þarlendum vísinda-
mönnum hefur tekizt að taka ljósmyndir af árunni, sem
umlykur okkur öll. Eru visindin að þvi komin að ráða dular-
fullar gátur, sem þau hafa hingað til ekki verið megnug að
skýra og jafnvel afneitað? Er það sál okkar, sem við sjáum
á myndinni? Rannsóknunum er haldið áfram, bæði i Banda-
rikjunum og Rússlandi og árangurinn er ótrúlegur.
Þessi nýju visindi eiga rætur
sinar að rekja til Sovétrikjanna,
en seinna hafa þau einnig verið
stunduð i Bandarikjunum. Enn
eru þau þó á tilraunastigi. Á
ljósmyndunum kemur fram
fyrirbæri, sem enn hefur ekki
fundizt nein skýring á, en rann-
sóknum er haldið áfram sleitu-
laust.
Rússneskur rafmagnstækni-
fræðingur, Semjon Kirlian frá
bænum Krasnodar i Kákásus,
fann upp ljósmyndaaðferðina.
Honum og Valentinu konu hans
tókst fyrstum manna að hafa
hendur á hinu ósýnilega.
Ætli við höfum i raun og veru
ekki aðeins einn likama, heldur
tvo? Annan komumst viö ekki hjá
að verða vör við, þann sýnilega,
áþreifanlega og efnislega. En
hinn....?
Tilgátur og umræður um „hinn
likamann” hafa fylgt mann-
kyninu um langan aldur. Miðlar
hafa „séð” hann, eða fullyrða að
þeirhafi séöhann. Hinn lfkamann
hafa margir litið á sem eins konar
arfsögn. En á síustu árum hefur
vísindamönnum tekizt að nálgast
arfsögnina með nýjum tækjum.
Ófreskt fólk hefur sagt frá
árum og staðhæft, að manns-
V'enjulegt laufblað glitrár og
skin á þessari Kirlianmynd.
Orkugeislum stafar frá jöðrum
blaðsins. Það merkilegasta af
öllu: Þó að hluti blaðsins sé
klipptur af, helzt „árumyndun”
óbreytt.
likamanum fylgi annar likami i
formi orku og að geislanir frá
þessum orkulikama liti út eins og
dýrðarljómi. En venjulegu fólki
hefur verið þetta hulið og engar
óyggjandi sannanir hafa fengist á
tilveru þessa árulikama til þessa.
Þó hefur visindamönnum
heppnazt að taka ljósmyndir af
orkulikamanum með sérstökum
útbúnaði. Að minnsta kosti kemur
eitthvað nýtt og áður óþekkt
fyrirbæri fram á ljósmynda-
plötunum, sem kann að sanna til-
veru hins likamans — geislanir,
sem virðast vera umhverfis allt
sem lifir
Þetta cr ckki fjarlæg pláneta,
heldur nýr heimur, sem hingað til
hefur verið óþekktur og litt
kannaður. Þetta er fingurgómur,
stækkaður mörgum sinnum.
Umhverfis hann eru geislar, sem
mannlegum augum eru ósýni-
legir.
Gluggi hins óþekkta
Fyrir nokkrum árum var
Kirlian kallaður til starfa á
sjúkrahúsi til aö vinna að undir-
búningi aðgeröar, þar sem haim
átti að sjá um raffræðilegan þátt
hennar. Þar fékk hann að fylgjast
með þvi, hvernig sjúklingur var
læknaður með raffræðilegum
aðgerðum — háspennuriðstrumi
Dr. Thelma Moss I Los Angeles
vinnur að næstum einstæðum til-
raunum. Ilún reynir mcð hjálp
Kirlianmynda að leysa gátur sál-
vísindanna.
Hússneski visindamaðurinn
fann upp aðferðina við að taka
myndir af árum, scm umlykja
allt lifandi.
6 VIKAN 50. TBL.