Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 23
T
pipar, veltið Ur hveiti og steikið á
pönnu á báðum hliðum. Notið litið
af feiti. Sveppirnir settir á
pönnuna. Þá er vinið sett á og
látið sjóða niður, þar til helming-
ur vinsins er eftir og það hefur
farið inn i kjötið. Kjötsoð sett
saman við og látiö sósuna vera
dál. kremaða. Það tekur ca. 25-30
minútur.
Sherryábætir með
ferskjum
2 eggjarauður
1 msk. sykur
1 1/2 dl. ferskjusafi
1 dl rjómabland
6 bl. matarlim
1/2 dl fintsaxaðir hnetukjarnar
3 dl rjómi
1 ds ferskur (stór)
3-5 msk. sherry
Eggjarauður, sykur, ferskjusafi,
og rjómi er sett i pott og hitað og
hrært stöðugt i þar til þykknar.
Matarlimsblöðin sem legið hafa
10 minútur i bleyti eru látin út i
heitt kremið og látin leysast upp.
Kremiö hrært þar til það er orðið
kalt. Ferskjurnar Skornar
tvennt og settar i botninn á hring-
formi. Finsaxið nokkrar þeirra og
setjið saman við kremið, ésamt
stifþeyttum rjómanum. Kreminu
hellt yfir ferskjurnar og látið
ábætinn standa á köldum stað þar
til hann er vel stifur. Hvolfið þá á
fat.
Jólagrautur
möndlu
m eð
Ennþá er sá siður viða um land að
borða jólagraut. Hér er uppskrift
af norskum gömlum jólagraut,
sem búinn er til allsérstæðan
hátt. Sjóðið saman 2 ltr. af mjólk,
11/2 tsk. af salti og ca. 4 dl af
hrisgrjónum. Suðan er látin koma
upp og siðan er potturinn með
lokinu á og með öllu saman settur
inn i steikarofn og straumurinn
ekki settur á. Þar er hann látinn
biða og „trekkja” langan tima.
Siðan er hann áður en hann er
borinn fram settur á kalda
plötuna og hitaður upp og bætt i
mjólk ef þurfa þykir og smjör-
bita.
Ef það skyldi nú vera að nota
þyrfti ofninn fyrir annað má
pakka pottinum inn i dagblöð vel
og vendilega og setja hann i rúm
undir sæng og láta hann
„trekkja” þar. Þetta er engin ný
aðferð eða grin, svona var þetta
gert i gamla daga i Noregi, en
ekki veit ég hvort þetta hefur
tiðkast hérlendis. Fróðiegt væri
að frétta hvort einhver lesandinn
þekki þessa aðferð.
l'MS.TÓN:
DRÖFN II. FARESTVEIT
IIÚSÍ U ÐRAKENNARI