Alþýðublaðið - 17.02.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1923, Blaðsíða 3
alí>ýð;ublaðið. s Athugið verð á fatnaði hjá mér áður en þér festið kaup annars staðar. Hefi mikið at góðum og ódýr- um fataefnum. — Fljót og góð atgreiðsla. Guðmundur B, Vikar klæðskeri, Laugaveg 5. — Sími 658, gert, og var aírit af þeim lagt fyrir bæjarfuiltrúana. Er þar gert ráð fyrir að nota eingöngu járn- pípur. En ætlast er til, að stein- steypt renna sé á 1600 metra kafia næst Gvendarbrunnum. Vatnsmegin er áætlað álíka og hjá bæjarverkfræðingi. Er kostn- aðurinn nú áætlaður 104 þús. kr. við innanbæjarveituna, en 5QO þús. kr. við utanbæjarveit- una eða alls 694 þús. kr. Hafnaimál. Hafnarnefnd lagði til, að aftan við 16. gr. reglugerðar um hafn- argjöld í Reykjavík frá 30. maí 1921 væri bætt svo hljóðandi málsgrein: >Hálft vörugjald skal og greiða i íyrir þær vörur, sem flutfar eru úr skipi í strandferðaskip og ætlaðar eru til annara hafna innanlands, og fyrir þær vörur, sem koma með strandferðaskip- um frá öðrum höfnum innanlands og eru fluttar í önnur skip.< Þessi tillaga var samþykt, og er ætlást til, að breytingin verði til þess að draga úr því, að sueitt sé fram hjá Reykjavík með flutuing, sem þar mætti um- hlaða. Allmiklar umræður spunnust út af fyrirspurnum til hafnar- nefndar um, á hvern hátt hún hygðist að bæta úr skemdum á hafnarvirkjunum og öifiriseyjar- garðinum, er urðu í ofsaveðrinu I í fyrra mánuði. Gat hafnarnefnd- armaðurinn Jón Ólatsson þess, að hrunið á garðinum stafaði af því að áliti hafnarstjóra, að lágt var í sjó, er skemdin vildi til, og sjórinn því rótað úr undir- stöðunni, og af þeirri verkfræði- slysni, að >garðurinn var veik- astur þar, sem hann þurfti að vera sterkastur.« — Frestað hatði verið í nefndinni að taka ákvörð- un um uppástungu hafnarstjóra j Á Bergstaðastíg 2 sr ódýrast og bezt gert. við skófatnað fbæði iebur og gummi). Ingíbergur Jónsson, Nýlegt eins manns rúmstæði til sölu mjög ódýrt á Klappar- stfg 5A uppi. um væntanlega viðgerð á garð- inum- Verkamannaskýlið. Skýlisnefndin hafði samið er- indisbréf handa skýlisverði um réttindi hans og skyldur við skýlisvörzluna. Verða eftir því kjör hans þau, að hann skuli Bdgar Eice Burroughs: Tarzan snýi* aftup. hana. En henni var það nóg ab þeir dýrkuðu guð; þeir hlutu ab vera góðir. En þegar hún sá blótstall úr steini í miðjum garðinum og dökkbrúna bletti á honum og gólfinu í kring, vai ð hún hissa og efin. Og þegar þeir lutu áfram og bundu fætur hennar og hendur, varð efi hennar að ótta. Augnabliki síðar, er hún var hafin á loft og lögð þversum á bakið á blótstallinn, hvarf öll von úr hrjósti hennar, og örvæntingar og ótLatitringur fór um hana alla. Meðan prestaiDÍr dönsuðu í kringum hana, lá hún gagntekin af skelíingu; og hún þuifti ekki að sjá biturt blað fórnaihnifsins, sem æðsta hofmeyjan brá yfii' brjósti hennar, til þess að skynja örlög sín. Þegar hnifurinn tók að síga, lokaði Jaue Porter augunum og bað lágt til skaparans, er hún syo bráðla skyldi augum lita — taugar hennar létu eftir og hún féll i ómegin. Tai zan þaut dagfari og náttfari eftir skóginum í áttina til bovgariústanna, þar sem hann var vís um að ástmey sín væri fangi eða dauð. Á einum sólarhring íór hann sömu vegalengd og . þeir flmmtíu ógurlegu menn höfðu farið á viku, þvi Tarzan apabroðir fór eftir miðjum trjánum, iangt fyrir ofau skógarflækjuna, sein gerðu gang- andi mönnum svo erfltt fyrir. Sagan, sem apinn halði sagt houum, hafði full- vissað haun um, að íanginn gat euginn annat veríð en Jane Porter, því engin önnur hvít og lítil Mhún“ var til í skóginurn. Af lýsingu apans á karldýrunum, hafði hann þekt mannverur þær, er bygðu rústir Opar. Hann réð örlög stúlkunnar eins greinilega og hann sæi þau með eigin augum. Hann vissi ekki hvenær þeir mundu leggja hana á blótstallinn, en hitt vissi hann vei, að þangað mundi að lokum liggja leið hins veikbygða, inndæla iíkama. En loksins, eftir eilífðartíma fanst hinum óþolin- móðlega apamanni, kom hann á klettana er huldu dalverpið, og fyiir neðan hann blöstu við rústir hinnar böivuðu Oparborgar. Hann hljóp yflr skrið- urnar í áttina að takmarkinu. Skyldi hann koma nógu snemma? Hann vonaði það. Hennar skyldi að minsta kosti hefnt. í reiði sinni fanst honum hann maður til þess, áð ger- eyða öllum ibúunum. fað var komið undir hádegi, er hann kom að klettinum, er skýldi leynigöng- unum, sem lau inn í neðanjarðarhvelfingar borgar- innar. Hann klifraöi upp þverhnýpið eins og köttur. Augnabliki síðar þaut hann eftir göngunum til fjár- hirzlunnar. Hann fór í gegnum hana og áfram, unz hann kom aö brunniúum, þar sem klefinn með leyniveggnum var. Er hann sem snöggvast stanzaði á brunnbarm- inum, barst daufur hljómur að eyrum lians í gegnum opið fyrir ofan. Eyru hans þýddu liann — það var dauðadansinn, er stiginn vav á fóruiæi-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.