Vikan


Vikan - 21.03.1974, Qupperneq 28

Vikan - 21.03.1974, Qupperneq 28
MEÐ HVERT ORÐ LEIK- ARANNAÁ VÖRUNUM Þegar við höfum notið góðrar stundar i leikhúsi og klöppum leikurunum lof i lófa að lokinni sýningu, hættir okkur stundum til að gleyma öllum þeim öðrum, sem að sýningunni standa og eiga umtalsverðan þátt i, hvernig til hefur tekizt. Leikmuna- verðir gæta þess að hver hlutur sé á sin- um stað, þar sem leikararnir þurfa að nota hann, ljósamenn stjóma hárfinum litbrigðum ljósgeislanna, saumakonur eiga heiðurinn af fallegum leikbúning- um, smiðir smíðuðu leikmyndina og á- fram mætti telja. Leikhúsið getur ekki verið án þessa kunnáttufólks frekar en leikaranna, þó að þess sé sjaldnar getið og nöfn þess skráð smáu letri i leikskrár, ef þess þá er á annað borð getið þar. Til að mynda eru ekki ýkja mörg ár siðan farið var að nefna hvíslarann i leik- skrám, og það þó hann gegni mjög þýð- ingarmiklu hlutverki, einkum við undir- búning sýninga, þvi meðan leikararnir em ekki ömggir á textanum, sem þeir eiga að fara með, þarf hvislarinn jafnvel að hvisla öllu leikritinu. Okkur kom í hug, hvort ekki gæti verið nógu gaman að sjá framan i fáeina hvisl- ara, og fórum þess á leit við þær þrjár konur, sem verið hafa aðalhvislarar Þjóðleikhússins siðan það tók til starfa, að þær ræddu við okkur. Misjafnlega gekk að draga þaar fram i dagsljósið, en hafð- ist þó. Og hér fer á eftir það, sem þær Margrét Sigurðardóttir, Þorbjörg Björnsdóttir og Auður Guðmundsdóttir höfðu að segja um starf sitt í leikhúsinu. Það kom fyrir að þagga þurfti niður i smiðunum. Nánast var þaö fyrir tilviljun, að Margrét Sigurðardóttir hóf hvislarastörf hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1942. Einn leikara félagsins hafði farið þess á leit við systur Margrétar, að hún tæki starfið að sér, en hún hafði ekki hug á þvi og visaði á Margréti. - betta bar svo brátt að, að enginn timi var til umhugsunar, enda vissi ég ekkert hvað ég var að taka að mér. ,,bú færð 25 krónur lyrir kvöldið", sagði systir min i simann, en þú verður að vera komin ofani Iðnó klukkan li i kvöld.” Annaðhvort var að hrökkva eða stökkva. Eg stökk. En þegar ég var farin að hvisla. kom á dáginn, að þesar 25 krónur voru ekki greiddar nema fyrir sýningar. Fyrir æfjngar var ekki greitt fyrr en bjóðleikhúsið tók'til starfa. Ég auðgaðist þvi ekki fjárhagslega á hvisling- unum, en mér leið strax vel i þessu starfi og ánægja er lika nokkurs virði, svo ég setti fjár- hagshliðina aldrei fyrir mig. — Hvert var fyrsta leikritið, sem þú hvislaðir i? — Það var ,,Hedda Gabler”, sem Gerd Grieg setti þá á svið og lék sjálf Heddu. — Andinn hefur verið góður i Iðnó? — Já, árin þar eru ógleyman- leg. Starfsgleðin og vilji allra til að gera sitt bezta urðu til þess að ótrúlega góður árangur náðist, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Allir, sem i leikhúsinu störfuðu, unnu fullan vinnudag annars staðar, og æfingar fóru flestar fram á kvöldin og nóttinni. Þar á ofan var Leikfélagið oft i miklu hús- næðishraki, þvi að ekki var alltaf hægt að fá sviðið i Iðnó til æfinga, vegna annarrar starfsemi, sem þá var rekin þar. Þá var leitað hingað og þangað út um bæ, stundum heim i stofú til leikstjór- ans. Einhvern tima man ég eftir æfingu i kjallaranum á Nýja — Garði, sem stóð eitthvað fram eftir nóttu. Þá var Vatnsmýrin enn ekki öll komin undir malbik og menningarhallir — svo við ösluðum bara stytztu leið hver til sins heima fegin að komast i háttinn og sakaði ekki þó sullaðist Margrét Sigurðardóttir upp lyrir skóvörpm. Þetta var svo viðkunnanleg mýri Varstu taugaóstyrk á sýningunum? A frumsýningunum held ég, að taugar allra titri, ep að henni lokinni er eins og hlutverk hvislarans sé úr sögunni og ólik- legt er að nokkur þurfi framar á 'hjálp h^-ns að halda i þvi stykkinu. Samt verður hann að hafa hvert einasta orð allra leik- aranna tilbúið á tungunni, ef á þarf að halda. Þá kemur til kasta samvizkuseminnar. Og hún hefur dugað þér vel? Nú slóstú mér illa við. Hún bilaði nefnilega einu sinni eða að minnsta kosti dugði hún mér ekki. ..Orðið” eftir Kaj Munk var með fyrstu leikritunum, sem ég hvislaði i. Þar kemur fyrir háalvarlegt atriði, þar sem Brynjólfur Jóhannesson flutti lik- ræðu yfir Arndisi Björnsdóttur, er blasti við áhorfendum i opinni kistunni með hvitan klút yfir and- litinu. Allt i einu finn ég, að Brynjólf vantar orð i ræðuna, en þá er það bara ég sem bregzt, finn ekki þetta eina orð, hvernig sem ég leita um alla blaðsiðuna. Við þetta féll mér allur ketill i eld og hugsaói nú um það eitt að forða mér frá þessari skömm með þvi að hlaupa út — það var stutt i Tjörnina — en einhver tók 28 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.