Vikan


Vikan - 21.03.1974, Page 36

Vikan - 21.03.1974, Page 36
Frú Inez Fernandez segir, að hún væri oröin rík, ef hún ætti eins margar centimur og svefn- pillurnar eru, sem hún hefur tekiö undanfarin þrjátlu ár. Þrátt fyrir allar svefnpillurnar og önnur lyf, sem hún hefur tekiö, hefur hún ekki sofnaö dúr slöan I júli 1943 Inez Fernandez er 57 ára gömul spænsk ekkja og býr I þorpinu Sierra de Fuentes i grennd viö Caceras á suð- vestur Spáni. Sér- fræðingar, sem hafa rannsakað hana á uhdanförnum árum, eru sem steini lostnir og vita ekki hvaðan á þá stendur veöriö. A siöasta ári einu saman vitjuöu hennar læknar frá Þýzkalandi, Frakklandi og Bandarikjunum og heimilislæknir hennar, dr. Padlos F. Abril hefur haft samráö viö lækna, næstum alls staðar i heiminum. Dr. Abril heldur, að frú Fernandez þjáist af ólæknandi og algeru svefnleysi og uppskurður á „svefnstöðvum" heilans geti læknað hana. En læknarnir, sem rannsakað hafa frú Fernandez og rætt viö hana, eru ekki á einu máli um þetta og sumir þeirra telja svefnleysið ekki siöur eiga sálrænar en likamlegar orsakir. Svefnleysiö gerði fyrst vart við sig siðdegis dag einn I júlimánuði 1943. Inez man daginn vel. Það var 8. júli og hún segir það hafa verið heitan og ioftþungan dag. Hún stóð i dyrunum á húsi sinu og horfði á trúarskrúðgöngu, sem fór framhjá heimili hennar. Hún leggur áherzlu á, að þetta hafi veriö svolitið dapurleg ganga, en án þess að vita hvers vegna greip hún allt i einu andann á lofti og hræðilegur sársauki skarst gegnum höfuð hennar og olli henni svima svo að hún reikaði á fótunum. Henni tókst að skjögra inn i húsið og leggjast fyrir. Um ,'kvöldið gegndi hún sinum venjulegum störfum, lagaði kaffi handa sér og manni sinum, og um tiuleytið lögðust þau til svefns. Höfuðverkurinn var horfinn, hún kenndi sér einskis meins, en fann þó til óeölilegrar þreytu. En henni tókst ekki að festa blund. Hún lá vakandi alla nóttina og gat ekki sofnað, hvernig sem hún reyndi. Hún leitaöi ekki iæknis, þvi aö hún hélt ekki, að neitt væri aö sér. Hún helt einfaldlega, aö hún hefði ofþreytt sig um daginn og heföi ekki getaö sofnað þess vegna. En þegar henni tókst ekki að festa blund hvorki næstu nótt né nóttina þar á eftir, fór hún til dr. Abril, sem þá var ungur læknir og hafði nýlega hafið störf þar i þorpinu. Hann lét þessa 27 ára gömlu konu gangast undir nákvæma læknis- rannsókn, en fann ekkert að henni. Hann ráðlagði henni að taka veikt svefnlyf og- fullvissaði hana um, að það myndi hjálpa henni að sofna. En það veitti henni ekki fró svefnsins. Þegar dr. Abril uppgötvaði, að hvorki svefnpillur né önnur lyf voru nein hjálp fyrir sjúklinginn, bað hann starfsbróður sinn úr öðru þorpi að koma og rannsaka hana. En hvorki sá læknir né nokkur annar, sem hefur rann- sakað hana undanfarin þrjátiu ár, 'hefur getað sagt til um, hvað er að Inez Fernandez og hvers vegna hún getur ekki sofnaö. Flestir þeirra hafa þó getið þess til, að hún sé haldin ólæknandi insomniu (svefnleysi), sem er afar sjaldgæfur og i rauninni næstum þvi óþekktur heilasjúk- dómur. Svefnlausar nætur. Þegar þetta einstaka „met” uppgötvaðist fyrir nokkru siðan, sagði Inez Fernandez við blaða- menn: Næturnar voru langar * og svefnlausar. Ég sat i hæginda- Þrjátíu svefnlaus ár Inez Feraandez var að horfa á trúar- skrúðgöngu fyrir þrjátíu árum. Heitt var i veðri og skrúðgangan var likig. Allt I einu greip Inez andann á lofti og var altekin hræðilegum höfuðverk. Siðan hefur Inez ekki sofnað blund, þrátt fyrir að læknar hafi gripið til allra tiltækra ráða til að létta af henni þessu hræðilega oki. En nú eygir Inez örlitla von.... i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.