Vikan


Vikan - 18.07.1974, Síða 6

Vikan - 18.07.1974, Síða 6
FJÓRIR LEIKIR, SEM ENGRA LEIKFANGA ER ÞÖRF VIÐ: Eigin bernska er langt að baki. Þess vegna eiga flestir fullorðnir erfitt með að setja sig inn I leik fjögía ára barns og það verður til þess, að margir foreldrar nú á timum "leggja allt kapp á að kaupa enn einn leikfangabil eða brúðu. Hugsið ykkur um: Áttuð þið sjálf nokkurn tima jafnmörg leikföng og barnið ykkar á? Areiðanlega ékki. Og þið voruð samt ekkert öánægðari. Og ástæðan er sú, að börn lifa i leyndardómsfullum töfraheimi. Imyndunarafl þeirra á sér engin takmörk. Nokkur pappaspjöld nægja. oft til þess að barnið er hamingjusamt stundum saman. Or pappaspjöldunum gerir það, hvað sem þvi detjur i hug: lands- lag, vörubil eða kastala. Börn lifga dauða hluti við og tala við málleysingja. Með augunum ein- um saman mála þau allt mögu- legt á hvitan vegg og þau koma auga á margt, sem hinum full- orðnu er ósýnilegt. Þessir hæfi- leikar barnanna stafa af sköpun- argleðinni, dýrmætu afli, sem ber aö virða og þroska. Þegar barnið þitt langar til að leika sér, sæktu þá ekki strax púsluspilið upp i skáp, held- ur settu þig einfaldlega inn i töfraheiminá, sem barnið þitt lifir i. Það er alls ekki^erfitt. Til þess þarf ekki annað en innlifun og bllðu. Hér eru fáeinir leikir, sem þú hefur áreiðanlega mjög gam- an af þvi að leika við barnið þitt: Ljónaleikur: Barnið þitt er Ijónið Simba. Þú ert ljónatemjarinn. Þú reynir að reka ljónið inn i búrið sitt (undir borðið) • Ljónið leikur listir og stekkur upp á stól. Fyrtr það fær það kjötbita (kex). Vitaskuld er Simba mjög sterkt ljón og miklu sterkara en ljónatemjarinn. Búðarleikur: Barnið þitt er kaupmaðurinn og þú ert viðskiptavinurinn (eða öf- ugt). Allt, sem þú ætlar að kaupa, réttir barnið þér' með látbragði og þú borgar með ósýnilegum pen ingum. Þú berð það úpp á kaup- manninn, að hann hafi selt þér skemmda tómata. Hann reiðist og rekur þig út úr verzluninni. Skipsleikur: Barnið þitt er skipstjórinn. Þú ert fyrsti stýrimaður. Stofan er stórt farþegaskip, sófinn er brúin og sjónvarpstækið er radarinn. Sjórinn er úfinn og ólag riður 'hvað eftir annað yfir skipiö. Þið lendiö i stormi og bíöið skipbrot. Þið náið landi (næsta herbergi) á sundi. Það er eyja og þið verðið að bjarga ykkur eins og Robinson Crusoe Dvergaleikur: Barnið þitt er dver gakonungur- inn og þú ert hirðsiðameistarinn eða fyrsta hirðmey. Konungurinn er heiðraður með þvi að blóm- sveigur er lagður um axlir hon- um. Og á eftir gengur hann um konungsrikið og er hylltur. Leiki af þessu tagi (vafalaust detta ykkur i hug margir fleiri) getur barnið ykkar dundað við dögum saman án þess að það verði leitt á þeim. Og þau hafa miklu meira yndi af þvi að þið leikið ykkur við þau á þennan hátt heldur en ef þið takið alltaf kubb- ana með ólund og byggið úr þeim eða lesið sama ævintýrið aftur og aftur. Þið komist nær hjarta barna ykkar með þvi að láta imyndunaraflið ráða i leikjum ykkar við þau. LEIKUR ER ALLTAF JAFNFRAMT NAM — EN NAMSTÆKI ERLT EKKI ALLTAF LEIKFÖNG. Námsleikföng og þroskaleik- föng hafa verið mikið i tizku und- anfarin ár. Og leikfangaframleið- endur hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eiga ekki hvað minnstan þátt i þvi, 'að leikföng eru nú tekin mun alvarlegar en gert hefur verið til þessa. En þetta hefur einnig haft misskiln- ing og rangtúlkun i för með sér. Leikfangarannsóknir hafa und- antekningarlaust leitt i ljós, að allir leikir hafa meiri og minni áhrif á mótun barna. Leikur er alltaf jafnframt nám. Til að mynda lærir barn að tjá tilfinn- ingar sinar og hugsanir, þegar það leikur sér að brúðunni sinni. Þó dettur engum i hug að halda þvi fram, að brúða sé námsleik- fang. Og öfugt: Gefin hafa verið út spil, sem áttu að hjálpa börnum að skilja undirstöðuatriði mengjafræðinnar. En það er alls ekki vist, að barnið leiki sér að þessum spilum eins og framleið- andinn ætlaðist til. Það byggir spilaborgir úr spilunum og blæs þeim jafnóðum um koll. Náms- takmarkið næst þess vegna ekki. En barnið leikur sér þó að spilun- um og hefur gaman af þeim. Barn leikur sér aldrei með það i huga að læra. En það kemst ekki hjá þvi að læra margt af leiknum. En sá sem til dæmis lærir að lesa með lestrarleikföngum, leikur sér ekki. Hann lærir að lesa, vegna þéss að hann ætlar að læra að lesa. Og þá eru lestrarleikföng ekki leikföng heldur verkfæri. Foréldrar ættu að leitast við að hjálpa börnum sinum að greina á milli leikja og meðvitaðs náms. Með þeim hætti einum læra börn að vinna á réttan hátt og leika sér á réttan hátt. Og með þessu er ekki sagt, að vinna geti ekki haft jafnmikla ánægju i för með sér og leikur. j<<■ • N 29. T»'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.