Vikan


Vikan - 18.07.1974, Síða 16

Vikan - 18.07.1974, Síða 16
met> föður sinum i kosningabar- áttunni, þegar hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður. Arið 1947 lézt eiginkona Percys og hann kvæntist aftur árið 1951, ekkju, sem var vingjarnleg og töfrandi kona og börn Percys tóku undireins sem móður. Börnin ólust upp i allsnægtum. Fjölskyldan var ekki sérlega trú- hneigð, en fór reglulega i kirkju. 1 iburðarmiklu ibúðarhúsinu „Windward” voru 17 svefnher- bergi. Það var i úthverfi, sem hafði eigið lögreglulið. Glæpir voru næstum óþekkt fyrirbæri i þessum borgarhluta, en þó voru öll húsin með flóknum innbrots- varakerfum, sem voru i beinu sambandi við lögreglustöðina. Lögreglan stöðvaði aðkomu- menn, sem þar voru á ferli, og spuröi þá i þaula um erindi þeirra i þessum borgarhluta. Það var sagt, að enginn kæmist inn i Kenilworth, ef hann gæti ekki sýnt skriflegt heimboð einhverra ibúanna. Siðasta kvöldið, sem Valerie lifði, snæddi hún kvöldverð heima meö tveimur aðstoðarmönnum föður sins. Þeir fóru um tiuleytið og tviburasystir Valerie kom heim klukkan hálf tólf. Hún leit inn til Valerie, sem sat uppi i rúminu og horfði á sjónvarpið, Þær skiptust á nokkrum orðum, áður en Sharon fór til herbergis sins. Percy öldungadeildarþing- maður kom heim um hálf eitt leytið og fór i rúmið eftir að hafa horft nokkra stund á sjónvarp. Kona hans var sofnuð, þegar hann háttaði og brátt sofnaði hann sjálfur. Það var eitt her- bergi milli herbergis hjónanna og Valerie. Það herbergi hafði einn sonur Percys til afnota, en hann var i heimavistarskóla, þegar þetta gerðist. Klukkan fimm um morgunirin vaknaði frú Percy án þess að vita, hvað vakti hana. Henni fannst hún heyra gler brotið, sagði hún seinna. Hún lá vakandi nokkra stund, áður en hún fór fram úr til þess að vita, hvað það gæti verið, án þess að vekja mann sinn. Það, sem gerzt hafði, var að einhver hafði brotið upp skerm- inn utan við frönsku dyrnar og skorið rúðuna úr glugganum i dyrunum með glerskera og komizt þannig inn I tónlistarher- bergið. Þaðan hafði hann farið upp hringstigann upp á aðra hæð og af einhverri ástæðu, sem enn ér ekki kunn, farið beint inn i her- bérgi Valerie, þar sem hann kom að stúikunni sofandi. Valerie, sem yfirleitt svaf laust, vaknaði og hrópaði upp yfir sig, en þagnaði þegar maðurinn sló hana i gagnaugað með bit- lausu verkfæri. Ég sá morðingjann Dauðs'ærð stúlkan stundi og reyndi að skýla andlitinu með höndunum, þegar stjúpmóöir hennar kom inn i herbergið. Arásarmaðurinn blindaði hana strax með vasaljósinu. Samt sá hún andliti hans bregða fyrir, þegar hann flýði. Og þvi andliti sagöist frú Percy aldrei gleyma. Frú Percy hringdi þegar neyðarbjölluniii. Við það vaknaði Percy öldungadeildarþingmaður og stökk á fætur. Hann hringdi á lögregluna, sjúkrabil og heimilis- lækninn. Heimilislæknirinn kom fyrstur á vettvang, en gat ekki gert annað en staðfesta, að Valerie væri látin. Það var morð, ruddalegt, brjálæðislegt og ástæðulaust morð. En það gat lika verið, að maðurinn hefði brotizt inn i húsið i þvi augnamiði að nauðga stúlkunni. Ef svo hafði veriö, hlaut hann að vera kunnug- ur I húsjnu, þvi að annars hefði hann ekki vitaö, hvar svefnher- bergi Valerie var. önnur tilgáta var á þá lund, að hann hefði af til- viljun farið beint inn I herbergi Valerie og drepið hana til að þagga niður i henni. Hvorug þessara tilgáta var sérlega senni- leg. Lögreglan leitaði aðstoöar morðdeildarinnar I Chicago og FBI, en lýsingin, sem frú Percy gat gefið á árásarman'ninum var of ónákvæm til þess aö hún kæmi að nokkru haldi. Þó sá hún andlit hans nákvæmlega fyrir sér.. Lögreglunni verður ekkert ágengt Ekkert morðvopn fannst og ekkert annað, sem komið gæti að haldi sem sönnunargagn, nema nokkur fingraför, þar sem maðurinn hafði brotizt inn. Frú Percy var klukkustundum saman á lögreglustöðinni og skoðaði myndir af glæpamönnum, ef hún kynni að finna þar mynd af manninum, sem hún hafði séð i herbergi Valerie. Fingraforin, sem fundust, voru hvergi skráð, svo að þau hlutu að vera af manni, sem ekki hafði komizt undir hendur lögreglunn- ar. Eftir sex • mánaða rannsókn varö lögreglan að tilkynna, að hún hefði enga visbendingu um hver árásarmaðurinn hefði verið og ekkert til að styðjast við. v Lik Valerie var brennt og askan lögð undir stórt tré I kirkju- garðinum við kirkjuna, þar sem Percyfjölskyldan hafði kirkju- sókn. Hjónin og börnin krupu við legstaðinn og öldungdeildarþing- maðurinn bað til guðs, að morð- inginn yrði að standa reiknings- skap gerða sinna frammi fyrir honum. Þessa sömu bæn bað hann eftir það á hverjum morgni og hverju kvöldi. Það varð að drepa hana! Svo kom kvöldið, þegar foreldr- ar Valerie krupu i bæn og Loraine Percy sá andlitið, sem hún hafði séð I herbergi Valerie. Hún sá manninn vera I þann veginn að drukkna og fálma árangurslaust eftir einhverju til að halda sér i. Samt sem áður hélt Percy öldungadeildarþingmaður áfram að biðja þess, að réttlætinu yrði fullnægt. Ein ástæðnanna fyrir þvi var sú, að hann taldi að fleiri en einn maður hefðu verið viðriðnir glæp- inn. Hann sagði: — Ég get ekki útskýrt þessa tilfinningu. Hún var eitthvað, sem ég fann, en gat ekki útskýrt. Ég vissi bara, að fleiri höfðu verið viðriðnir morðið. Timinn leið, en sárin greru ekki.Hinbörnin uxu úr grasi og giftust. Herbergi Valerie var látið halda sér óbreytt. Svo var það I byrjun nóvember 1973, meira en sjö árum eftir að ValeriePercy var myrt, að maður hringdi til lögreglunnar i Des Moines i Iowa og sagðist vita, að refsifangi að nafni Francis Leroy Hohimer hefði verið einn þeirra, sem brutust ipn i hús Percys öldungadeildarþingmanns árið 1966 og myrtu Valerie Percy. Maðurinn sagði, að Hohimer væri að afplána þrjátiu ára fangelsis- dóm fyrir rán i rikisfangelsinu I Iowa. James Keating liðsforingi fann skýrslurnar um morðið á Valerie og las þær og fór siðan til Iowa til þess að tala viö Hohimer. Hohimer játaði, að hann hefði verið i glæpaflokki, sem einkum brauzt inn á rik heimili, og hann viðurkenndi einnig, að hann hefði verið I hópnum, sem valdur var að dauða Valerie. Hann neitaði þó að hafa myrt stúlkuna. — Við vorum fjórir saman, sagði Hohimer. — Ég stóð á verði meðan hinir fóru inn. Þeir komu hlauþandi út aftur og mér var sagt, að stúikan hefði vaknaö og fariö að öskra, svo að þeir hefðu orðið að drepa hana. Maðurinn, sem myrti hana, var Frederick Malchow. Ég las um fingraförin I blöðunum og reiknaði ekki með þvi, að þiö mynduð finna hann, þvi að hann hafði aldrei lent i lögreglunni. En nú er hann dauður. Hohimer sagði, að Malchow hefði týnt lifi á flótta i Penn- sylvaniu. Keating bað þegar um upplýsingar um Malchow frá FBI i Pennsylvaniu. Drukknaður morðingi í skýrslunni, sem lögreglan i Chicago fékk, stóð að Frederick Malchow hefði verið handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og rán. Þegar hann var flutt- ur til fangelsisins úr rétt- arsalnum, hafði hann séð sér færi að komast undan. Hann stökk yfir nokkra skuröi og út i straumharða á i von um að komast undan lögreglu- mönnunum, sem eltu hann. Þremur timum seinna flaut hann drukknaður upp og var dreginn i land. Það, sem kannski er undarleg- ast við allt saman, er að Malchow drukknaði sama dag og frú Percy hafði séð sýnina — að visu skeikaði nokkru i tima, þvi að þegar hún sá hann drukknandi i sýn, var hann enn á lifi og beið eftir þvi að vera fluttur frá fang- elsinu til réttarsalarins. En nokkrum timum seinna var hann ekki i lifenda tölu. Keating liðsforingi, sem vissi um sýn frú Percy, tók fram tiu myndir af glæpamönnum og setti mynd af Malchow meðal þeirra. Hún fletti myndunum og tók myndina af Frederick Machow frá: — Þetta, sagði hún, .— er maðurinn, sem ég sá i herbergi Valerie. Það kom einnig i ljós, að fingraförin, sem tekin höfðu verið við innbrotið, voru þau sömu og hans. Allir jafn sekir Það er enn ekki ljóst, hvort Hohimer verður ákærður vegna innbrotsins. Keating segir, að lögreglan hafi ekki á öðru að byggja en frásögn hans sjálfs. Hann hefur neitað aö gefa upþ nöfn hinna þátttakendanna. Við höfum nógan tima til stefnu, segir liðsforinginn. — Hohimer var dæmdur árið 1970 eftir að FBI hafði hendur i hári hans. Þá var hann efstur á lista. eftirlýstra glæpamanna i Banda- rikjunum. Hann á að afplána þrjátiu ára dóm og ef honum verður sleppt áður, tökum við hann höndum aftur og ákærum hann fyrir þátttöku hans i morðinu á Valerie Percy. Hér eru lögin nefnilega mjög einföld. Ef glæpaflokkur fremur glæp og ein- hver I hópnum drepur manneskju, þá eru allir' meðlimirnir jafnsekir. Sunnudaginn 18. nóvember gengu öl du nga deilda r þing - aðurinn og kona hans að trénu, þar sem aska Valerie var grafin, og báðust fyrir i næstum heila klukkustund. — Við, sagði öldungadéildarþingmaöurinn á eftir, — höfum verið bænheyrð. * 16 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.