Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.09.1975, Side 12

Vikan - 25.09.1975, Side 12
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér n/tt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný SMtovMlntlt - Slml 197« - PtittiiH 5« - ««ytl»ylli Sendum litmyndalísta í pósti ef óskað er. Skrifið eða hringið. — Svo eruð þið auðvitað velkomnar. Blóma löber og púði í fallegum sumarlitum. Póstsendum ■ póstnrinn Vélritun, bókfærsla og fleira Heill og sæll gamli! Hefurðu það ekki fínt annars? Ég vona, að þið séuð öll viö hesta- heilsu þarna á Vikunni, þetta er alveg fyrirtaksblað. Mér finnst bara vanta meira um alls konar spádóma, lófalestur og fleira. Ég man eftir þvi, að fyrir allmörgum árum (sex til sjö árum á að giska), var heilmikið um lófa- lestur i einu blaðinu ykkar. Geturðu sagt mér i hvaða tölu- blaði hvaða árgangs þaö var? Og hvort þetta ágæta blað muni fáanlegt á afgreiðslunni? Auk þess leikur mér forvitni á aö vita, hvort ekki séu haldin nein stutt (um það bil þriggja mánaða) námskeið i t.d. vélritun, bókfærslu og tungumálum i sam- bandi við skóiana i Reykjavik. Mér finnst þessi sex mánaða námskeið hjá námsflokkunum sosum ágæt, en þau henta bara ekki fólki eins og mér, sem er ekta sveitapia og get varla verið lengur i bænum en viku i einu, án þess að fá innilokunarkennd. Jæja, að lokum: Hvað er hægt að gera við fólk, sem er svo yfir sig ástfangið, að það getur hvorki borðað né sofið, unnið né verið ánægt, nema hitt sé einhvers staðar nálægt, (mjög nálægt helst!)? En svo þegar það nálgast fer allt i háaloft, annað hvort hörkurifrildi eða trúnaðar- samræður með ábæti svo tim- unum skiptir. Hvernig eiga saman sam- kvæmt þinum kokkabókum ljón (stelpa) og sporðdreki (strákur) og hvernig er skapgerð þeirra hvors um sig? En krabbastelpa og sporðdrekastrákur Jæja, ég vonast auðvitað eftir svari eins og allir hinir. Og hvaö geturöu lesið úr skriftinni, og hversu gömul heldurðu að ég sé? Ástarkveðja, Ljónynja. Ég hef það alveg sæmilegt, þakk'a þér fyrir, og það var gaman að lesa, að þér fellur blaðið. Oft hefur nú verið minnst á lófalestur og aðra spádóma hér I Vikunni og er’ skemmst að minnast viðtals við Gest Óskar spámann, sem birtist I Vikunni fyrir nokkru. t 43. tölublaði árið 1970 var grein, sem nefndist Lófinn kemur upp um þig og ég geri ráð fyrir, að það sé að þvl blaði, sem þú lcitar. Það fæst hér I afgreiðslunni. Stutt vélritunar- námskeið eru iðulega haldin hér I Keykjavik og oftast nær rækilega auglýst i dagblöðum. Styttri nám- skeiðum en sex mánuðum i bók- færslu og tungumálum reikna ég ekki með, að völ sé á öðru jöfnu, en þvi reynirðu ekki bréfaskóla? Annars finnst mér þú varla geta kallað þig sveitapiu, búandi á Þ... Er þar ckki töluverður þorpara- bragur á hlutunum? Við ástfangið fólk á ekkert að gera, nema láta það I friði með sin trúnaðarmál og rifrildi. I.jónsstelpa og sporðdreka- strákur hrifa hvort annað i byrjun, en samband þeirra verður að öllum likindum skammvinnt. Krabbastelpa á oftast nær ákaflega erfitt með að umgangast sporðdrekastrák. Úr skriftinni les ég staðfestu og starfshæfni og þú ert orðin sautján ára. Svar til eins i vandræðum Stelpan er bara að striða þér — hún er ekki vitund skotin i þér. Ef hún væri það, léti hún ekki svona. Kcyndu að skrifa henni aftur og segja henni, að þér finnist upp- átæki hennar afar heimskulegt og harnalegt og ekki sæmandi stúlku á hennar aldri að láta svona. Þetta athæfi sé ekki sæmandi sæmilega þroskuðu fólki. óviðurkvæmilegur verslunarmáti Sæll Póstur góður! Ég er ein þeirra fjölmörgu, sem taka sér penna i hönd og senda þér nokkrar likur. Þannig er mál með vexti, aö ég hef lagt það fyrir mig að prjóna lopapeysur i fritimum minum. Ég hef mikla ánægju af þessari iðju og nota til hennar hverja fria stund, enda veitir heldur ekki af að reyna að krækja sér i einhvern aukapening á slikum eymdar- timum sem nu. Að verkinu loknu hefi ég svo selt Rammagerðinni peysurnar. En nú tel ég mig hafa fullreynt, aö þetta er sannarlega vonlaus fjáröflunaraðferð. Hugsaðu þér! Efnið I sjálfa peys- una kostar milli átta og niu hundruð krónur, og enn meira, ef um er að ræða hnepptar peysur sem þarf að kaupa hnappa á aö auki. Prjónakonan selur peysuna fullgerða á frá sextán hundr. til nitján hundruð krónur, en til þess þarf hún aö fara með hana á sölu- staðinn, og þola rannsakandi augnaráð afgreiðslufólksins, sem kaupir peysuna ef til vill á áður- greindu verði. Finnst þér þetta hægt? Er þetta ekki fyrir neðan allar hellur? Prjónakonan hefur upp úr þessu um þaö bil niu hundruð krónur, en blessaöir búöareigendurnir græða á tá og fingri og selja sömu flikurnar til útlanda á tiu eða tólf þúsund krónur stykkið. Aö minu mati er það blátt áfram viðbjóðslegt að fara þannig með vesælan einstak- linginn, og ég er viss um, að margir eru á sama máli.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.