Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 45
Næringarrík súpa Að búa til reglulega ljúffenga súpu er töluverður vandi, segja sumir Hér er fljótleg aðferð til þess að búa til súpu, sem flestir hljóta að veröa ánægðir með, allavega þeir, sem kunna að meta súpur á annað borð. Súpan, sem hér er talað um er spænsk að upp- runa og hefur afar virðulegt nafn, nefnilega Don Perros maíssúpa. Og þá er það hráefnið: 1 dós kjöt- súpa (ca 550 g), 1/4 dós af flysjuð- um tómötum, 1 dós af niður- soðnum maísbaunum, vatn, Tabasco piparsósa og paprika. Blandið súpuna með tómötum og mafsbaunum og látið i pott. Bætið siðan vatni i eftir smekk. Bragðbætið súpuna með nokkrum dropum af tabasco piparsósu og papriku. Súpan bragðast best með brauði og osti. Kartöfluréttur viö öll tækifæri Kartöflurétti er hægt að búa til með litilli fyrirhöfn, og henta þeir við nær öll tækifæri. Hér er upp- skrift að einum, sem engan svikur. t réttinn þarf: 8 kartöflur, salt, sitrónupipar, meðalstóra púrru, 2 matskeiðar af smjöri eða smjörliki, 1 dl af þeyttum rjóma, 2 matskeiðar kaviar, 2 hg lifrar- kæfu, 3 tómata, 3 1/2 matskeiðar af rifnum osti og að lokum papriku. Sneiðið kartöflurnar og setjið i eldfast fat Stráið salti og sitrónu- pipar yfir. Skerið púrruna i smátt, steikið i feiti, og stráið yfir. Blandið kaviar saman viö rjómann og látið hann yfir kar- töflurnar. Skerið tómatana og lifrarkæfuna i smábita og leggið ofan á. Siðast á að strá rifna ost- inum og paprikunni yfir og hita réttinn i 250 gr. heitum ofni, þangað til kartöflurnar eru orðnar meyrar. Gott er aö skreyta með harðsoðnum eggjum. <

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.