Vikan

Issue

Vikan - 25.09.1975, Page 20

Vikan - 25.09.1975, Page 20
Hún var reið vegna þess að hann hafði án þess að skjátlast stutt fingrinum beint á meinið. „Hvað viltu mér annars?” hreytti hún út úr sér. „Ert þú einn af þeim, sem þurfa að hoppa upp á allt i augsýn? Komast yfir hverja konu? Þú ert með konu, sem getur sennilega gefið þér meira á tiu minútum en ég get á tiu dögum!” <slgarettu lafandi út úr ööru munnvikinu- „Hvar fékkstu tikina?” spuröi hann. „Hjá Stan,” sagöi hún og nefndi bflasöluna, sem allir strákarnir skiptu viö þegar þeir keyptu sér notaöa bila. Hann leit rannsakandi á bflinn. „Ég hef aldrei séö hann þar,” sagöi hann. „Ég er búin aö vinna svolltiö viö hann,” laug hún. Þaö var alls eKki svolitil vinna. Hún haföi rifiö bflinn I sundur og endursmiöaö hann sjálf. Þetta var útjaskaöur Pontiac, sem haföi verið nánast ónýtur þegar hún keypti hann. Hún haföi tekiö úr honum vélina og sett i staðinn vél úr Cadiilac, skipt um drif, skipt um legur, breikkaö bremsuboröana, skoriö utan af honum yfirbygginguna og sett i staöinn gamalt Cordhús, siöan hellt blýi I huröirnar til aö þyngja hann og aö lokum málaö hann silfurgljáandi og svartan. Þaö haföi tekið hana sex mánuöi. „Gengur hann?” spurði Johnny hana. „Hann gengur,” sagöi hún. „Færöu þig,” sagði hann og geröi sig liklegan til aö setjast undir stýri. Hún sat sem fastast undir stýri. „Nehei” sagði hún, „það fær , eriginn að aka honum fyrr en ég hef reynt hann.” Hann starði á hana. „Hver heldur þú aö vilji keppa við þig? Hér keppir enginn viö stelpu.” Hún brosti. „Hræddur?” spuröi hún. Hann roðnaöi. „Það er 'ekki það,” sagði hann. „Hver hefur heyrt um stelpu i kappakstri? Það er bara ekki gert.” „Ókei,” sagði hún. Hún ræsti bflinn aftur. „Ég segi þeim niðri i bæ hversu hugrakkir þið eruð.” Hún tók aö aka aftur á bak frá þeim. Johnny stökk á eftir henni. „Heyrðu, biddu aðeins. Þú getur alls ekki sagt það." Hún stöðvaði bilinn og brosti við honum. „Ekki þaö? Sannaöu það þá.” „Ókei,” sagði hann tregur, „en kenndu mér ekki um ef þú meiðist.” Hann ók upp að hliðinni á henni. „Við ökum eina milu uppeftir,” kallaði hann til að yfirgnæfa hávaðann i bilvélunum. „Þá stansar þú og ég kem á móti þér i ,héra’ .” Hún kinkaöi kolli og leit á ræsinn. Drengurinn sló niður hendinni. Hún sleppti kúplingunni og billinn geystist af stað. Hún tvikúplaði upp i hágir og leit yfir á Johnny. Billinn hans var við hlið- ina á henni. Hún hló æstum hlátri og beygði upp aö honum. Þaö voru bara nokkrir þumlungar á milli þeira. Hann steig i botn til að komast fram úr henni. Hún hló aftur og gaf bilnum inn. Hann komst ekki feti framaren hún. Hún beygði enn nær honum. Það heyrðist iskur er málmur snart málm og hann beygði frá. Nú var hann'kominn hálfur út af veginum. Þá gaf hún i botn og þaut fram úr honum svo að likast var þvi að hann stæði kyrr. Hún hafði þegar snúið bllnum viö þegar hann ók framhjá og sneri sjálfur við. Hann leit ill- girnislega á hana er hann ók framhjá henni aftur. Enn beið hún eftir merki ræsis- ins. Þegar það kom var hún reiðubúin og billinn geystist niöur brautina. Þau komu hvort á móti öðru á miðri brautinni. Hún brosti og þrýsti fætinum alveg niður að gólfi. Stýrið var stöðugt milli handa hennar. Þegar hún leit upp sá hún að þau voru I þann mund að mætast. Brosið fraus á andliti hennar. Hún skyldi ekki snúa stýrinu. Hún skyldi það ekki. A siöustu stundu sá hún hann snúa stýrinu. Hún sá hvitu andliti hans bregða fyrir, blótandi er hann þaut fram hjá. Hún fylgdist með bflnum hans I speglinum er hún hægði feröina. Billinn skrik- aði mjög til hliðanna, en hann náöi aftur stjórn á honum og stansaði. Hún sneri viö og ók til hans. Hann var kominn út úr bflnum sinum og allir strákarnir. I hóp umhverfis hann. Þeir voru aö stara á áfturstuðarann. Hann var hálfur af. Hún hafði ekki einu sinni tekið eftir þvi að hún rakst á afturendann á honum er þau mættust. Hann leit upp á hana. „Þú ert brjáluð!” sagöi hann. Hún brosti og færði sig yfir i hitt sætið. „Viltu aka?” spurði hún. „Hann kemst i hundrað og tuttugu milur á beinum vegi.” Hann gekk i kring um bilinn og settist undir stýri. Hann setti bflinn i glr og ók af stað. A augna- bliki hafði hann komið bilnum á niutiu mflna hraða. Hann var sá fyrsti sem hún var meö á föstu. Þaö hafði veriö öðruvisi meö honum. Ekki eins og með hinum. Hún var rólegri, sjálfsöruggari. Þau þurftu ekki að fara að eins og hundar og kettir. Hann bar virðingu fyrir henni. Hann vissi að hún var jafningi hans. Samt sem áður hindraöi það hann ekki i þvi að barna hana. Hún var á siðasta ári gagn- fræöaskólans. Hún beiö i eina viku og fór svo til hans. „Við veröum að giftast,” sagði hún. „Hvers vegna?” spuröi hann hana. „Hvers vegna helduröu asninn þinn?” hreytti hún út úr sér. Hann starði á hana og bölvaöi slöan. „Helvitis djöfull!” sagöi hann. „Þaö eru þessir andskotans ódýru smokkar, sem ég keypti I sjoppunni!” „Þaö voru ekki smokkarnir, sem gerðu það,” sagði hún. Hún var aö verða reið. „Þaö var þetta helvíti á þér. Þú hættir aldrei að ota þvi að mér.” „Þaö leit nú ekki út fyrir aö þér þætti það svo slæmt,” sagði hann. „Aldrei sagðir þú nei!” Hann horfði reiðilega á hana. „Og hvaö veit ég hver á það? Nóg hefur maður nú heyrt af sögunum um þig!” Hún starði á hann eitt augna- blik, og allir draumarnir, sem hana hafði dreymt um þau tvö, hrundu yfir hana eins og spila- borg. Innst inni var hann rétt eins og allir hinir. Hún snerist á hæli og gekk I burtu frá honum. Næsta. laugardag tók hún hundrað dollara út úr bankanum og ók til Center City. Þar var læknir i mexikanahverfinu, sem haföihjálpað nokkrum stelpunum I skólanum. Hún beið þögul þar til allir hinir sjúklingarnir voru farnir, gekk siöan ínn I stofuna. Hann var feitur, litill maður með skinandi skalla. Hann virtist þreyttur. „Farðu úr kjólnum og komdu hingaö,” sagði hann. Hún hengdi kjólinn upp á snaga á veggnum og sneri sér aö honum. „öllum fötunum,” sagði hann. Hún fór úr brjóstahaldaranum og nærbuxunum og gekk til haps. Hann stóð upp frá skrifborðinu, gekk i kring um þaö til hennar. Hann þreifaði á brjóstum hennar og maga og hlustaði á hjart- sláttinn. Hann náði henni upp að öxlum. Hann leiddi hana að löngu mjóu borði. „Legðu hendurnar á brúnina og beygöu þig fram á við,” sagði hann og setti gúmmi- glófa á hægri hendina. „Andaðu djúpt og blástu hægt frá þér,” sagði hann. Hún dró andann djúpt og lét loftið sytra út um opinn munninn meðan hann gerði eitthvað inni i henni. Svo var hann búinn, og hún rétti úr sér og sneri sér við. Hann leit framan i hana. „Næstum sex vikur býst ég viö”, sagði hann. Hún kinkaöi kolli. „Eitthvað þar um bil.” Hann gekk aftur að skrif- borðinu og settist. „Þaö veröa hundrað dollarar,” sagði hann. Hún gekk þögul að hand- töskunni sinni og tók úr henni peningana. Hún taldi þá og lét þá á borðiö fyrir framan hann. „Hvenær vjltu láta gera það?” spurði hann. „Nú þegar,” sagði hún. „Þú getur ekki veriö hérna,” - sagöi hann. „Er einhver með þér?” Hún hristi höfuðiö. „Ég er með bflinn minn úti.” Læknirinn leit vantrúaöur á hana. „Hafðu ekki áhyggjuraf mér,” sagði hún. „Ég kemst heim.” Hann tók upp hundraö doll- arana og stakk þeim niöur i skúffu. Hann gekk yfir að dauð- hreinsaranum og tók út úr honum sprautu. Hann stakk nálinni i tappa á litilli flöskú og gekk i áttina að henni meöan hann dró vökvann upp I sprautuna. „Hvaö er þetta?” spuröi hún og fann nú i fyrsta sim\ til svolitils ötta. „Penicillin.” Hann brosti. 20 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.