Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 21
„Þakkaðu guði fyrir það. Það drepur alla sykla.” Hann var lipur, snar og hæfur. Eftir tuttugu minútur var allt yfir staðið. Hann hjálpaði henni niður af borðinu og i fötin. Hann gaf henni nokkrar töflur i umslagi, sem var alls ómerkt. „Þær stóru eru penicillin,” sagði hann. „Taktu eina af þeim á fjögurra tima fresti næstu tvo daga. Þær litlu eru verkjatöflur. Taktu eina svoleiðis á tveggja tima fresti eftir að þú kemur heim. Farðu strax i rúmið og liggðu þar i tvo daga að minnsta kosti. Hafðu engar áhyggjur þó þér blæði talsvert, það er ósköp eðlilegt. Ef þér finnst þú missa of mikið blóð fyrsta daginn, vertu þá ekki með neina vitleysu heldur hringdu i lækninn þinn. Ef móðir þin fer að spyrja þig einhvers, þá segðu henni að þú sért með miklar tiðablæðingar. Manstu nú allt þetta?” Hún kinkaði kolli. ,,AUt i lagi,” sagði hann bliðlega. „Þá máttu fara. Farðu beint heim og upp i rúm. Eftir klukkutima munu finna svo sárt til, að þú munt óska þess að hafa aldrei fæðst.” Hann gekk aftur að borðinu sinu og settist er hún gekk fram að dyrunum. Hún sneri sér við og horfði á hann. „Þakka þér, læknir,” sagði hún. Hann leit upp á hana. „Ekkert að þakka,” sagði hann. „En reyndu nú að læra af þessu. Ég vil ekki þurfa að sjá þig aftur hér.” Hún ók fjörutiu milurnar heim til sin á skemmri tima en hálfri klukkustund. Hún var farin að finna til svima og máttleysis er hún stöðvaði bilinn fyrir framan húsið. Hún gekk rakleiðis upp i herbergið sitt, þakklát fyrir mannlaust hús. Hún tók eina töflu af hvorri tegund i flýti og skreið upp i rúm, þegar farin að skjálfa af sársauka. Um það bil viku seinna var hún að aka út af bilastæði við kjör- búðina þegar Johnny kom þar að og lagði hendurnar á hurðina. „Ég hef verið að hugsa, Luke” sagði hann af karlmannlegu sjálfsöryggi, sem henni fannst afar ertandi. „Við skulum gifta okkur”. „F'arðu til fjandans, hænsna- skiturinn þinn!” sagði hún kulda- lega og rauk af stað með látum svo handleggur Johnnys varð næstum eftir. Eftir það komst ekkert annað að hjá henni en billinn. Um það bil sem hún fór i menntaskóla var hún orðin býsna þekkt á staðnum. Hún tók þátt i kappakstrinum á Beljubraut i hverri viku. Hún fór að vinna svo reglulega að bæjar- fólkið var farið að gera hana að hetju sinni. Það fór að tala um fitlu stúlkuna, sem skaut jafnvel atvinnumönnunum ref fyrir rass á kappakstursbrautinni. Það var i fyrsta sumarleyfinu hennar sem hún giftist. Hann var vitanlega kappakstursmaður. Hann var einn og niutiu, með svart hrokkið hár, glampandi, brún augu og besti ökumaðurinn á brautinni. Hann kom frá vestur- hluta Texas og dró seiminn. „Ég held að þú og ég ættum að ganga i hnapphelduna, litla min,” sagði hann og leit niður til hennar. „Svona okkar á milli sagt, þá erum við þau bestu á brautinni.” Framhald i næsta blaði TIL VMISKONAR VIOGERBA OG lagfæringa á hverju heimili PlPÍ CtíA*íl mastic se»i. HREINSIEFNI fyrir salernisskálar Þægilegt og auSvelt f notkun, fjarlægir fitu og óhreinindi án þess aS skaSa postulíniS. HREINSIEFNI íyrir skolpleiðslur Fljðtvirkt og öflugt, leysir upp efni er setj- ast innan í leiSslur, notaS meS köldu vatni. SkaSlegt fyrir hendurnar, notist því meS varús. PLASTIC SEAL Efni sérstaklega til viSgerSa á leiSslum, postulíni o.fl. Einnig til fyllingar t.d. undir lakk, verSur hart semjárn, þegar þaS þornar. ROOF & FLASHING CEMENT Þéttiefni á þök o.fl. Bindur sig jafnt viS heita, kalda, blauta eSa þurra fleti. Hægt aS setja á í rigningu eSa undir vatni. VINYL WAX sjálfgljái Sérstaklega góBur fyrirvinylogöhnurgólfefni. GólfiS verSur gljáandi án þess aS þaS verSi hált. Eiimig eigum viS hreinsilög frá sömu verk- smiSju, ætlaSur til aS ná upp gömlu bóni og öSrum óhreinindum. GALVAFROID ryðvarnarefni Galvafroid er köld galvanhúSun, og er ein bezta fáanlega rySvörnin. Laust ryð þarf aS hreinsaaf áSuren boriS er á, bezt er aS bera á meS pensli. SEELASTIK kítti Seelastik er einkar hentugt f hvers konar smá- viSgerSir og þéttingar t.d. í sprungur á stein, þéttingum meS rúSum og margt fleira. STA-PUT þéttiefni Plastik kftti er harSnar ekki, og sprlngur því ekki né brotnar. Hentugt til tengingar á sal- ernisskálum og þess háttar. HREINSIEFNI fyrir postulín PrýSis hreinsiefni fyrir postulín, baSker, handlaugar, veggflísar, diska og bolla þ.e.a. s. allt postulih, en varast ber aS nota ræstiduft, þaS skemmir glerunginn. EPIFAST baðemalering Efni ætlaS til viSgeröa á gömlum baSkerum og öSru postulfhi. ÞaS er boriS ámeS pensli. tvær yfirferSir, endist allvel. SÓTEYÐIR Til eySingar á sóti í olíukyndingum, þægilegur í meSförum og árangursríkur. Getur í rtiörg- um tilfellum lækkaS hitakostnaS. I ÞORinKsson & noRomnnn Simi 11280 BnnKnSTRKT111 skúlhcötu 30 39. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.