Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 26

Vikan - 25.09.1975, Síða 26
AF SÆNSKU KONWGAKYNI Alf Willy Möller, sem býr 1 Vestli 1 Osló, er af konungakyni, og strangt tekið hefur hann erfðarétt til sænsku krúnunnar. Langalangafi hans var semsé óskar I sviakonungur. Norsk stúlka að nafni Louise Charlotte Tuxen hreif konunginn og ól honum soninn Einar Abraham Oscarsson, og hann var langafi Alfs Willys Möller. — Þvi hefur aldrei veriö haldiö leyndu, að Óskar I sviakonungur var faðir afa mins, segir norð- maðurinn Alf Willy Möller. Möllerfjölskyldan býr i Vestli i Osló. A veggjunum i stofunni hanga myndir, sem Alf Willy Möller hefur málað sjálfur, og meðal þeirra er málverk af Louise Charlotte langömmu hans, en hún eignaðist barn utan h jóna- bands með Óskari I. sem þá var krónprins svia. •Alf Willy Möller segir sögu hennar og ættarinnar með þess- um oröum: — Langamma min var grann- vaxin og fögur, ung kona, eins og sjá má á þessari mynd. Faöir ' hennar hét Ole Tuxen og var lyf- sali i Arendal. Þetta var miðstétt- : arfólk, sem komstágætlega af, en liföi ekki I neinum munaði. Louise Charlotte var ung og lifsglöð og hana langaði að kynnast lifi, sem foreldrar hennar gátu ekki veitt hénni. Hún lagði land undir fót og fór til Stokkhólms, þar sem hún varð hirömey Desideriu drottn- ingar Karls Jóhanns. Viö hirðina hitti hún krónprins- inn snortra i fyrsta sinn. Það var siðsumars áriö 1845 og krónprins- inn var þá fjörutíu og fimm ára. Hann og Josephine krónprinsessa bjuggu i Stokkhólmi. Ekki leiö á löngu, áður en krónprinsinn tók að renna hýru auga til Louise Charlotte og hún til hans og brátt tókst milli þeirra ástasamband og þau hittust „á laun”. Haustkvöld eitt sama ár sagði Louise Charlotte krónprinsinum sinum, að hún væri barnshafandi. Það er sagt, aö krónprinsinn hafi orðið glaður við, en jafnframt ótt- ast hneyksli við hirðina. Louise Charlotte ól þvi son sinn með leynd. Auðvelt var að sjá, aö mikill svipur var með barninu og hálfbróöur hans, sem siðar varð Óskar II sviakonungur. Louise Charlotte gaf barni sinu nafnið Einar Abraham Oscarsson. Einar Abraham fæddist fáein- um mánuöum eftir að faðir hans tók við konungstign. Óskar I kon- ungur vildi fá syni sinum eins gott uppeldi og unnt væri. Drengnum var þvi komið I fóstur til Miillers- fjölskyldunnar i Porsgrunn, sem var allvel efnuð, og óskar I greiddi rikulega með honum. Einar Abraham þótti mjög vænt um fósturforeldra sina. Þau voru ströng viö hann, en ástrik og þau gerðu aldrei tilraun til þess að leyna hann þvl, hvers sonur hann raunverulega var. Það kom snemma i ljós, að sonurinn hafði erft áhuga föður sins á listum, og meöal annars lagði hann stund á tónlistarnám. Louise Charlotte var stöðugt á ferðalagi og kom oft til Noregs að heimsækja son sinn. 1 einni heim- sókninni kynntist hún einum Miillerspiltinun, sem hreifst af henni, og þar kom, að hún giftist honum. En Einar Abraham dvaldist áfram hjá fósturforeldr- um sinum. Einar Abraham var fjórtán ára.þegaróskarlfaðirhans lést. Louise Charlotte var þá á ferða- lagi i Hamborg. Sagt var, aö hún heföi grátið yfir dauða konungs- ins, enda var hann fyrsta ástin hennar. Einar Abraham breytti nafni sinu úr Milller I Möller og gekk aö eiga Jenny Elise Moe. Þau settust að I Kragerö, þar sem hann rak matvöruheildverslun. Hann og Jenny eignuðust þrjár dætur og fimm syni. öll börnin erfðu brúnu augun hans Óskars I. Heimiliö var alltaf fullt af söng og tónlist. Einn sonanna, Birger Marius Grimsgaard, samdi tölu- vert af tónlist og stundaði tónlist- ina að aðalstarfi alla ævi. Annar sonur Einars Abrahams, John Mo Möller, fór tvitugur að aldri til Kristjaniu. Hann var glæsilegur maður með brún augu — sannkölluð eftirmynd afa sina. John Mo Möller er faðir minn, og hann hefur alltaf verið mjög listhneigöur eins og faðir hans og afi. Hann hreifst þegar af borg- inni og listalifinu þar, og varð brátt kunnugur málurum eins og Chr. Krohg, Thorvald Erichsen, Jean Heidberg, Henrik Sörensen og fleirum. Hann opnaði ramma- verslun, þar sem listamenn versluðu iðulega. Allir rammarn- ir i versluninni voru hand- smiðaðir. Ég á margar góðar endurminningar siðan i bernsku, þegar ég var hjá föður minum i versluninni, og listamennirnir komu að heimsækja hann. Hann var vinur allra listmálara og hann hefur alla ævi verið ákaflega vinnu- samur. Hann er nú oröinn 91 árs, er vel ern og minnugur. Að hans sögn lést Einar Abraham faðir hans áriö 1929 og var jarðsettur I VSr Frelsers Gravlund. Á leg- steininum stendur aöeins Möller. John Mo Möller og Amalie kona hans, fædd Berger, eignuðust þrjá syni og eina dóttur. 011 eru börn þeirra gift og eiga afkom- endur. Louise Charlotte hefur þvi skapað töluveröa hliðargrein á Bernadotteættarmeiðnum. Ættfræöi er merkileg, ‘hvort sem maöur er af konungakyni eða ekki. A þessari rótlausu öld ■ar mjög eölilegt, að fólk grufli i ætt- fræði og reyni að finna fótfé'stu I fortiðinni. Menning er svo marg- visleg, aö þaö er alltaf gaman aö reyna að komast á snoðir urh', hvernig forfeður okkar voru og -hvernig þeir lifðu. Hr Jóhn Mo Möller faðir Alfs Willy Möller. Alf Morten sonur Alfs Willys. Louise Charlotte Tuxen. Einar Abraham, sonur Óskars I og Louise Charlotte. 26 VIKAN 39. TBL. 39. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.