Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 29

Vikan - 25.09.1975, Síða 29
MARIKU MELKER f. HLUTI MITTUF - MTT LÍF Britt rétti úr sér, hana verkj- aöi i bakið. Hún leit rannsóknar- augum á rósabeðið, sem lá með- fram hvitum húsveggnum. Blóm og jurtir gátu staðið i stað eilifðartima, en illgresið var sannarlega þroskamikið.... Arfi og njóli og hvað það nú hét allt saman.... En nú var þetta orðið snyrtilegt. Hún átti sannarlega skilið að fá kaffisopa og sigarettu, þótt hún væri nú eiginlega hætt að reykja. Sólarhitinn var sterkur og hún var svolitla stund að venjast rökkrinu innan dyra eftir birtuna úti. Hún leit á hitamælinn. bað voru tuttugu og sjö gráöur. Britt gekk berfætt inn i baðherbergið og hún gat ekki annað en brosað að útliti sinu. Hún var moldug á annarri kinninni, svitadropar voru á enni hennar og hárið stóð út i allar áttir. En hún hafði aldrei verið svona hress áður og aldrei eins hamingjusöm. Hún fór úr bikininu og skrúfaði frá sturt- unni. Svo stóð hún lengi og naut þess að láta vatnið renna um sól- brúnan likama sinn. Það var næstum ótrúlegt, að manni gæti liðið svona vel. Hún vonaði að Bernt og börnin væru jafn ánægð með tilveruna þennan dýrlega sólskinsdag. Bernt, maöurinn hennar.... sem hafði tekið öllu svo miklu betur en hún á erfiðu árunum, þótt hún hefði nú reynt að bita á jaxlinn og reynt að kvarta ekki. — A hverju ætlið þið að lifa?” höfðu foreldrar hennar spurt, þegar þau sögöust ætla að gifta sig. „Það er langt þangað til Bernt er búinn að ljúka verkfræðinámi sinu og þú ætlar að verða kennslukona?” En þau voru svo örugg i ást sinni, — ung og örugg og höföu llka haft margar skýringar á tak- teinum. Þau gátu lifaö jafn ódýrt tvö, þau myndu geta framkvæmt þetta, þau gerðu ekki svo miklar kröfur til lifsþæginda, — aöalatr- iðiö var að fá aö vera saman... Þau eignuðust barn allt of snemma, en þau sáu alls ekki eft- ir þvi. Hún heyrði suöið I býflugunum i lavendelrunnanum. Loftið var mettað af sætri blómaangan, sem lagði alla leið inn I húsið. Hún elskaði þetta litla hús og haföi það á tilfinningunni aö það hefði bókstaflega beðið eftir þeim og henni fannst það stór sniöugt að við værum flutt hingað. Þau eru öll nýkomin úr sumarfrii og við ætlum aö fylgjast aö i skólann á hverjum degi! Britt slökkti i sigarettunni og stakk öskubakkanum undir stól- inn með sektarsvip. — Ég sá þetta, kallaði Bernt og benti glaðlega á öskubakkann. — Ertu að spara fyrir ^uistlaukum með þessu— Erik var svolitið syfjulegur, þar sem hann sat i sæti sinu aftan á reiðhjóli föður sina. Britt gekk til hans og lyfti honum niöur. Hann haföi liklega verið of lengi i sólinni? Sivalir handleggirnir voru eldrauðir og heitir. Bernt kyssti hana innilega og það .var saltbragð af vörum hans og hann var með sand i hárinu. Hann var mjög glaður og hress. Við höfum sannarlega átt gott sumarfri, hugsaði hún og bar brúnan arminn upp að armi hans. — Hvort okkar er brúnna? En mestur hluti fridaganna hans hafði farið i flutninginn. Þau höfðu haft mikið að gera, fyrst að taka saman allt dótið og flytja það og svo að mála og koma öllu fyrir aftur. Garðurinn var dá- samlegur hvfldarstaður, þar sem þarna. Það hafði verið byggt árið 1930 og passlega gamalt til aö hafa sinn eigin sjarma, með öll- um sinum krókum og kimum og háu risi. Þau höfðu átt húsið i rúman mánuð, — eða þá bankinn, eins og Bernt striddi henni með, en hún hafði á tilfinningunni aö þau væru búin að búa þarna lengi. Samt var þetta óraunverulegt ennþá. óraunverulegt yfir höfuð, að þau ættu sitt eigið hús, — aö fjárhagurinn væri orðinn það rúmur, að þau gátu lagt út i þetta ævintýri. Það marraði i mölinni fyrir utan. Hún skyggði fyrir augun með hendinni. Gat það verið aö þau væru að koma strax frá stöndinni? Og hún sem hafði setiö þarna og látið sig dreyma I púp- unni sinni, i stað þess að setja kartöflurnar yfir og steikja kóti- lettur! Klukkan var orðin fjögur og þau voru sennilega glorhungr- uð. — Halló, mamma! Við erum búin að skemmta okkur konung- lega. Það var svo hlýtt i vatninu. Það var synd að þú skyldir ekki koma meö okkur! Lotta stökk af litla reiðhjólinu sinu og setti það frá sér við verandarþrepin. — Og veistu hvað, ég hitti LIsu Þetta er saga um hatningjusama fjöl- skyldu. Það er að segja, að þau voru hamingjusöm, þangað til fyrirtækið lagði niður starfsemi sina i litla bænum, þar sem Bemt hafði haft góða stöðu. Þau áttu þar yndislegt hús, börnin áttu góða félaga og Britt hafði loksins tekist að fá stöðu sem kennslukona. Hvað áttu þau að gera? Átti Britt að yfirgefa húsið og sitt langþráða starf og fylgja manninum sinum til Osló? Eða áttu þau að verða um kyrrt og láta Bernt fara einan til Osló? Hvemig áttu þau að horfast i augu við einmanaleikann, þegar þrá þeirra hvort eftir öðru varð óbærileg..................? 39.TBI. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.