Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 32

Vikan - 25.09.1975, Síða 32
heimleið, spurði hún, lágum rómi: — Finnst þér að ég hafi verið þér erfið, Bernt? Hann nam lika snögglega stað- ar og hélt henni svolitið frá sér Svo hristi hann hana, mjúklega. Hann var svo hávaxinn, sterkur og öruggur og hún elskaði hann svo innilega, að stundum fannst henni það sársaukafullt. Henni fannst að öll þessi erfiðu ár hefði bundið þau miklu sterkari bönd- um, að nú hefðu þau rétt til að njóta hamingjunnar i rikum mæli. En hann, haföi hann ekki haft sömu tilfinningar? Hafði hún verið of þröngsýn og eigingjörn og treyst þvi of vel, að hann væri ekki auðsærður? — Elsku litla Britt min, sagði hann, — heldurðu i raun og veru að erfiðleikarnir hafi haft nokkur áhrif á samband okkar? Annað hvort okkar hefur alltaf getað stutt viö bakið á þeim, sem áttu i erfiðleikum. Sameiginleg ánægja er tvöföld ánægja og það er sama sagan, þegar erfiðleikarnir berja að dyrum, þá höfum við alltaf tekið þeim bæði, og þá er allt lika helmingi léttara. Það er alltaf auðveldara þegar tveir eru um það, að bera erfiðleikana. Ég veit vel, hver það hefur ver- ið, sem hefur borið erfiðleikana, hugsaði hún, það kemur auövitað alltaf á þann, sem er rólegri og sterkari. En kannski misminnir mig. bað getur verið að ég hafi ekki verið eins hjálparvana og mér fannst sálfri, og nú er fram- tiðin svo björt og áhyggjulaus.... — Við erum sennilega mjög sjaldgæf hjón nú til dags, þaö er vist ákaflega sjaldgæft að hjón séu svona hamingjusöm, tautaði hún. Bernt hló og opnaði hliðið. Ljós- rauðar vafningsrósirnar virtust hvitar i tunglskininu og dauf birt- an úr stofuglugganum bauð þau velkomin heim. — Mér finnst aö við ættum lika að vinna að þvi, að verða svona hamingjusöm framvegis, sagði hann. þegar hann skellti hliðinu aftur. Þegar vekjaraklukkan hringdi næsta morgun, flýtti hún sér að ýta á hnappinn. Svo læddist hún hljóðlega niður i eldhúsið og fór að taka til morgunverð- inn. Himininn var heiður og blár og það leit út fyrir jafngott veður. Brauðsneiðarnar hoppuðu upp úr ristinni um leið og hún kom inn aftur. eftir að hafa sótt dagbi. Hún setti morgunmatinn á bakka og fór með matinn upp i svefn- herbergið til Bernts. — Nú er sumarfriinu lokiö, agði hún og reyndi að vera glað- leg. — Varstu búinn að gleyma þvi? Hann geispaði og klóraði sér i höfðinu. — Nei, ég er ekki búinn að gleyma þvi, ég skil reyndar ekki hvernig þeir hafa getað vA-ið án min svona lengi, i heilan mánuð. Kysstu mig, ástin mir. Hann virti fyrir sér háa og brúna fótleggi hennar og strauk þá bliðlega. — Sofa börnin ennþá? — Eins og múrmeldýr. En þú mátt ekki fara að þeirra dæmi! Þú verður að drifa þig á fætur. Hún lét hann i friði, meðan hann leit yfir blaðið og drakk kaffið og svo settist hún að borö- inu i oldb'i^’": !’ skrifaði upp það sem hún þurfti að gera, áður en skólinn byrjaði. Hún yrði sjálf- sagt timabundin, þegar skólinn byrjaði, það yrði sennilega tölu- verð aukavinna, hún yrði að halda foreldrafundi og annað þvi likt. Hún reiknaði að minnsta kosti með þvi. Ég efast um, að það sé nokkur kennari i landinu, sem hlakkar eins og ég, til að skólinn byrji, hugsaði hú Hvaða fötum ætti ég að vera i fy' dag- inn? Fara á útsölu, skritaoi hún með stórum stöfum á listann. Verslanirnar lokkuðu með stór- um auglýsingum og hún þurfti að fá sér einhverjar flikur, áður en hún færi út i atvinnulifið. En i dag leit út fyrir svo gott veður, að hún gat ekki hugsað sér að eyða deginum i yfirfullum verslunum. Svo skrifaði hún: Búa til mat i frystikistuna. Það var að visu ekki svo aökallandi, en þaö var mjög örfandi, að reyna aö vera góð húsmóðir, þótt hún færi út að vinna. Raða bókunum i starfrófsröð, skrifaði hún. Nei, það var vinna, sem hægt var aö gera að kvöldi til og um helgar.... En eftir hálftima, var himininn orðinn alskýjaöur og það heyrö- ust drunur i fjarska. Britt kallaöi til Lotte og minnti hana á aö taka með sér regnkápu, ef hún þyrfti endilega að fara til Lisu, en rödd hennar kafnaði alveg i fyrsta þrumukastinu. Hún verður senni- lega komin heim til Lisu, áður en rigningin skellur á. hugsaði Britt áhvggjulaus. Og i versta falli gat hún sótt hana á bilnum, þegar Bernt væri kominn heim. Hún ákvað að taka upp úr siðasta kassanum. I honum var postulin, sem hún hafði erft eftir frænku sina. Veðrið var þesslegt, að þaö var upplagt að dunda við heimilisstörfin, sem hún hafði vanrækt nokkuð i góða veðrinu. Hún varð lika fyrr eða seinna að koma diskunum hennar frænku sinnar fyrir. Hún heyrði i Erik, það var alltaf sama hljóð, eintóna eftirliking af bilhljóðum. Hann var mjög dundinn, þegar hann var einn. Hann var senni- lega of einmaiia, en þaö myndi lagast þegar hann kynntist ein- hverjum jafnöidrum. Hún þvoði upp og þurrkaöi kom diskunum fyrir i hvita •skápnum... Hún var nokkuð lengi að þessu, en það var skemmtilegt að koma öllu fyrir, sérstaklega að fá loksins pláss fyrir allt sem þau voru búin að eignast og haföi legið i kössum i nokkur ár. Hún varð aö muna eftir þvi að tala um samkvæmið við Bernt, þvi að þau voru neydd til aö bjóða kunningjum sinum, til að sýna heimiliö, halda einskonar vigslu- hátið. Framhald i næstá blaði RUBIN Eitt af otal mörgum sófasettum frá okkur. Lítið við það borgar sig. BORGAR HÚSGÖGN GRENSÁSVEGI SIMI 85944. 32 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.