Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 33

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 33
Óður maður og rússneskir fánar Komdu sæll herra Draumráðandi. Mig langar til þess að biðja þig að ráða f yrir mig tvo drauma. Sá fyrri er svona: Ég var á leið í heimsókn með mömmu minni til einhverra, sem ég þekki ekki. Þetta fólk bjó i húsi ömmu minnar, og hafði garðurinn kring um húsið breyst mikið. Þegar ég kom inn í húsið, sá ég aragrúa af hundum. Ég tók líka eftir stórri öxi í einu horninu. Þarna voru hjón, og var maðurinn ákaflega Ijótur, og varð ég strax hrædd við hann. Konan var mjög óttaslegin að sjá. Allt i einu rennur eitthvert æði á manninn. Hann þríf ur öxina og heggur hausana af hundunum. Konan reynir að koma í veg fyrir að mað- urinn fremji verknaðinn, en getur ekkert aðhafst. Þegar maðurinn er búinn að drepa alla hundana, ræðst hann að okkur mömmu. Við hlaupum út og hann á eftir okkur. ( því endar draumurinn. Sá síðari er svona: Ég var að horfa út um stofugluggann heima hjá mér. Sé ég þá mikla fánaþyrpingu. Þegar ég athuga þessa fána betur, sé ég, að þetta eru fánar allra Norðurlandanna, einn fyrir hvert land. Ég sé líka tvo rússneska fána á ógnarháum flaggstöngum. Mér fannst eins og rússnesku fánarnir drottnuðu yfir hin- um fánunum. Ég fann fyrir miklum kvíða í þessum draumi. P.S. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að skrifa, langar mig til þess að biðja þig að segja mér, hvað táknar að dreyma halastjörnu, sem er að hrapa, og að elta svartan kött. Og svo einn stuttur draumur í lokin: Ég var að skoða mynd af mér og tveimur bræðrum mínum. Á yngri bróður minn vantaði hausinn. A.A. Að dreyma hrapandi stjörnu boðar því miður ekki gott. Það verður að segjast eins og er. Því fylgir óhamingja. Það boðar sætt við óvin að sjá svartan kött. Síðasti draumurinn bendirtil þess, að bróðir þinn hafi leynt þig einhverju um tíma. Það kemur þér á óvart að uppgötva, hvað það er. Draumráðanda þykir fyrsti draumurinn mjög erfiður og þykist ekki alveg hárviss um, hvað hann boði. Þó hallast hann helst að því, að einhver vandræði eigi eftir að koma upp í f jöl- skyldu þinni eða að ótryggur vinur þinn eigi eftir að koma af staö illindum á milli þín og náinna vina þinna. Þú skalt sérstaklega vera varkár gagnvart ókunnugu fólkí. Annar draumurinn er afar skýr. Augljóst er, að þú hræðist vald stórþjóða yfir þjóðum, sem minna mega sín. Þessi draumur gæti líka bent til þess, að þú og fé- lagar þinir, eða samstarfsmenn komi til með að bera kvíðboga fyrir einhverju, eða hræðast yfirmenn, vegna einhvers sérstaks máls. Sá aldrei hringana. Kæri draumráðandi. Mig langar til þess að biðja þig að ráða eftirfarandi draum. Mér fannst, að ég og strákurinn, sem ég er með, ætluðum að fara að trúlofa okkur. Vinkona mín var fyrir sunnan og lét senda hringana til okkar gegn póstkröfu. Þegar við vissum, að þeir voru komnir, fórum við á pósthúsið til þess að sækja þá. En ég fékk aldrei að sjá þá. R. Þessi draumur er ekki fyrir óhamingju, eins og draumráðandi heldur, að þér finnist. Hann getur að- eins þýtt það, að þú verðir fyrir einhverju mjög óvæntu og gleðilegu bráðum, sem á eftir að hafa áhrif á framtíð þína. Sprautaði blóði Mig dreymdi þennan draum í nótt. Ég var stödd í herbergi, sem í var staddur maður, blár að sjá. Mér fannst hann vera algerlega blóðlaus, og til að bjarga manninum þurfti ég að sprauta í hann blóði. Mér f annst ég vera með stóra sprautu í hendinni og ganga að systur minni, sem stödd var í næsta herbergi og taka úr henni blóð. Ég sprautaði því í manninn, og um leið breyttist litarháttur hans. AAér fannst maðurinn vera mjög grannur, með hvasst nef og gráhærður. Ekki varð draumurinn lengri. H.S.S. Þetta er stuttur og þekkilegur draumur. Hann segir fyrir um atvik, sem þú munt verða fyrir innan skamms. Einhver vinur þinn lendir í erfiðleikum, og þú kemur honum til hjálpar. Ættingi þinn eða annar náinn vinur kemur einnig við sögu í þessu sambandi. Þú þarft að fara mjög varlega í þessu máli. Strákar með stelpum Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig og systur mína. Fyrri drauminn dreymdi mig, og var hann þannig: Ég var að ganga úti með strák, sem ég þekki ekki. Þessi strákur var vel klæddur með skolleitt hár. Við gengum inn á bókasafn, framhjá öllu fólkinu þar og að lokuðum dyrum. Gekk ég þá hægra megin við strákinn. Hann opnaði dyrnar með lykli, og við geng- um saman inn um dyrnar. Þegar við komum inn, var ég vinstra megin við strákinn. Við vorum í litlu herbergi fullu af bókum. Strákurinn tekur stóra bók úr einni hillunni, og líkist bókin mest símaskrá, en var samt enn stærri. Hann sýnir mér bókina, og lit ég á hana og athuga hvaða titil hún hafi. Allt i einu datt mér í hug, hvort strákurinn færi inn í þetta herbergi með allar stelpurnar, en þá vaknað ég. Draumur systur minnar er svona: Hún f er með strák, sem hún var með, inn í hús, að gati, sem líkist mest miðasölu í bíói og visaði strákur- inn henni leiðina þangað. Þar fékk hún umsóknar- eyðublað til þess að sækja um vist í einhverjum skóla. Hún ætlaði að borga blaðið, en þá tók strákurinn upp veskið sitt og borgaði 200 kr. fyrir. Með fyrirfram þakklæti S.S. Þinn draumur er öllu skýrari en systur þinnar. Það lítur einna helst út fyrir, að þú kynnist bráðlega ung- um, lærðum manni, sem þú hrífst af. Hér skal þó látið ósagt um, hvort náin kynni takist með ykkur. Draumur systur þinnar er harla einkennilegur. Einna helst má úr honum ráða, að hún eða einhver í f jölskyIdunni lendi í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvaða nám skuli velja og hvaða starf henti best fyrir viðkomandi. Hún ætti að gæta sín að taka ekki þátt i peningaspilum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.