Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 34

Vikan - 25.09.1975, Síða 34
Hann gengur undir nafninu Aslákur í bransanum. Raunar heitir hann Gisli Sveinn Loftsson. Hann er ■ meðalmaður á hæð, það sprettur skegg fram úr and- litinu á honum. Hann er svolitið glannalegur og galopalegur að sjá. Fólk veit aldrei, hvenær það getur tekið hann alvarlega og hvenær ekki, „þetta er nauðsyn- legt til aö skapa sér stil”, er hans skyring á þessu. Maöurinn er enginn annar en Gisli Sveinn Loftsson, gengur undir plötu- snúösnafninu Áslákur. Hann er besti plötusnúður hérlendis að margra áliti. Ég meldaði kappann heima hjá mér fyrir skömmu (og auðvitað uppá kaffi, eins og Petersen segir), og i sameiningu settum viðá blað það, sem hér fer á eftir. Gisli Sveinn, Aslákur, hefur orðið, gerið þið svo vel: ,,Ég var tiu ára, þegar ég keypti fyrstu Bitlaplötuna, sem ég eignaöist, og ef það er ekki mannskemmandi að byrja tiu ára að hlusta á svoleiðis músik, þá veit ég ekki, hvað er mann- skemmandi. Þaö má segja, að á mér sannist máltækið: Snemma beygist krókurinn. Stuttu seinna byrjaði ég svo aö lesa blaðiö Mad aö staðaldri og tel ég það hafa haftúrslitaáhrif. Fólk hefur alltaf verið I vandræöum með það, hvernig best sé að taka mig, sem alvarlega þenkjandi mann, eða sem jóker. Annars er það lykillinn að þvi að veröa góður plötusnúður að vera góður jóker, vera aldrei alvarlegur og geta gert grln að sjálfum sér.” „Barndómsárin stungu af, eitt eftír annaö. Ég fór að geta stautað enskuna mér til ánægju og fróðleiks. J^fnframt lá leiöin um hina þyrnúm stráðu braut poppsins Ég var á kafi i allskonar poppblöðum, safnaði plötum af mikilli natni. Fékk reyndar orð á mig I skóla fyrir að eiga mjög gott plötusafn og alltaf fyrstur aö eignast nýjar plötur.” „I öðrum bekk I gaggó réöumst við I það stórvirki, ég og tveir félagar minir, að smiða okkur diskótek. Við tróðum svo upp með þetta heimamixaða diskótek á einu balli, sem reyndar hlaut heldur slappan endi. Ballinu var nefnilega slaufað, er hæst stóð, vegna óheppilegs lagavals okkar. Þetta var nefnilega á þeim árum, er bannað var að vanga á skóla- böllum og auðvitað völdum við þriðja hvert lag vangalag, eftir óskum krakkanna. Núna I dag hlæjum við skólast jórinn að þessu atviki, sem átti sér stað, þegar það var i tisku að vanga. Það er ekki til siðs að vanga stelpurnar nú til dags, þeir nota orðið aðra klæki til að ná þangað, sem þeir vilja piltarnir.” „Viö getum sagt, að ég hafi ein- hvernveginn siglt inni þetta, svona meövitað og ómeövitað, pældi þetta aldrei út. Og ennþá er ég ekki vaxinn uppúr þvi að gera grin að sjálfum mér og vex sjálf- sagt aldrei uppúr þvi.” „Eitt haust, er ég lá heima við og var að lesa undir próf I reikn- ingi i menntó, fékk ég krassandi hugmynd. Ég fæ yfirleitt mfnar bestu hugmyndir við próflestur, og þvi fer stundum sem fer með prófin hjá mér. Nú, ég fékk hug- mynd og ákvað að festa kaup á diskóteki. Eölilega átti ég engar stórfúlgur i sjóðum minum, en með hjálp vandamanna tókst þetta, og ég varð diskótekeigandi. Þegar þetta var, hafði Siggi Garöars verið með sitt ferða- diskótek i gangi 111/2 ár, svo ég verðvfst aö játa, að ekki var hug- myndin orginal hjá mér”. „Fyrstu djobbin, sem ég fékk fyrir diskótekiö, voru á skólaböll- um hjá 1. H I M.T. Þetta var einn af þessum strákabekkjum, við- frægur fyrir hressileg bekkjar- partý. Mesta sportið var að bjóða stelpubekk og slá svo upp mikilli veislu með tilheyrandi ólifnaði. Og það var einmitt I einni slikri, sem ég kom fyrst fram sem plötu- snúöur með diskótekið mitt. Þennan vetur spilaði ég svo aðal- lega á skólaböllum”. „Vorið ’73, tekur Siggi Garðars sig út úr bransanum, og ég varö þvl sá eini með ferðadiskótek og Þaö réöi í fór aö lesi fór innl umboð hjá Amunda Ámundasyni, stórumboðsmanni, en Siggi hafði verið hjá honum. Þetta sumar spilaði ég fast I Tjamarbúð, á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Gekk svo fram að áramótum '73—74. Uppúr ára- mótunum var ég svo fast á laug- ardagskvöldum. Veturinn 73—74 spilaði ég mikið á miðhæðinni I Klúbbnum, þar sem nú er búið að setja upp diskótek. Einnig var ég talsvert mikiö á skólaböllum, sem haldin voru I samkomuhús- um borgarinnar. Tjarnarbúð var skemmtilegur staður að spila á á þessum tima. Þarna kom mikiö sama fólkið, og allir þekktu alla. Ég spilaði mikið þunga og vand- aða rokktónlist t.d. Stones Pink Floyd o.fl.” „Sumariö ’74 byrjaði ég fyrst að fara með hljómsveitum um landið og taka i hjá þeim á böll- um. Til að byrja með var ég á móti þvl aö auglýsa sjálfan mig I sambandi við þetta, en sá hugs- unarháttur var fljótur að breyt- ast. Ég er nefnilega búinn að sjá, aö það þýðir ekkert annað en að auglýsa og auglýsa grimmt. Plötusnúður verður að vinna sig upp á þvi, hvaö hanner, og skapa sér nafn, sem þvi nemur. Plötu- snúður verður aö vera ferskur, staðna ekki, vera alltaf með eitt- hvað nýtt I takinu. Þetta held ég, að mér hafi tekistendanlega núna I sumar”. „Siðastahaustfór ég til London á námskeið fyrir plötusnúða og þáttageröarmenn. Þar lærði ég 34 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.