Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 35

Vikan - 25.09.1975, Síða 35
rslitum þegar ég i Mad — Gisli Sveinn, Áslákur, plötusnúðum með útdeilir glassúr. aöallega, hvað maður á ekki að gera og auðvitað talsvert um það, hvemig maður getur lifgað uppá. NU, svo fór ég að vinna sem blaðamaður hjá Alþýðublaðinu og var jafnframt með diskótekið á fullu, svo það var nóg að gera hjá manni”. ,,Um áramótin '74—75 byrjaði ég svo aftur i skóla og var jafn- framt með diskótekið i fUnksjón, eftir þvi sem timi gafst til. Einnig skrifaði ég Brambolt fyrir Al- þýöublaðið einu sinni i viku. NU, svo byrjaði ég með þátt hjá út- varpinu, sem ég kallaði popp á fimmtudögum. Þetta var klukku- tima þáttur. Ég fór ótroðnar slóö- ir í gerð þáttarins, lét gamminn geysa og notáöi mikið af effekt- um, sem ég útvegaði mér erlendis frá. Ég gerði lika mikið af þvi aö kynna nýjar plötur og gaf þá hlustendum jafnframt kost á að heyra lög af eldri plötum viðkom- andi hljómsveita, svo að fólk ætti hægara með að átta sig á þróun- inni. Þetta var klukkutima þátt- ur, eins og ég sagöi áðan, og til upptöku á honum fékk ég 1 1/2 klukkutima. Ég er sannfærður um, að ég hefði getað gert helm- ingi betri þátt, ef ég hefði fengið 2 1/2 klukkutima til upptöku eins og 10 á toppnum hafði til ráöstöfun- ar. Undir lokin var þátturinn sendur beint út, og gekk það miklu betur, að mér fannst. Maö- ur haföi tilfinningu frá tækjunum og gerði færri mistök”. ,,Ég var svo rekinn frá útvarp- inu fyrir að vera of fjörugur, op- inberlega var látið heita, að það væri fyrir lélegt málfar. Þó var ég, að margra áliti, óeðlilega lengi með þennan þátt. Það höfðu nefnilega margir spáð mér stuttri viðdvöl hjá útvarpinu. En ég hugsaði bara með mér, að betra væri að vera stuttan tima með góðan þátt en langan tima með lé- legan þátt, vegna þess að ég væri svo þægilegur, að enginn tæki eft- ir mér. Það er lika álit mitt, að þessi þáttur minn hafi haft mót- andi áhrif á þáttagerð útvarpsins. Stillinn hjá manni ræður þvi, hvort maður verður vinsæll eða ekki — þú verður að vera orginal, þá nærðu langt”. ,,Ég tel mig vera á toppnum núna. Og held, að ég sé þekktasta nafnið sem plötusnúður, af þeim, sem starfa sem slikir. En allt tak- markast þetta af okkar þrönga markaði, maður getur ekki bein- linis sagt, að maður vaði i pening- um”. „Það leiðinlegasta við þetta djobb er að þurfa aö vera skemmtilegur, þegar manni leið- istlifiö, er ekki i formi, er I vondu skapi, eða stendur illa af sér hjá manni. En þetta skapar mikla reynslu hjá manni. Til dæmis er ég alveg hættur að drekka i djobbum. Góður plötusnúður á ekki að þurfa áfengi eða annað til að koma sér I stuð. Ég neita þvi svo ekki, að það væri gott að geta fengið sér bjór, ef þess væri kost- ur, maður þornar svo mikið innan frá í þessu djobbi”. ,,Það er alltaf eitthvað um piur I kringum þetta, en ekki nærri eins mikið og i kringum hljóm- sveitirnar. En það á að sjálfsögðu eftir að taka breytingum eins og annað, sem varðar vinsældir þessar stéttar”. „Asláksnafnið á sér uppruna i æsku minni. Við vorum fjórir fé- lagarnir, sem mest héldum hóp- inn. Viö hittumst oft niður i kjall- ara heima hjá einum okkar, þar sem við gerðum okkur margt til dundurs, lásum ljóð, ortum og sögöum sögur. Einhvernveginn varð til persóna, sem við kölluð- um Aslák okkar á milli, og varð hann eiginlega fimmti félaginn. Þess vegna fannst öllum sjálfsagt að nöta þetta nafn á diskótekið, og ég geng lika undir þessu nafni sem plötusnúður. Það er mjög al- gengt erlendis, að plötusnúðar noti önnur nöfn en sln eigin. Til dæmis kallar þekktasti plötu- snúður I Danmörku sig einfald- lega Tóbias og er þekktur undir þvi nafni”. „Llklega kem ég ekki til með að starfa sem plötusnúður hérlendis lengur en 1—2 ár i viðbót. Þá verö ég sjálfsagt búinn að prófa það, sem hægt er að prófa hér i þess- um bransa. Hvort ég fer þá er- lendis til að starfa sem plötusnúö- ur, veit ég ekki og þori ekki að spá um”. „Min heitasta ósk er sú, aö hér verði hægt að koma á fót frjálsri og óháðri Utvarpsstöð, og reyndar er það min bjargföst sannfæring, að Ur þessu fáist skorið á næstu fimm árum, og hver veit þá nema ég verði til þess að setja upp eina sllka”. „Ef ég hefði nægan tima og næga peninga, þá gæti ég sýnt fram á það á næstu þremur til fimm árum, aö engum er stætt á þvl að fótum troða 'frjálsa fjölmiðlun, hvorki lagalega né siðferðislega séð. Það er svo ann- aö mál, hvort það verður mitt hlutskipti, eða einhvers annars, að sýna fram á þetta”. „Ef I hart færi, yrði þrauta- lendingin sennilega sú að fara með græjurnar á báti út fyrir 4 mllur og senda þaöan. Pétur Sigurösson hjá Landhelgisgæsl- unni tjáði mér nefnilega, að öllum væri heimilt aö gera það, sem þeir vildu, allt að 4 milum, nema auövitað að um fiskveiðar væri að ræða”. „Ég held, að þessi vetur muni skera Ur um það, hvort plötusnúð- ar vinni sér sess,sem fastir aðilar i skemmtanaiðnaðinum, eftir þann hnekki, sem stéttin hefur beðið vegna grammófóna þeirra, sem veitingahúsaeigendur hafa viljað kalla diskótek”. 39. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.