Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.09.1975, Side 38

Vikan - 25.09.1975, Side 38
bað eru mörg ár, siðan þetta skeði, og margir munu sennilega furða sig á, hvers vegna ég hafi beöið svona lengi með aö skrifa niður skýringu mina á staðreynd- unum.Tilþess eru margar ástæð- ur, nokkrar þeirra koma fram i þessari sögu, — en aöalástæöan er liklega sú, að fram til þessa hefi ég veriö þekktur barnabóka- höfundur. Ég myndskreytti lika bækur minar sjálfur. Hvemig og hvers vegna ég valdi þetta lifsstarf, er löng og flókin saga og óþarfi að tiunda hana hér. bað er nóg að skyra frá þvi, aö þegar ég var um fertugt, var ég einn af þekktustu barna- bókahöfundum landsins og lika vel þekktur sem teiknari. Ég skrifaöi bókaflokk, sem seldist mjög vel og var gefinn út I stórum upplögum og oftast endurprent- aður. Bækumar voru i framhaldi hver af annarri, og mér finnst nú titlar þeirra mjög kjánalegir: Slangan á himninum, Heimska slangan, Gráðuga slangan og svo framvegis. Gagnrýnendur sögðu migvera brautryðjanda I þessari grein, þar sem ég gerði slöngu að spennandi söguhetju, eins og rit- höfundar til foma töluðu um dreka, uxa og þar fram eftir göt- unum. En í rauninni var það alls ekki það, sem vakti fyrir mér. Aðalpersónan i sögum minum var slangan Snappy: tólf metra löng og gat flogiö um viðan geim- inn og hafði yndi af þvi að taka börnin með sér i húðfellingum á bakinu, einskonar töfrateppi. Á hverju hausti kom ny Snappy- bók (fyrir utan þær, sem endur prentaðar voru), sem tók hina ungu lesendur mina með sér i ævintýraferðir til framandi furðu landa, þar sem slangan min kom niður úr hæðum með hinar sögu- persónumar, og þau lentu i hinum furðulegustu ævintýrum. Ég undraðist þaö mest, að það var heill kafli um Snappy i bók Link Talbots um fljúgandi diska og aðra furðuhluti á flugi. bessi frásögn er tilraun til að svara þeim spurningum, sem Talbot kom meö i bók sinni fyrir mörg- um árum. Égkvæntist á unga aldri, áður en ég var þekktur fyrir fyrstu bók mina, og ég valdi mér yndislega stúlku fyrir konu. Hún hét Laura. Við kynntumst i listaskólanum. Hún varð konan min, frú Thomas Silver á afmælisdaginn minn, þegar ég varð tuttugu og fjögra ára, og ég held, að það hafi veri mesti hamingjudagur á ævi minni... t næstu tólf ár bjuggum yið i unaöslegu hjónabandi. Við fórum i feröalög, skemmtileg samkvæmi og ráðstefnur og nut- um alls þess, sem fylgir þvi að vera heppinn rithöfundur. Við eignuðumsttvöbörn, dreng og telpu, og okkur kom saman um, að við hefðum allt, sem við gátum frekast óskað. bá bjuggum við i litlum bæ i Connecticut, ekki langt frá heimili Franks bróður mins og fjölskyldu hans. Frank hafði allt- af verið svolitiö undarleg mann- gerö —þrjóskur ,bæði heima fyrir og I skólanum. Hann var bylt- ingasinnaður, fullur fyrirlitn- ingar á yfirvöldum og kerfinu yfirleitt. Hann hafði samt góöa stöðu. bess vegna var það ein- kennilegt, hve hann öfundaði mig, vegna þess hve happasæll ég hafði verið i rithöfundarstarfi minu. — Ég er aðeins vesæll sölu- stjóri i litlu rafmagnsfyrirtæki, var hann vis til að segja og halla sér afturábak með háðsglott á vörum og viskýglas i hendinni. — Ég get ekki teiknað finar myndir og skrifað skemmtilegar sögur fyrir börn, eins og þessi gáfaði bróðir minn! Laura, konan min, vissi ekki i fyrstu, hvernig hún átti að taka þessum háðsglósum hans. Hann hafði alltaf lag á þvi að eyðileggja gott andrúmsloft, svo að hún forö- aöistfjölskyldusamkvæmi, ef hún gat þvi við komið, og ég skildi hana vel. Frank var eiginlega óþolandi, nema þegar hann var kominn upp i flugvélina sina og þaut um loftin blá með blikandi Atlantshafið fyrir neðan sig. bað var eins og þá væri honum létt að umgangast mig eðlilega og hann gat sjálfur verið eðlilegur, já, mannlegur. Hann hafði verið i striöinu, og það hafði veitt honum tvennt, full flugmannsréttindi og reynslu- 38 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.