Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1976, Side 2

Vikan - 29.04.1976, Side 2
/ ULLMtVÖRUM Undanfarin ár hefur Álafoss unnið að því að koma fatnaði úr íslenskri ull á markað erlendis og orðið vel ágengt. Álafoss hefur samvinnu um framleiðsluna við 14 prjóna- og saumastofur víða um land. Álafoss spinnur bandið og vefur voðirnar, en prjóna- og saumastofurnar sjá um að full- vinna flíkurnar auk þess sem að sjálfsögðu er mikið saumað á saumastofu Álafoss. Álafoss starfrækir sérstaka hönnunardeild, þar sem lögð eru á ráðin um framleiðsluna. Pálína Jónmundsdóttir er tískuráðgjafi hönnunardeildarinnar og í hennar verkahring er meðal annars að samræma hugmyndirnar, sem fram koma á hinum ýmsu prjóna- og saumastofum, óskum kaup- enda. Auk Pálínu starfar amerísk- ur hönnuður sem ráðgjafi í hönn- unardeildinni, en Álafoss leggur mikla áherslu á að nota hugmynd- ir starfsfólksins á prjóna- og saumastofunum, en að sjálfsögðu eru þær samræmdar óskum vænt- anlegra viðskiptavina. Stærstu markaðssvæði fyrir útflutningsvörur Álafoss eru í Norður og Vestur-Evrópu, Norð- ur-Ameríku og Japan, en stöðugt er unnið að því að vinna nýja markaði, og sem dæmi má nefna, að Álafoss skiptir nú við fjarlæga staði eins og St. Pierre & Miqu- elon, Andorra, Nýju-Guineu, Kór- eu og Kuwait. Það má því með sanni segja, að íslenska ullin komi víða við. Verðmæti útflutnings Álafoss á síðastliðnu ári nam 575 milljónum króna og svaraði það til 2/3 af heildarsölu fyrirtækisins. Vikan birtir nú nokkrar myndir af flíkum frá Álafossi sem nú eru á heimsmarkaðnum, og von- ar, að þær gleðji augu lesenda og gefi um leið einhverja hugmynd um, hve mikla möguleika ullin, þetta alíslenska hráefni, býður upp á. Þessar úlpur eru saumaðar af Mode/ Magasini úr voð frá Ála- fossi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.