Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 12
NAFNLAUST BRÉF FRA ÁSKRIFANDA. Ég hef skrifað þér einu sinni áður, en ég fékk ekkert svar, en nú krefst ég þess að fá svar sem fyrst. Annars hattti ég að vera áskrifandi að Vikunni, en ég vona samt, að ég sleppi við að segja henni upp. Mig langar til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar: 1. Hvaða skóla þarf að fara í til þess að læra hjúkrun? Og hvað er hjúkrun langt nám að gagn- frseðanámi meðtöldu. 2. Hvaða einkunnir þarf til þess að komast í hjúkrunarnám? 3. Hvaða mánaðardag eru Steve Hodson og Gillian Blake fædd? Þú veist Dóra og Stefán úr Kaplaskjóli? 4. Hvernig eiga bogamaður (kvk.) og fískur (kk.) saman? 5. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin og hvað lestu úr skrift- inni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Jæja, þetta er nóg, en mundu eftir aðvöruninni? Áskrifandi. Það er ekki von, að þú hafir fengið svar við fyrri hréfum, því að það er neer undantekningarlaus regla Póstsins að svara ekki nafn- lausum bréfum. Þð þorir hann vart annað en geraþá undantekningu að svara þessu bréfi þínu, því að ógnanir þínar allt að því skelfa hann. Reyndar dregur Pósturinn t efa, að þú sért áskrifandi að Vikunni, því að þú ert nokkuð ung, að árum til að vera það, varst sennilega fermd ífyrra. Hjúkrunar- nám er alllangt, ef þú œtlar að telja gagnfrœðanámið með. Hjúkrunar- skóli íslands tekur nefnilega ekki inn nemendur fyrr en að loknu að minnsta kosti tveggja vetra námi í framhaldsdeildum gagnfrœðaskól- anna og æskilegast finnst forráða- mönnum skó/ans, að nemar hafi stúdentspróf. Sjálft hjúkrunarnám- ið tekur ncer fjögur ár. Svo skemmtileg vill til, að þau Steve og Gillian eiga sama afmaslis- dag. Þau eru bæði fcedd 31. febrúar, en Steve er tveimur árum eldri. Hann er fœddur 1946 eftirþví sem við höfum komist nœst, en frökenin 1948. Skriftin er óttalega ólœsileg og Ijót, en stafsetningin hreint ekki afleit. Þú mættir vanda málfar þitt meira en þú gerir í þessu bréft. Úr skriftinni vil ég lesa sem minnst, því að hún er ómótuð ennþá. Bogmað- ur og fiskur eiga sæmilega saman. ...HRÓKUR ALLS FAGNAÐAR. Háttvirti Póstur! Eg þakka ágætt efni í Vikunni, þó sérstaklega framhaldssögurnar Dibs og Marianne. Erindið, sem ég á við þig, er svolítið flókið. Það er þannig, að ég hef í mörg ár verið að reyna að breyta sjálfri mér. Ég er feimin og það er það, sem að er. Ég hef farið að heiman til að kynnast nýjum krökkum og hef alltaf ætlað mér að vera skemmtileg, en það fer alltaf á annan veg. Þegar ég fer á ball, sit ég oftast nær úti í horni og bíð eftir „dansboði”, þó ég hafi ætlað mér að vera á gólfinu (dansgólfinu) allt kvöldið. Og nú langar mig, kæri ■ Póstur, að biðja þig um hjálp. Hvað á ég að gera? Hvort er réttar. af mér að hugsa ,,það getur hver sem er hafa sagt þetta” (ef mig langartil að segja eitthvað) eða ,,ég þori ekki að segja þetta”? Með fyrirfram þökk. Ein sem er í vandræðum með sjálfa sig. Vandamál þitt er sennilega þess eðlis að það eldist af þér, en það reynist þér sannarlega nógu erfitt á meðan þú gengur í gegnum ungl- tngsárin. Hafðu hugfast að þetta hefst ekki á nokkrum dögum, heldur kemur smám saman. Póst- inum virðist þú einmitt breyta hárrétt með því að gera þér grein fyrir vandanum og reyna að upþ-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.