Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 14

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 14
FEDn FÚSKARI HELDUR ÁFRAM VIÐ AÐ KOMA UPP HÖLLINNI SINNI. AÐ ÞESSU SINNI ÆTLAR HANN AÐ DÚKLEGGJA GÓLFIÐ MEÐ ÓBILANDI KJARKI OG BJARTSÝNI - OG GÓLFDÚK. EINS OG ENDRANÆR NÝTUR HANN AÐSTOÐAR ÞORRA VINAR SÍNS ÞRAUTGÓÐA OG LES- ENDUR GETA TREYST RÁÐLEGGINGUM HANS, ÞVÍ HANN ER FAGMAÐUR Í ÖLLU. MEÐ BRÉF UPPÁ ÞAÐ. — Dúk? Nei fjandinn fjarri mér, sagði Feddi einn morguninn við Konnu konu sína og saup hveljur, þegar hann gleypti vænan skammt af raksápunni, sem hann hafði klínt á kjálkann. — Ég er búinn að panta teppi á alla helvítis höllina eins og hún leggur sig — út í horn — og kamarinn líka, og ryksugan kemur uppúr mánaðamótunum. Og ef það nægir þér ekki, Konna, þá geturðu bara... — Hverskonar læti eru þetta, maður. Ég held þú sért ekki með öllum mjalla á morgn- ana, Feddi minn. Komdu nú hingað og fáðu þér egg og beikon, góði minn. Og þegiðu svo — hún sagði síðustu orðin það lágt, að hún var viss um, að Feddi heyrði þau ekki, því þá mundi hann springa. Alveg. En þegar Feddi hafði lætt upp í sig fyrstu eggjarauðunni, hélt hún áfram. — Ætlar þú að taka að þér að ryksuga eggjarauðurnar af eldhúsgólfinu, þegar þú ert búinn að mála það á morgnana? Fedda svelgdist á rauðunni, svo hún spýttist út um allt gólf. — Sjáðu bara. — Þetta er allt þér sjálfri að kenna, kelling, hrópaði hann og dembdi stórri beikonsneið upp í sig. — Og hver heldurðu eiginlega að fáist til að fara að dúkleggja heilt eldhúsgólf? Heldurðu bara, að ég sé einhver fjölmilli eða hvað, eða ætlastu til að ég geri það sjálfur? Já, auðvitað. Hvemig spyr ég, tautaði hann svo, það er jafngott á mig að fara að skríða eftir öllu eldhúsgólfinu... — Æi, góði vertu ekki að þessu, Feddi mirin. Þú veist það sjálfur, bla,bla,bla,bla,bla o.s.frv. og annað í sama dúr — saqði Konna. Og Feddi gafst strax upp. Hann þekkti Konnu. Hann vissi, að ef hann þegði ekki eins og steinn, mundi hún bia-blaha fram eftir degi og allt enda á sama veg. Jæja, semsagt. Nú vitið þið af hverju Feddi var mættur í dúkadeildinni hjá ,,Dúkar og Fóður" hf. seinna um daginn með stóra tösku með peningum undir hendinni og stórt spurn- ingarmerki í augunum. Honum voru sýndar svona gólfdúkar og hinsegin gólfdúkar, og eftir að hafa horft á tvær gerðir af hinsegin dúkum dálitla stund sagði hann virðulega: Þessir dúkar eru í raun og veru dáldið hinsegin. Lommér að sjá svona dúka — og benti út í horn. Svo ákvað hann að kaupa einn svona dúk, með tígulsteinsmunstri í kross. Honum datt í hug, að Konna yrði rangeygð, þegar hún færi að þvo munstrið, og það geröi útslagið. — Já, herra minn. Sjálfsagt, — sagði afgreiðslumaðurinn og náði í hnífinn. — Hvaða lengd? Feddi tók upp blað og blýant. — Þrír og tuttugu hver lengd, tautaði hann. Þorri sagði mér að taka minnst 5 sm í viðbót á hverja lengd til að gera ráð fyrir hornskekkju (hornskekkju! Höllin er sko eKki hornskökk, skal ég segja þér. Jæja það er best að láta hann ráða.) Þrír tuttugu og fimm þá. Mínus 1,36 fyrir skápnum plús 2,67 vegna útskotsins við ganginn og ... — hvað er hann annars breiður? — Þessi er 2 metrar á breidd, en hinn 2,75,- hreinsar allt gólfið. Ef einhverjir olíu- eða fitublettir eru á gólfinu, verður þú að ná þeim af, hvernig sem þú ferð að því. Síðan tekur þú dúkrúlluna, leggur hana á gólfið og rúllar dúknum út svo hann liggi flatur. Það er svo best fyrir þig að láta hann liggja svoleiðis yfir nóttina til þess að hann aðlagist hitanum í herberginu. Venjulega þarf til þess eina 4—5 tíma minnst. Ef þú getur ekki lagt dúkinn allan flatan, skaltu bara losa um rúlluna og láta hana liggja þannig yfir nóttina. — Já, tveir metrar, já. Tvær breiddir gera fjórir metrar. En nú er gólfbreiddin ekki nema 370. Ég verð þá víst að kaupa tvær breiddir á lengd. 6 metrar og 50 sm. Svo verð ég að gera ráð fyrir einhverju aukalegu til að munstrið geti fallið saman. Heyrðu vinur, ég held það best, að þú kalkúlerir þetta fyrir mig, — sagði Feddi við afgreiðslumanninn. Þegar dúkurinn hafði verið vandlega skor- inn niður, spurði Feddi um lím, eins og Þorri hafði uppálagt honum að gera, því það getur verið um ýmsar límgerðir að ræða, og af- greiðslumennirnir eiga að segja þér hvaða lím- tegund á við dúkinn, — og að svo búnu opnaði Feddi töskuna og fór að telja. — Jæja, ég er kominn með dúkinn, sagði Feddi í símann við Þorra, þegar hann kom heim. — Og heila helvítis glannatunnu af lími. Á ég svo bara að hella úr tunnunni á gólfið og demba dúknum á, eða hvað? — Vertu nú aldeilis rólegur, Feddi minn. Líttu nú á. Þú dúkleggur ekkert í kvöld, vinurinn. Fyrst ferðu út í höll með góðan gólfkúst og jafnvel sköfu til að hreinsa skítinn vel af gólfinu. Svo sópar þú vel og vandlega og — En get ég þá ekki skorið dúkinn til í kvöld? — Nei, bíddu með það til morguns, ef dúkurinn skyldi eitthvað breytast í hitanum. Þér liggur hvort sem er ekki svo á. Annað kvöld getur þú svo farið í að skera dúkinn til. Þá verður hann líka orðinn viðráðanlegri. Áður en þú ferð að skera dúkinn, er ábyggilega best fyrir þig að gera teikningu af gólfinu. Þá verður þú að hafa tommustokk og mæla allt nákvæmlega. Mæla og teikna öll út- og innskot og skrifa við það málið. Vertu nú nákvæmur og gerðu þetta vel, svo þú eyðileggir ekki dúkinn. Þú verður jafnframt að muna eftir að skera hann þannig til, að munstrið passi saman. — Svo Konna verði ekki rangeygð? — Svo þú hellir ekki úr kokteilglasinu, maður. Jæja, svo ferðu úr skónum og í inni- skóna... — Ég ætla ekki að sofa í eldhúsinu, enda sef ég aldrei'í inniskónum.. — Nei, ég veit það. En ég held það sé betra, að þú sért í inniskónum heldur en engu, því ég veit, að þú ert svo skítugur á löppunum. Svo 14 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.