Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 15
OÚK átt þú að sópa gólfið og hreinsa VEL og vandlega, helst með litlum kústi. Síðan leggur þú dúkinn á — þegar þú ert þúinn að skera hann til — og fullvissar þig um, að hann passi vel. Síðan tekur þú hann af aftur og ferð með hann út úr kokkhúsinu og leggur hann á einhvern hreinan stað — ef hann er þá til. Svo tekur þú límspaðann — þú keyptir hann, var það ekki? Með réttri tannastærð. Var af- __ greiðslumaðurinn með rétta tannastærð? — Eldhúsdúk? Hvað ertu að rövla, maður? Þú veist, að ég ætla að hafa teppi alls staðar nema þar. Hún Konna heimtaði að... — Baðstu um eldhúsdúk? — Baðstu um. Baðstu um. Hvað áttu við, eiginlega? — Ég á við, að það eru til allskonar dúkar. Svona dúkar og hinsegin dúkar. Sumir eru ætlaðirtil að hafa á stigum, sumir á eldhúsum, sumir á göngum o.s.frv. — Já, þetta er allt í lagi vinur. Ég keypti svona dúk. Pakkinn kemur í fyrramálið. Viltu hafa það sömu tegund og síðast? — Ég vil ekki nein helvítis „svona" tegund. Ég vil hinsvegin, þú veist. — Ókey, Þorri minn. Heyrðu, Þorri. — Mér sýndist hann bara vera alveg t tannlaus. Alla vega ef dæma má eftir því j hvernig hann kjaftaði. — Ég á við rétta tannastærð á spaðanum, fáviti. — Já, já, já, Þorri minn. Ég bað um rétta tannastærð. — Jæja, vertu ekki alltaf að tefja mig. Þú berð límið á gólfið með spaðanum og dreifir vel úr því. Þú berð bara undir eina lengd í einu. Svo setur þú dúkinn á og þrýstir honum vel niður í límið og passar vandlega, að engar loftbólur leynist undir dúknum. Ef eitthvert horn dúksins eða endar vilja rúllast upp, máttu leggja ofan á hann eitthvað, en alls ekki neitt þungt. Nú, svo ferðu bara eins að með það, sem eftir er af dúknum. Búið spil. Þetta er enginn vandi, maður. Bara gera það vel og vandlega. Þú mátt svo senda mér þennan venjulega pakka með m'orgunpóstinum, ef þú vaknar, Feddi minn. Heyrðu, Feddi. Þú ert búinn að kaupa dúkinn, segirðu. Keyptirðu eldhúsdúk? — Já, ég er hérna ennþá. — Hún Konna var að tala um... — Hana nú. Fékk Konna nú málið? — ...að ég ætti kannski að betrekkja borð- krókinn. Hvort á ég þá að bera límið á vegginn eða „trekkið"? — Ef þú ætlar að tala um betrekk, þá skaltu tala við veggfóðrara, skal ég segja þér. Það heitir nefnilega veggfóður. En þegar þú kaupir veggfóður, skaltu bara spyrja afgreiðslumann- inn — þennan tannlausa — hvort eigi að bera á vegginn eða fóðrið. — Hann er ekki tannlaus. Ég sá það, þegar hann tók á móti peningunum. — Og ef á að bera á veggfóðrið, þá klippir þú auðvitað lengjurnar til fyrst og athugar, að mynstrið passi, berð síðan á hverja lengju fyrir sig, en leggur þær síðan til hliðar með límhliðina saman, til helminga. Svoleiðis eiga þær að liggja í 3—4 mínútur, áður en þú tekur þær sundur og festir þær á vegginn. Sendu hann helst fyrir 10. — Senda hvern? — Þennan hinsegin. - Þ... hins...? KARLSSON. NÝRGRUND- VÖLLUR VÍSI - TÖLU BYGGING- ARKOSTNAÐAR i desember 1975 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um nýjan grundvöll vísitölu byggingar- kostnaðar. Samkvæmt þeim er hafinn útreikningur með grunntölu 100 í október 1975, og í þeim sama mánuði var eldri vísitalan reiknuð í síðasta sinn. Vísitala byggingarkostnaðar hefur verið reiknuð síðan 1914: Með lögum nr 25/1957 var ný vísitala byggingarkostnaðar sett á laggir. Grundvöllur hennar var í gildi til hausts 1975, er hin nýja vísitala tók við. Byggingarkostnaður er mikilvægur þáttur í hagkerfinu og þarf því að vera tiltæk sem best vitneskja um hæð hans og samsetningu, og um breytingar, sem á honum verða. Auk þess hefur þessi vísitala verið notuð sem tæki til hagnýtra verkefna, annars vegar samkvæmt ákvæðum í lögum og reglugerðumog hins vegar samkvæmt ákvæðum í samningum aðila um, að tilteknar fjárgreiðslur skuli fylgja breytingum visitölunnar. Fyrst komu lagaákvæði, þar sem heimilað var eða gert skylt, að vátryggingarverð húsa breyttist samkvæmt vísitölu byggingarkostn- aðar. Samhliða þeim ákvæðum, var kveðið svo á í lögum, að við sölu á íbúðum félaga í byggingarfélögum verkamanna og í bygging- arsamvinnufélögum skyldi söluverð ákveðið á grundvelli breytinga, er orðið hefðu á vísitölu byggingarkostnaðar. Hliðstæð ákvæði um notkun vísitölunnar við sölu á íbúðum innan byggingarsamvinnufélaga eru í lögum um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Um efni þessara ákvæða vísast til viðkomandi laga. Þá hefur vísitala byggingarkostnaðar verið notuð við almenna samningsgerð í vaxandi mæli. Þannig er i mörgum húsaleigusamning- um kveðið svo á, að leiga skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar. Ekki eru nein ákvæði um þessa vísitölu í lögum eða reglugerð, og byggist því notkun hennar í samningum einvörðungu á samkomulagi aðila þar að lútanai. Á undanförnum árum hefur kveðið meira og meira að því, að í samningi verktaka og verkkaupa væri kveðið svo á, að greiðslur samkvæmt honum skyldu fylgja vísitölu bygg- ingarkostnaðar. Hefur þörf fyrir slíka verð- tryggingu aukist með vaxandi hækkun bygg- ingarkostnaðar á seinni árum. Enn fremur hefur allmikið kveðiðað því, að byggingarfyrir- tæki seldu ófullgerðar íbúðir og jafnvel íbúðir á fyrsta stigi byggingar með því ákvæði, að íbúðin skyldi afhendast fullgerð og með söluverði, er fylgdi hækkun visitölu byggingar- kostnaðar til afhendingartíma. Vísitala byggingarkostnaðar er áfram reikn- 18. TBL. VIKAN 15 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.