Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1976, Síða 16

Vikan - 29.04.1976, Síða 16
uð fyrir aðeins eina tegund byggingar, þ.e. fyrir íbúðarhús af algengri gerð. Raddir voru uppi um, að æskilegt væri að koma á fót vísitölum fyrir fleiri tegundir bygginga, en ekki var lagt út í það. Hér skiptir það meginmáli, að sundurgreining nýju vísitölunnar á verkþætti og byg.^ingarstig á að bæta verulega úr þeirri vöntun, að ekki er reiknuð vísitala nema fyrir eina tegund byggingar. Þá er og vísitala byggingarkostnaðar áfram miðuð við einn stað á landinu, þ.e. Reykjavík. Mikil vandkvæði tæknilegs eðlis fylgja því að hafa vísitölur fyrir stað eða staði utan Reykjavíkur, auk stórmikils kostnaðar. Hérferá eftir stutt greinargerð um hinn nýja grundvöll vísitölu byggingarkostnaðar. „Vísitöluhúsið" er fjölbýlishús í Reykjavík, nánar tiltekið eitt stigahús (endastigahús) af Sjö fyrstu aðalflokkarnir (nr. 01 —07) skipt- ast í tvo undirflokka, þar sem vinnuliðir eru í öðrum og efnisliðir í hinum. Trésmíðaflokkur- inn skiptist þó í 3 undirflokka, því að auk flokka með hreinum vinnuliðum og hreinum efnislið- um, er hér flokkur með efni og tilheyrandi vinnu, sem ekki er unnin á byggingarstað. í lið 08 telst vinna stjórnanda vélar með vélavinnu, á sama hátt og útgjaldaliðir aksturs fela í sér laun bílstjóra og rekstur bifreiðar. Með þessari skiptingu á vinnuliði og efnisliði er auðvelt að reikna og birta vísitölu hvers þessara aðalþátta. — I hreinum vinnuliðum eru aðeins laun, sem greidd eru fyrir verk unnið á byggingarstað. — Útgjöld til teikninga eru ósundurliðuð og ákveðin sem hundraðshluti (4%) af heildarút- gjöldum í flokkum 01 — 10, þar eð erfitt er að fylgjast með breytingum á þessum útgjaldaliö þrem í fjögra hæöa íbúðarblokk. Neðsta hæðin erámörkumþessaðteljastjarðhæðeðakjallari. i stigahúsi þessu eru 10 íbúðir, þrjár 2ja herbergja, þrjár 3ja herbergja og fjórar 4ra herbergja íbúðir. Á jarðhæð (kjallara) er ein íbúð, geymslur, þvottahús o.fl. Bílskúrar fylgja ekki húsinu. Flatarmál (utanmál) hússinser240 m2 og rúmmálið 2844 m3. Það er byggt í samræmi við byggingarsamþykkt Reykjavíkur og önnur opinber ákvæði um byggingu íbúðarhúsa í þéttbýli. Allur byggingakostnaður er miðaður við verðlag í Reykjavík og nágrenni. — í hinum nýja grundvelli er allur kostnaður við byggingu hússins, þó ekki útgjöld til skrifstofustarfa og til fjármögnunar byggingar- kostnaðar. Slík útgjöld er erfitt að meta og grundvöll vantar til framfærslu þeirra. og að sundurgreina hann. Útgjöld til lóðarfrá- gangs eru miðuð við algengan frágang á lóð við sambýlishús. Hér er um að ræða kostnað við gróðurmold, þökur, afmörkun eða girðingu lóðar, malbikun á bílastæðum, hellulagningu gangstíga o.fl. — I opinberum gjöldum er gatnagerðargjald stærsti liðurinn (gjald á 4ra hæða íbúðarblokk í Reykjavík), en auk þess eru í þessum flokki byggingar-, leyfis- og skipu- lagsgjöld, heimæðargjöld hitaveitu og raf- magns og iðgjald af brunatryggingu hússins í smíðum. Til viðbótar þessari flokkaskiptingu, er útgjöldum vísitölunnar í hverjum flokki 01 — 10 skipt í byggingaráfanga ( því skyni, að reiknuð verði vísitala fyrir hvern þeirra. Um er að ræða þrjú byggingarstig, og er þau þessi: Skipting eftir starfsgreiningu og b yggingaráfanga. Útgjöldum vísitölunnar er skipt í 13 aðal- flokka, sem eru þessir. 01 Trésmíði 02 Múrverk 03 Pípulögn 04 Raflögn 05 Blikk- og járnsmíði 06 Málun 07 Dúklögn og veggfóðrun 08 Vélavinna, akstur og uppfylling 09 Verkstjórn og ýmis verkamannavinna 10 Ýmislegt (hiti, rafmagn, vinnuskúr o.fl.) 11 Teikningar 12 Frágangur lóðar 13 Opinber gjöld /. Frá upphafi byggingar og þar ti/ hús er fokhelt. Fokhelt telst húsið, þegar lokið hefur verið byggingu burðargerðar hússins og frágangi þaks að utan (Þó án málningar) ásamt með rennum og niðurföllum. Fokheldur stigi fylgir og bráðabi rgðalokun útidyra og glugga (með plasti), enn fremur frágangur utanhúslagna og sökkla að utan og fyllingar að þeim. //. Frá fokheidu og þar til hús er tilbúið undir tréverk. Við fokhelt hefur hér bæst það, er nú skal greina: Steinskilrúm, einangrun útveggja og þaks, varanleg glerjun, útihurð, múrhúöun inni og úti, framlenging vatns- og skólplagna að tækjum, hitalögn, og tenging tækja, framleng- ing raflagna í múr og einangrun með tengidósum og töflum, frágangur þakrenna og niðurfalla, frágangur svala og stigahandriða, málning úti og inni á stigagangi og annarri sameign og fullnaðarfrágangur á stigum, tréverk í sameign (þar með innihurðir íbúða), fullnaðarfrágangur á raflögn í sameign, dyra- símakerfi og sorpútbúnaður. — Hér á með öðrum orðum að vera kominn fullnaðarfrá- gangur á allri sameign íbúða í húsinu. ///. Lokaáfangi byggingar. Stærstu kostnaðarliðir hér eru innréttingar, hurðir, teppa- og dúkalögn, hreinlætistæki, málning o.fl. — allt sérkostnaðru einstakra íbúða. Allar hurðir í (búðumeru.úr harðviði, stofugólf eru teppalögð, og eldavél fylgir hverri íbúð. Útgjaldaflokkum 11 — 13, þ.e. útgjöldum vegna teikninga, lóðar og opinberra gjalda, er ekki skipt í byggingarstig, þar sem þau eru sérstaks eðiis og tilgangslítið að skipta þeim á áfanga. — gert er ráð fyrir, að þessi sundurgreining vísitölunnar auki hagnýt not hennar til mikilla muna í sambandi við gerð verksamninga o.fl. Samkvæmt eldri vísitölu byggingarkostn- aðar var kostnaður á rúmmetra 18458 kr., en 17838 kr. samkvæmt hinum nýja grundvelli hennar, hvort tveggja miðað við verðlag í október 1975. Þótt af ýmsum ástæðum sé hæpið að bera þetta saman, er hér furöu mikið samræmi milli byggingarkostnaðar samkvæmt gömlum og nýjum grunni. Minnt skal á það í þessu sambandi, að nýja vísitöluhúsið er íbúðarblokk með 10 ibúðum, en það gamla hús með'4 íbúðum. Vipnulaun eru hlutfallslega minni í nýju vísitölunni en hinni eldri, og á það sérstaklega við um launaútgjöld til ófaglærðra verka- manna, þótt það komi ekki fram í yfirlitinu. Efniskostnaður er hins vegar þyngri í þeirri nýju. Það stafar meðal annars af því, að innréttingar eru vandaðri í nýju vísitölunni. Mismunur á kostnaði við vélar og akstur stafar aðallega af því, að nú er öll steypa flutt á byggingarstað án sérstaklega reiknaðs flutn- ingskostnaðar, en er 1955-vísitalan var sett á laggir fylgdi mikill kostnaður flutningi steypu- efnis á byggingarstað. Kostnaður við teikning- ar er að verulegu leyti áætlaður í báðum vísitölunum. Opinber gjöld eru þyngri í eldri vísitölunni, þar eð gatnagerðargjald á gamla vísitöluhúsinu var hærra á rúmmetra en er á því nýja. Munurinn stafar af því, að gatnageröar- gjald á rúmmetra er samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar miklu lægri á íbúðarblokk- um en á húsum af þeirri stærð, sem gamla vísitalan var við miðuð. — Lóðarfrágangur var ekki meðtalinn svo nokkru næmi í gömlu vísitölunni, en í hinni nýju er hann tekinn með að fullu. Það mundi taka of mikið rúm að birta hinn nýja grundvöll vísitölu byggingarkostnaðar með fullri sundurgreiningu, en hér fer á eftir samandregið yfirlit starfsgreinaflokkunar, þar sem sýnd eru heildaútgjöld við byggingu vísitöluhússins, ásamt með skiptingu þeirra á aðalflokka og undirflokka og eftir byggingar- áföngum. Miðað er við verðlag á grunntíma Vísitölunnar, þ.e. október 1975. icr cnvnvcn oMLUrl tl I I HVAt) I ÞEbSU, ER HANN VINSAMLEGA BEÐINN UM AÐ LÁTA MIG VITA.) KARLSSON. 16 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.