Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1976, Side 33

Vikan - 29.04.1976, Side 33
MARIANNE til þess að spyrja um heilsu hennar, eða hann lét einhver hversdagsleg orð falla. Að því slepptu beindi hann töfrum sínum að hinum fjölmörgu konum, sem voru stöð- ugt flögrandi í kringum hann, skrjáfandi, ilmandi hópur. Madame Talleyrand virtist taka þessu með jafnnaðargeði, þess vegna undraðist Marianne hversu döpur hún var i þetta sinn. Hún fór að hugsa um, hvort skeytingarleysi hennar væri aðeins hjúpur, sem hún sveipaði sig til þess að dylja harm sinn. Undrun hennar varð enn meiri, þegar furstafrúin sagðist ekki hafa þörf fyrir hana þetta kvöld, en í þess stað skyldi hún búa sig undir að mæta í viðhafnarstofunni eftir kvöldverð. ,,Án yðar?” , Já, án min. Furstinn vill að þér syngið. Dussck, hinn frægi Tékki ætlar að spila og sömuleiðis hörpu- leikarinn Niedermann, en Libon mun leika á fiðlu. Þér eigið að vea mun leika á fiðlu. Þér eigið að vera eins konar skrautfjöður I hattin- um.” Marianne varð dálítið skelkuð við tilhugsunina um að eiga að koma fram ásamt þremur fyrsta flokks tónlistarmönnum. Þrátt fyrir daglega tilsögn Gossecs, hlýja hvatningu hans og lof, þá var hún ekki viss um að rödd hennar og hæfileikar hrykkju til. Á hinn bóg- inn gat það verið mikilvægt fyrir hana að syngja í svona fínu samkvæmi. En hún ætlaði að ræða þetta við Gossec fyrst og bera það undir hann, hvað hún ætti að synjga. Hvað svo sem úr yrði, þá var henni fullljóst, að fyrirskip- unin kom frá æðri stöðum og hún gat ekki neitað þessu. Þetta var einn liðurinn í samkomulagi hennar og Talleyrands. Hún varð þess vegna að hlýða, jafnvel þótt henni fynd- ist furstinn hafa verið fullóþolin- móður að láta hana standa við orð sín. Rétt fyrir klukkan ellefu þetta kvöld, yfirgaf Marianne herbergi sitt. Gestirnir sem ekki höfðu verið I sjálfu kvöldverðarboðinu, voru farnir að flykkjast að og sjálf veislan varað hefjast. Utan úr forgarðinum hafði þessar síðustu mtnútur borist vagnskrölt og hringl I aktygjum, upphrópanir ökumanna og þjóna, sem nær drekktu fiðlutónunum er bárust að neðan. Hún gekk framhjá stórum spegli og staldraði við. Þótt hún kviði því sem I vændum var, vissi hún, að útlit hennar var eins og best varð á kosið. Kjóllinn, sem var úr grænu silki, fór henni vel, en hún var í vafa varðandi flegið hálsmálið. Sniðið var alveg á mörkum almenns vel- sæmis og dró fram í dagsljósið ljóst hörund hennar, ávöl brjóst og axlir. Framhald í næsta blaði. BINNI & PINNI 18. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.