Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 38
ARNI BJARNASON FLEYGI FERÐ INDIANAPOLIS Indianapolis 500 er einhver hættulegasta kappakstursbraut í heimi. Þrjátíu og þrír bílar fá að taka þátt í hverri keppni. Jackie Stewart, fyrrverandi heimsmeistari í Formula I, keppti í síðasta skipti á Indianapolis 1966. Hann sagði, að ef ökumaður léti ekki lífið í keppni, væri mikil hætta á, að hann yrði troðinn undir. Bílar, sem keppa í Indy 500, eru ekki ósvipaðir Formula I bílum, en mikið kraftmeiri. Formula I bílar eru yfirleitt rúm fjögur hundruð hestöfl, en bílar, sem þátt taka í Indy 500, eru um þúsund hestöfl, svo munurinn er gífurlegur. — Ég hef krassað í beygju á Indianapolis og það var hryliilegt, sagði fyrrverandi heimsmeistari í Formula I, Jochen Rindt, nokkr- um mánuðum áður en hann iét lífiðá Ítalíu. — Indianapolisbrautin er mjög þröng, en í einni beygju hlekktist næsta bíl á undan á, ég sló af, steig á kúplinguna og reyndi að bremsa, en hraðinn var alltof mikill og brautin of þröng til að ég kæmist framhjá, ég rakst á steinvegg svo bíllinn brotnaði í tvennt og þeyttist út á brautina 38 VIKAN 18. TBL. aftur. Það eina, sem komst að hjá mér, sagði Rindt, var að komast út úr flakinu. Hann reif af sér öryggisbeltin og henti sér út á brautina, þar sem hinir bílarnir þutu framhjá með ógnarhraða, en rétt er Rindt hafði komist úr flaki bílsins var keyrt á það, svo Þetta er Duesenbergbifreið og ökumaðurinn er enginn annar en Eddie Rickenbacker, sem fáum árum seinna varð einn frægasti orustuflugmaður Bandaríkjanna í fyrri heimstyrjö/dinni. Ricken- backer tókst að ná tíunda sæti i keppni, sem fram fór 1913. Miller 91 heitir þessi bíll og hafði 285 hestafla vét með 8000 snún- ingum. 1926 tókst Frank Lockhart að vinna Indy 500 á Miller 91, en Lockhart lést nokkrum árum seinna, þegar hann var að reyna að setja hraðamet á bíl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.