Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 29.04.1976, Blaðsíða 40
SNJÓR Í STÓRUM SAL. Kæri draumráðandi! Ég hef alltaf ætlað að senda þennan r' aum, en ekki haft mig í það fyrr en nú. Hér kemur svo draumurinn: Mér fannst ég vera stödd heima á .... Ég var að horfa á sjónvarpið með öllum krökkunum, en .... var niðri í okkar her- bergi. Svo stend ég upp og mér finnst ég halda á einhverju, sem ég man ekki hvað var. Ég sagðist ætla niður til .... og bauð góða nótt. Svo fannst mér ég vera komin niður, en þar var allt miklu stærra og öðru vísi en það er í rauninni. Þetta var bara eins og stór salur með mörgum skotum. Á miðju gólfi var stór bunki af staurum. Mér fannst þetta vera unnið timbur, en samt voru þessir staurar með berkinum utan á. Ég var að ganga yfir gólfið og ætlaði að leggja leið mína inn í herbergið okkar ...., en það var úti í skoti og var snjóskafl rétt fyrir framan dyrnar. Snjóskaflinn náði upp á miðja hurð og þar var líka timbur. Mér fannst eins og hola væri fyrir framan dyrnar. Allt í einu var sagt fyrir aftan mig: Ef ég verð ekki kominn í október, þá en ég vissi, að maðurinn, sem þetta mælti, var dáinn. Ég varð svo hrædd, að ég stífnaði alveg upp og kom ekki upp nokkru hljóði. Ég reyndi að ganga aftur á bak að dyr- unum og reyndi að hrópa á hjálp, en úr kverkum mé: koma ekkert nema óhugn- anlegt hvísl. Allt í einu var komin stór hurð og há þrep — þrjú eða fjögur — í snjóinn, og datt ég aftur fyrir mig í þessum þrep- um, en mjakaði mér síðan upp þau. Reyndi ég stöðugt að hrópa á hjálp, en var stjörf af hræðslu, svo ekkert hljóð heyrðist. Ég gat mjakað mér alveg upp að dyrunum, tók snjó eða eitthvað og lamdi í hurðina, og þá tókst mér að hvísla: .. Þá sá ég, að .... lá í sófanum. Hann stóð mjög snöggt á fætur og kom hlaupandi, eða öllu heldur stökkv- andi til mín. Ég vaknaði við það, að hann tók utan um mig. Ég tek það fram, að ég sá aldrei framan í hann. Maðurinn, sem ég var svona hrædd við, var gamall, í íjósum buxum og Ijósri mittis- blússu, sem var með teygju eða stroffi í mittinu. Hann var með köflóttan ullar- trefil og köflóttan sixpensara. Ég man ósköp lítið eftir andlitinu. Mig dreymdi þennan draum 16. janúar, sem er .... Mér finnst eins og setningin, sem ég strikaði undir, hafi eitthvert sér- stakt gildi. Þakka ég svo bara fyrirfram móttökuna á bréfinu, og ég vonast eftir góðri ráðningu, því að mér er þetta svo mikilvægt. Snúlla. Draumráóandi er hræddur um, að þessi draumur sé fyrir einhverju veikindastríði, og ráðieggur þér eindregið að fara var/ega, ef þú færð einhverjar umgangspestir, því að öiium iíkindum ertu iiia undir þær búin sem stendur. Þú þarft þó ekki að óttast langvarandi veikindi, því aö endir draums- ins staöfestir að allt fer vel að lokum. AFTURFARINAÐSKÚRA. Kæri draumráðandi! Mig langar að fá ráðinn draum, sem mig dreymdi í fyrravor, rétt eftir að ég hætti í vinnu, sem ég hafði stundað í tæpt ár. Mér fannst ég vera byrjuð að vinna þarna aftur, og byrjaði ég á því að skúra langan gang, en það gerði ég á hverjum morgni. Hann var svo hræðilega skítugur, og eg hugsaði með mér, að ekki mætti maður skreppa frá smátíma, þá drabbaðist allt niður og fannst mér ég vera mjög mikilvæg persóna! Og sem ég hamast þarna finn ég gullhring í öllum skítnum. Hringurinn var með brúnum steini. Mér fannst hringurinn vera mjög fallegur og mátaði ég hann, en hann var þá alltof lítill. Ég stakk honum þá inn í skáp og hugsaði með mér, að hann hlyti að passa á einhverja aðra stelpu þarna. Ég var þá einkum með eina vinkonu mína í huga, en hún heitir.... Svo hélt ég bara áfram að skrúbba skít. Með þökk fyrir ráðninguna á þessum draumi sem og fyrri draumum mínum. Draumadísa, Þessi draumur er áreiðanlega fyrir ein- hverju fjárhags/egu happi. Ekki þó stóra vinningnum í happdrættinu, miklu fremur kauphækkun eða betur launuðu starfi. Líkindi eru ti/ þess, aö þú látir fleiri njóta góðs af velgengni þinni. ek ég fram á slasaða rollu, sem lá út ( vegkantinum, og hlupu tvö lömb ( kringum hana. Ég stekk út úr bllnum og sé að hún er öll í blóði, sérstaklega á hálsinum og álít ég, að það hafi verið ekið á hana. Þá fer rollan að tala við mig, en mér brá ekkert við það, fannst það alveg eðlilegt, og segir hún, að það hefði verið betra, ef hún hefði fengið að deyja í stað þess að slasast svona mikið. Síðan biður hún mig að deyða sig. Ég tek þá ákvörðun, að best sé að mölva á henni hausinn og fer ég inn í geymslu á bænum, þar sem ég hef verið í sveit, og sæki stóra sleggju. En þegar ég ætla að fara að deyða hana og er komin með sleggjuna á loft, er komið svo margt fólk í kringum mig, að það varð ekkert af því, að ég dræpi hana. i því vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðningu, ef hún verður. HKS. Draumur þessi er fyrir nýstárlegri reynslu, semþú verður fyrir. Þér verðu fa/ið ábyrgð- armikið starf, sem þú heldur / fyrstu, að þú sért ekki manneskja til að valda, en þegar þú mætir allmikilli andstöðu í starfinu, færistu öll í aukana og leggur allt kapp á að standa þig. Gangiþér ve/l SLÖSUÐ ÆR. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan einkennilega draum, sem mig dreymdi. Ég var að aka í bíl úti á þjóðvegi, ekki langt frá þar sem ég hef verið í sveit. Þá Svar til fíósu. í þínum sporum myndi ég ekki taka þennan draum alvarlega, því að hann snertir sjálfa þig harla lltið og þú getur ekkert gert til þess að koma I veg fyrir þær afleiðingar, sem í honum eru boðaðar. Þegar draumurinn er hins vegar kominn fram, ættirðu að reynast vinkonu þinni haukur í horni, þvi að það ertu áreiðan/ega fær um. Svar tilJósefínu. Láttu ekki hugfallast. Hertu þig upp og reyndu að berjast gegn allri uppgjöf þinna nánustu. Vænlegasta leiöin hlýtur að vera að ganga á undan með góóu fordæmi, því að svo virðist sem þeim verði ekki ta/ið hughvarf. MIG ÐREYMÐI 40 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.