Vikan - 15.07.1976, Blaðsíða 4
til dæmis að því að læra heilan
ballett?
— Ég veit það nú eiginlega
ekki, þetta kemur bara einhvern
veginn. Ballettar byggjast allir upp
á ákveðnum sporum, sem hver
dansari verður að kunna, svo að
hann lærir í sjálfu sér ekki annað
en að raða hinum ákveðnu spor-
um og hreyfingum rétt saman í
takt við tónlistina. En það tekur
oft langan tíma að læra það svo
vel sé. Að vísu er það misjafnt eftir
því hvort dansarinn þekkir verkið
fyrir eða ekki.
— Ég tók eftir því, að ballett-
meistarinn var sífellt að hrópa
einhverja upphrópanir á skolla-
frönsku, sem ég skildi ekki vitund
í. Hvað var hann að hrópa?
— Þetta eru heiti á sporum og
snúningum, sem hann kallar upp
jafnóðum og á að framkvæma þá.
Hver hreyfing hefur sérstakt heiti,
sem dansararnir þekkja. Þannig er
hægt að skrifa ballett upp eins og
sönglag. Allir klassískir ballettar
eru til uppskrifaðir og eru því alltaf
eins í meginatriðum, en ballett-
meistarinn, sem stjórnar flutningi,
útsetur hann eftir eigin höfði
hverju sinni. Þegar Coppelía var
sett upp hér, varð Alan Carter að
breyta heilmikið út frá handritinu
til að samræma verkið kunnáttu
okkar og aðstæðum öllum.
— Hafa nemendur í listdans-
skólum ekki fengið að æfa atriði úr
hinum og þessum verkum í skól-
anum, þannig að þeir þekki nokk-
uð hin ýmsu verk?
— Nei, þeir læra bara þessi
ákveðnu spor og hreyfingar.
— Standa nemendur þá bara
við slána og....?
— Nei, nei, þar eru þeir bara
meðan þeir eru að hita upp eins og
kallað er, en síðan fara þeir út á
gólfið og gera gólfæfingar, sem
einkennast af hröðum sporum og
hægum og yfirleitt öllum sporum,
sem stigin eru í listdansi. í fyrstu
eru sporin fá, en smátt og smátt
bætist við þar til dansarinn hefur
yfir nægilegum sporaforða að
ráða til að geta dansað flesta
balletta. En atriði úr ballettum
dansa þeir ekki nema verið sé að
æfa fyrir sviðssetningu.
— Er listdansnám þá ekki til-
breytingarlaust?
— Alls ekki. Kennarinn semur
eiginlega ballett á hverri æfingu.
Hann raðar saman hinum ýmsu
hreyfingum á ótal vegu líkt og
jassleikari sem impróvíserar,
þannig að næstum má líta á hverja
æfingu sem sjálfstæðan ballett.
Hinar venjulegu æfingar eru því að
Mikið er nú gott að geta tyllt sér
niður smá stund, en ekki situr
Auður aðgerðar/aus, því hún dytt-
ar að búningnum, sem hún á að
dansa i á sýhingunni.
4 VIKAN 29. TBL.