Vikan

Issue

Vikan - 12.08.1976, Page 3

Vikan - 12.08.1976, Page 3
hússkreytinga og innréttinga- hönnunar? — Nei, það hef ég ekki gert, en eftir stúdentsprófið hafði ég áhuga á arkítektúr, en þar sem ég hafði ekki tækifæri til þess að mennta mig á því sviði hér heima, settist ég í verkfræðideild háskól- ans. Þá lærði ég m.a. tækni- teiknun, svo að þetta nám var það næsta sem ég komst námi í arkítektúr hérlendis. Þetta var þó bara stutt gaman, því að fljót- lega eftir að ég hóf nám, varð ég ,,frú" og þar með byrjaði ég að fjölga mannkyninu, og þá lauk gamninu. Þau hjónin eiga tvo syni, sá yngri er 4ra ára og sá eldri, 14ára. — Hvenær byrjaðir þú að aðstoða aðra við innanhússkreyt- ingar? — Við hjónin byrjuðum að byggja í sambýlishúsi og þá teikn- aði ég sjálf innréttingarnar. Margir urðu hrifnir af hugmyndum mín- um og brátt fóru vinir og kunn- ingjar þess á leit við mig, að ég aðstoðaði þá við að innrétta þeirra íbúðir. Ég hafði mjög gaman af þessu og einhvern veginn atvik- aðist það svo, að fleiri og fleiri báðu mig um aðstoð, og nú er svo komið, að ég hjálpa fólki við innanhússkreytingar og breytingar í tómstundum. Sá kostur fylgir þessu starfi, ég vil þó ekki kalla þetta starf, heldur tómstunda- vinnu, að ég ræð algerlega hvenær og hvernig ég vinn, og er þess vegna ekki þvinguð áfram. — Jú, ég get ekki neitað því, að minn smekkur og þeirra, sem ég vinn fyrir, fer ekki alltaf saman. úti um það, sem hana langaði sér- lega mikið til að eignast. — Ég man sérstaklega eftir einu atviki, sagði Agla Marta, — flug- vélar eru ekki hentugustu farar tæki til að ferðast með stóra, þunga og oft skítuga hluti í. Fyrir mörgum árum rogaðist ég með gríðarstóran kopardall frá Afríku með viðkomu í London á leiðinni hingað heim. Dallurinn komst auðvitað ekki í neina tösku, svo að ég bar hann í strigapoka á bakinu. Við gistum í London en það gekk erfiðlega fyrir svona „strigapoka-pakk" að fá inni á hóteli hjá vinum okkar bretum, svo að við enduðum uppi á hana- bjálka í tyrkneska sendiráðinu. En það er ekki bara kopardallurinn, sem minnir mig á ævintýri, það gera fleiri hlutir. Á hlöðnum steinvegg í enda stofunnar héngu sjaldséðir gripir víða að úr heiminum og líka frá gamla góða Fróni. Agla sýndi okkur gamla japanska mynt, gömul íslensk handverkfæri, svo sem hefla og fræsara. Þarna ' héngu líka eikarskautar, nálarhús með handsmíöaðri nál, höfuð- djásn frá ýmsum löndum, gamall framhlaðningur úr búastríðinu, og auk þess pístóla og bjúghnífur fagurlega skreyttur. Agla kvaðst vera stolt af þessum hlutum og var það ævintýri likast að skoöa hlaðna vegginn, sem hafði þessa gömlu og sjaldgæfu hluti að geyma. Nú var kaffið komið á borðið og okkur boðið að gera svo vel. Ég spyr öglu Mörtu, hvort hún hafi sérmenntað sig á sviði innan- Símakrókurinn, sófasettið ar úr brasi/fu-leðri, lampaskermar úr kindavömbum og skreytingin í glugganum einnig. en það hefur þó alltaf gengið vel að samræma hugmyndir mínar og þeirra, sem leita til mín. Mögu- leikarnir eru svo ótal margir, og sama efnið (þ.e. húsgögn, vegg- fóður, við og annað) má nota á mismunandi vegu, en ég hef orðið vör við að margir eru hræddir við að fara ótroðnar leiðir við gerð innréttinga og leyfa sjálfstæðum smekk að njóta sín. Oft kemur fyrir að þeir, sem flytja í nýtt húsnæði vilja ekki nota gömlu húsgögnin lengur og kaupa þvi allt nýtt. En það er alls ekki nauðsynlegt að endurnýja „heim- ilið" þótt breytt sé um húsakynni. — Mér finnst innréttingin verða að vera í samræmi við stíl húss- ins og efnivið. Það er t.d. var- hugavert að „fóðra" fúnkisstein- kassa í barok eða rokokkostíl, og ég reyni alltaf að halda mig við upprunalegan stíl, þegar ég fæst við gömul hús. Áður en ég byrja á verkefninu geri ég mér ákveðna hugmynd um útlit, hvaða innrétting henti best, og held mig við það, sem best ég get. Það Denna Doria RE 205, fyrir fullum seglum. ,,Káeta" eldri sonarins er skreytt myndum, sem Agla Marta hefur málað á veggina.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.