Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 17
kalla manneskjuna frá venjubund- inni óábyrgri tilveru, til frjálsrar sjálfstæðrar og ábyrgrar tilveru. Af framansögðu, má draga þá ályktun að megin boðskapur existensialismans sé að manneskjan jjálf sé sinn eiginn gæfusmiður, án nokkurra tengsla við æðri mátt- arvöld. Það frelsi aftur á móti veldur henni kvíða, og sú hugsun að bera fulla ábyrgð á lífshamingju sinni reynist mönnum oft þungbær. Vegna þessarar hræðslu hefur manneskjan tilhneigingu til að kæfa niður einstaklingshyggjuna og gera nákvæmlega eins og allir aðrir. Af því leiðir að tilvera manneskj- unnar verður fölsk og ópersónuleg, og hún fer á mis við þá lífshamingju sem hún gæti öðlast með hinu mótinu. En engin manneskja getur verið hamingjusöm, án samskipta við aðrar manneskjur. Þess vegna er lífshamingjan líka fóigin í afstöðu okkar til annarra og breytni. Manneskjan á með hjálp samvisk- unnar og í krafti sinnar eigin til- veru að geta fundið leið að hinni sönnu hamingju. Hún á að þora að lifa lífínu, því að þegar því lýkur með dauðanum, er of seint að iðrast. Kínversk speki. Ef þú vilt vera hamingjusamur í einn dag, skaltu fá þér vel að borða. Ef þú vilt vera hamingjusamur í eitt ár, skaltu gifta þig. Ef þú vilt vera hamingjusamur alla ævi, skaltu fá þér garð og rækta hann. III. HVAÐ ER HAMINGJA? Af viðtölum við fólk kom í ljós, að menn lögðu misjafnan skilning í hugtakið hamingja. Sumir hölluð- ust helst að þvi, að hamingja væri einskonar lífsspeki eða lífsform, sem væri með hinum hamingju- sama, hvað sem á bjátaði. Ham- ingjusamur væri sá, sem hefði öðlast innri frið og lifði í sátt við sjálfan sig og umhverfíð. Fleiri hölluðust aftur á móti að því, að hamingjan væri tímabund- in tilfinning, sem kæmi yfir mann- eskjuna við það að ná einhverju takmarki. Hvert þetta takmark átti svo að vera, eða væri greindi menn aftur á um. Við ætlum nú að rekja nokkur atriði, sem fram komu 1 þessum viðtölum. Þótt viðtölin væru hvorki mörg né merkiieg, þá gætu þau gefíð örlitla nasasjón af því, sem almennur borgari gerir sér í hugarlund um þessa hluti. Rétt er að hans sjónarmið kæmi fram með heimspekisjónarmiðunum — hér er nú um hans heill að ræða. Hamingjuhugmyndir borgarans. HAMINGJA er ástand, sem maður kemst í. HAMINGJA kemur innan frá. HAMINGJA er ástand — breyting til batnaðar. HAMINGJA er eitthvað, sem gerir lífíð gott. HAMINGJA er mjög persónuleg. HAMINGJA er alltaf tengd fólki — að hafa fólk, sem manni þykir vænt um í kringum sig. HAMINGJA getur verið gleðin yfír að eiga eitthvað, eða ná markmiði. HAMINGJA —þegar þörf er full- nægt — á að telja líkamlegar þarfír með? Því ekki? HAMINGJA HVlTVOÐUNGS er að fullnægja likamsþörfum, enda hefur umhverfið ekki kennt honum hvað þetta skrýtna fyrirbæri er. HAMINGJA —hví getur hún ekki eins verið peningar, eða hlutir? Hamingja er hvort sem er tilbúið hugtak. Það sem færir þér ham- ingju fer eftir uppeldi og umhverfi. HAMINGJA getur verið að sjá börnunum sínum vegna vel. HAMINGJA getur verið menntun, þá öðlast maður hlut, sem ekki verður frá manni tekinn, getur ef til vill skilið meira en ella. Maður gæti ef til vill frekar komist af án ytri þarfa. HAMINGJA er að fínna, að maður hafi stuðlað að vellíðan annarrar manneskju. HAMINGJA cr undir því komin, hvort þú ert vel sofinn og rétt nærður. Hún er sem sé efna- fræðileg, — hvort líkami þinn hefur réttu efnin til að færa þér þessa tilfinningu. HAMINGJA er aö eiga maka, sem maður gengur I takt við. HAMINGJA er blekking. Hún er ekki til, en samt sem áður getur maðurinn ekki án hennar verið. HAMINGJA er sigur hins góða yfir hinu illa. HAMINGJA er að Ijúka við að byggja húsið sitt. HAMINGJA er að hafa hugsjón og geta unnið að henni. HAMINGJA ervinna. HAMINGJA er að vita ekki, hvað morgundagurinn ber I skauti sér. ,,Alheimslögmálin eru forsenda mannlegrar hugsunar. Þekkingin er forsenda hamingjunnar. Að hugsa stnar eigin hugsanir og vera sáttur við þœr.'’ Buckminster Fúller. Lokaorð. Það, sem hér hefur verið rætt um, sýnir okkur ótvlrætt, að ekki er hægt að komast að ákveðinni niður- stöðu um hvað lífshamingjan er, því hér er um afstætt hugtak að ræða, og sitt sýnist hverjum. En þrátt fyrir þá staðreynd, snýst llfið einmitt um hamingjuna, sem ef til vill er ætíð utan seilingar. Lífshamingjan á sér enga formúlu. I lífsgæðakapphlaupinu hefur oft gleymst, að maðurinn lifír ekki á brauði einu saman. En hver svo sem afstaða manns- ins til lifshamingjunnar er, teljum við það undirstöðuatriði, að mann- eskjan sé sjálfri sér samkvæm og breyti samkvæmt hugsjón sinni. Það er siðferðileg skylda hvers og eins að mynda sér lífsskoðun og breyta samkvæmt henni. Svo er það þjóðfélagsins að sjá til þess að mað- urinn hafi heilbrigðar lífsskoðanir en þær hljóta að vera þær, sem eru þjóðfélaginu til heilla. A.K., A.J.ogÁ.Í. Heimildir: Johan B. Hygen, Frumþættir sið- fræðinnar. Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar, 1968. Jóhann Hannesson, Heidegger og frumatriði existensheimsspekinn- ar. Háskóli Islands, 1969. T.U.Sachs, Now read on. Grein eftir Bertrand Russel: How to grow old. Longman 1971. J-fa/ru/ig/'CL er /jr/r m/ý oj annao fyrrr f‘S- 33. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.