Vikan

Útgáva

Vikan - 12.08.1976, Síða 33

Vikan - 12.08.1976, Síða 33
skáp furstaynjunnar Borghese. Um leið og hann hjálpaði henni í þessa hlýju kápu, hvíslaði Gonstant að henni. ,,Ég varaði yður við, made- moiselle. En hafið engar áhyggjur. Þegar keisarinn er kominn aftur að skrifborðinu sinu, mun ég sjá til þess, að þér fáið ríkulega máltíð. Kvöldmatur- inn verður með sama sniði og ef við höfum ekki þennan háttinn á, gætuð þér dáið úr hungri." ,,Og er þetta alltaf svona?“ stundi Marianne og henni varð hugsað til þess, hversu vel vaxin Jósefína var eftir að hafa lifað þessu lífi í mörg ár. En um leið og hún brá höndunum í múffuna, sagði hún: „Segið mér Constant, hvað myndi systir keisarans segja, ef hún vissi, að ég gengi svona í fötunum hennar?" „Ekkert. Það myndi alls ekki fá á hennar hátign. Hún á svo marga kjóla, kápur og föt af ýmsu tagi, að hún þekkir ekki einu sinnl allt saman. Keisarinn nefnir hana gjarnan tildurrófuna. En flýtið yður nú, keisaranum er illa við að bíða.“ Marianne hljóp við fót og henni varð hugsað til þess hversu mikils virði dyggur þjónn er. Hún var þakklát fyrir hjálpina, sem var í senn vinaleg og háttvís. Ef hans hefði ekki notið við, má guð einn vita hversu margar skyssur hún hefði gert. Napóleon beið í súlnagöng- unum úti fyrir. Hann var í gróf- gerðum síðfrakka og virtist jafn breiður og hann var hár. Hann gekk þarna fram og aftur og Marianne fór að halda að göngu- ferð þeirra myndi líkjast her- æfingu. En er hann sá hana stansaði hann. Síðan brá hann höndinni undir arm hennar og sagði: „Jæja, við skulum þá koma.“ Arm í arm gengu þau í gegnum þennan stóra, snæviþakta garð. Ekkert var að sjá nema nokkrar dapurlegar myndastyttur. Þau gengu meðfram fsilögðum tjörn- um, þar sem drottningin hafði forðum rennt sér á skautum. Haf- meyjar úr bronsi og sjávarguðir, er voru þaktir spanskgrænu, gleymdir og tröllum gefnir, líkt og ástarguðinn er stóð hjá anda- pollinum í garðinum að Asselnat. Því meir, sem þau fjarlægðust Trianon, virtust þau nálgast svæði, þar sem tíminn virtist hafa staðið kyrr. Þau gengu lengi þögul saman. Það eitt að vera í návist hvors annars gerði þau hamingjusöm. En smám saman varð hryggileg kyrrðin allt í kringum þau svo mögnuð, að hún lét Napóleon ekki ósnortinn. Hann stansaði hjá stórum stöðupolli, en i honum miðjum var tvíhjól'a vagn Appolós, en hann virtist án árangurs vera að reyna að brjóta sér leið út úr ísnum. Fyrir framan þau blöstu við hávaxin tré, en þar fyrir handan tóku við háreistar byggingar. „Hvað er þetta?“ spurði hún lágróma og hún hafði það á til- finningunni, að hvað svo sem það væri, þá tilheyrði það hinum látnu. „Versalir," sagði hann. Marianne stóð á öndinni. Ský dró fyrir sólu rétt eins og henni væri þvert um geð að skína á þessa yfirgefnu höll. Þessi stóra, mannlausa bygging virtist sofa þarna í grámuskulegri vetrarbirt- unni. Af miskunnarleysi sínu hafði náttúran ráðist til atlögu við höllina og veggirnir voru að hluta til mosavaxnir, en garðurinn í kring allur í óhirðu. Þetta var átakanleg sjón og Marianne snéri ■sér að Napóleon með tárin í augunum. En andlitið, sem blasti við henni, hefði getað veriö úr sömu steintegund og standmynd- irnar í garðinum. „Eg get ekki gert neitt í þessu,“ sagði hann að lokum. „Fólkið í landinu myndi kannski rísa upp gegn mér, ef ég reyndi að endur- reisa þennan stað. Tíminn er ekki kominn ennþá, þjóðin myndi ekki skilja það.“ „Það er leitt. Þessi höll myndi hæfa yður prýðilega." Hann brosti til hennar og þótti hólið greinilega ljúft. „Mig hefur stundum dreymt um þetta og einhvern tíma ætla ég að byggja höil, s^m hæfir mér. Kannski á hæðunum við Chaillot. Eg hef nú þegar lagt drög að þessu. En það eru ennþá of margar minningar bundnar við þennan stað, minningar, sem fólkið hatar." Marianne sagði ekkert. Hún þorði ekki að minnast á væntan- lega komu frænku þeirrar drottn- ingar, sem hafði liðið píslarvætti. Sú staðreynd gæti hugsanlega haft meiri áhrif á frönsku þjóðina, en fáein hundruð verka- manna að störfum að Versölum. Auk þess átti hún líka sínar minn- ingar. Það var í kapellu þessarar hallar, sem sást raunar þaðan er þau stóðu, að móðir hennar hafði gift sig. En hún bað hann ekki um að ganga nær, svo að hún gæti séð sjálfa kapelluna. Hún óttaðist að þær tilfinningar, sem höfðu níst hjarta hennar, er hún opnaði dyrnar á hinu eyðilega húsi, að Asselnat, myndu gagntaka hana á ný. Þess í stað þrýsti hún sér þéttar upp að Napóleon og bað hann um að snúa við. Þegjandi og upptekin af sínum eigin hugsunum gengu þau aftur til Trianon, en þaðan voru sendi- boðar á hestbaki að leggja af stað í allar áttir. Það var einnig verið að skipta um lífvörð og ys og þys var allt í kringum höllina. En í stað þess að halda áfram að vinna eins og Constant hafði gert ráð fyrir, fór Napóleon með Mari- anne beint inn í svefnherbergi og lokaði dyrunum. Ákafur og án þess að segja aukatekið orðælsk- aði hann hana þarna og hann virtist óseðjandi. Engu líkara var en hann ætlaði að sjúga úr líkama hennar sérhvern vara- forða, alla orku, svo að hann megnaði að berjast við ágenga skugga fortíðarinnar. Kannski óttaðist hann líka hina óþekktu Vínarstúlku, sem hann ætlaði að kvænast, en í hennar æðum rann dálltið af blóði sólkonungs>ns sjálfs. En svo án þess að segja neitt utan „sjáumst seinna,“ yfirgaf hann hana og skildi hana eina eftir i þessu herbergi, þessari eyju þagnarinnar í höllinni, sem minnti einna helst á býflugnabú, skipanir gefnar til hægri og vinstri, þjónustufólk á þönum fram og aftur. En er Constant kom inn fáeinum minútum síðar með hlaðinn bakka, hafði hún lagað hárið, slétt úr kjólnum og var meira að segja búin að búa um rúmið, enda var henni ekki sama um hvað þessi háttprúði herbergisþjónn hugsaði um hana. Hún hafði ekki tileinkað sér það blygðunarleysi, sem einkenndi svo mjög ástmeyjar keisarans. Þetta aftraði henni hins vegar ekki frá því að borða það sem Constant hafði sett fyrir framan hana með hinni mestu áfergju. Hressandi morgunsvalinn og ástarleikurinn, sem fylgdi í kjölfarið hafði aukið á matar- lystina. Er hún hafði lokið máltiðinni, leit hún þakklátum augum á herbergisþjóninn. „Þakka yður fyrir,“ sagði hún. „Þetta var indælt, en ég efast um að ég komi niður svo mikið sem munnbita í kvöld.“ Framhald í næsta blaöi. BINNI & PINNI HAHAHIHlHlHiHlHOHAHAHAHAHHOHOHOHO HOHO! Fyrir nú utan þaö, aö ég setti einu sinni bananaolíu í staöinn fyrir sultu á pönnukökuna-^ íkipstjóri! Hefur iú einhvern tíma ikemmt þér viö, aö stríöa ikegg? HAHAI I annaö sinn fyllti ég pípuna hans af hrosshári. Hahhohaho! þiö heföuö hlegiö, heföuö þiö séö þaöl 33.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.