Vikan

Issue

Vikan - 03.09.1976, Page 4

Vikan - 03.09.1976, Page 4
ætlaði hún að gerast trúboði. Þessi voru lífsviðhorf hennar, þegar hún tók þátt í fegurðar- samkeppni heima í Túnis sautján ára að aldri. Agóðinn rann til góðgerðarstarfsemi, sem móðir hennar hafði umsjón með. Claudia vann keppnina og í verðlaun fékk hún ferð á kvik- myndahátíðina í Feneyjum. í Feyneyjum hvarf hún vita- skuld i skuggann af hinum miirgu frægu leikkonum, sem þar voru, en hún hafði ekkert á móti því. Hún skildi ekki ungu stúlkurnar, sem gerðu allt þær gátu til að verða „uppgötv'- aðar." Kn ljósmyndari, sem vann hjá Franco Cristaldi, tók nokkrar myndir af henni og sýndi yfirmanni sínum þær. Cristaldi varð hrifinn af þessari fallegu stúlku og i>auð henni reynslumyndatöku. Kn Claudia hafði engan áhuga. Hún tók fyrstu flugvél heim til Túnis. Hún ætlaði að verða kennari, ekki leikkona. Enginn skyldi fá hana ofan af því. En Franco Cristaldi lét sig ekki. Hann skrifaði og hann hringdi. Um þetta leyti varð Claudia ástfangin í fyrsta sinn. Hann var fallegasti pilturinn í bæn- um eins og hún var fallegasta stúlkan. Hann líktist ævintýra- prinsi úr Þúsund og einni nótt. Claudia varð ófrísk og ól son- inn Patrick. Hún hefur aldrei látið uppi, hver er faðir hans, aðeins sagt: — Maður, sem ég elskaði. Franco Cristaldi reyndi enn að telja hana á að gerast leik- kona, og hún lét til leiðast. Hún fór til Italíu og skrifaði undir kvikmyndasamning. t samn- ingnum var meðal annars kveðið svo á, að hún yrði að léttast — hún yrði að vera 58 kíló. því það hæfði best hæð hennar, en hún er 1.69 m á hæð. I>á var kveðið svo á í samningn- um, að hún mætti ekki lita á sér hárið, ekki trúlofast og alls ekki gifta sig. ÓKUNNUR FAÐIR Síðan hefur Claudia verið önnum kafin leikkona. Hún kemur alltaf á réttum tíma til kvikmyndatöku og vinnur hlut- verk sín vel. Þar kom, að Franco og Claudia giftust og Franco ættleiddi Patrick. En lengi vel vissi umheimurinn ekki af tilveru Patricks. Þegar leyndarmálið lak út, varð óskaplegt hneyksli. ítalir áttu erfitt með að kyngja því, að litla, sæta Claudia átti stóran son og neitaði að láta uppi, hver var faðir hans. Mörgum þótti líka skelfilegt, að Franco og Claudia bjuggu ekki saman, þótt þau væru gift. En þeim fannst meira máli skipta, að samband þeirra væri náið, þegar þau hittust, en þau byggju undir sama þaki en væru óralangt hvort frá öðru sálarlega. Þetta hjónaband entist í fimmtán ár, eða þar til Pasquale Squitieri kenndi henni, hvað frelsi og sjálfstæði er. Þá gerði hún sér allt í einu Ijóst, hve bundin hún hafði verið og hve litla möguleika hún hafði haft til að stjórna eigin lífi og þroska persónu- leika sinn. Fræðgin og stjörnuglampinn gerði sitt til þess að hún lét sér nægja hlutverk laglegrar lít- illar brúðu. En smám saman óx óþolinmæði hennar. Henni fannst hún hafa eitthvað fleira til að bera og það yrði að fá að líta dagsins ljós. Pasquale hjálpaði henni og nú er hún hamingjusöm. LEITAR AÐ NÝJU HEIMILI Húsið sem þau búa í, er sama húsið og Claudia bjó í ein, þegar hún var gift Cristaldi. Nú vill hún ekki búa ein lengur. Hún hefur ekki gefið neina skýringu á því. Húsið er allt of stórt fyrir tvær manneskjur. Þess vegna hafa þau innréttað sér litla íbúð í húsinu. Þar er eldhús, svefn- herbergi, bað og stofa. Þar eyða þau kvöldunum saman. Pasquale skrifar kvikmynda- handrit og Claudia vinnur að hlntverkum sínum. Þrátt fyrir þessa stórkostlegu villu, eru þau að leita að íbúð í miðborg Rómar. Kannski finnst þeim erfitt að búa i húsi, þar sem næstum allt minnir á hjúskaparár Claudiu og Cristaldis. — En, segir Claudia, — ég mun sakna náttúrunnar, ef ég flyt inn til Rómar. Við verðum að fá íbúð með garði. BORGARHUSGOGN UrvaL af áklæðum. Lítið inn, það borgar sig. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavik: Borgarhúsgögn og JL-húsið. Isafjörður: Húsgagnaverslun ísafjarðar Akureyri: örkin hans Nóa. Húsavik: Hlynur sf. Neskaupstaður: Húsgagnaverslun Höskulds Stefánssonar. Selfoss: Kjörhúsgögn. Keflavík: Bústoð. SSt ríoííÖSa BORGAR HÚSGÖGN mM Savoy. Grensásvegi, sími 86070

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.