Vikan

Tölublað

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 13
bréfi. Áhugamál þeirra eru poptón- list, myndataka og stelpur. Arnfríður Friðriksdóttir, Hálsi, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 14—16 ára. Þðrunn Ansnes, og Guðbjörg Sigurgeirsdðttir, Flúðum, Hruna- mannahr. óska eftir pennavinum á aldrinum 14—15 ára. Áhugamál þeirra eru hestar, poptónlist og bréfaskriftir. Ingibjörg J. Jónsdðttir, Klaustur- seli, Jökuldal óskar eftir pennavin- um á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Svanborg Tryggvadðttir, Hltðar- vegi 9, Grundarfirði og Helga Ingibjörg Reynisdóttir, Grundar- götu 5, Grundarfirði óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál eru margvíslcg. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hxgt er. Leda Maira F. Barbosa e Silva, ,,La Maison Blanche", Praca Peeira de Araujo 14, 55515- Amaraji, Pernambuco, Brasil óskar eftir ís- lenskum pennavinum á öllum aldri. Hún er kennari og áhugamál hennar eru ferðalög, ljósmyndun, söfnun, og gítarspil. Hún skrifar ensku, þýsku, frönsku, spönsku og portúgölsku. Arný Ingólfsdðttir, Dal, Grenivík óskar eftir bréfasambandi við stráka og stelpur á aldrinum 16—22 ára. Hún er sjálf 21 árs. LEIÐRÉTTING? Ritstjóri Vikunnar Síðumúla 12 105 REYKJAVlK: I 29. tölublaði Vikunnar birtist undir fyrirsögninni ,,Orð 1 fjar- skiptabelginn” smágrein, sem m.a. fjallar um Intelsat, alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti. Teljum við rétt, að leiðréttar séu vissar staðhæfingar 1 greininni. Hlutafjáreign Bandarlkjanna, sem er I umsjá Comsat, er 30,5% og engin ákvæði eru um lágmarks- hlutaeign Bandarlkjanna eða nokk- urs aðilarríkis nema að minnsta hlutdeild er 0,05%. Hlutafjáreign hvers aðila á reyndar að vera I samræmi við notkun þess á Intelsat- hnöttunum. » Þar að auki má geta þess, að I æðstu stjórn stofnunarinnar hafa öll aðildarríkin jafnan atkvæðisrétt en 1 framkvæmdastjórn fer atkvæðarétt- ur eftir hlutafjáreign, en má þó aldrei fara yfir 40% . Virðingarfyllst f.h. póst- og símamálastjóra, Sig. Þorkelsson. Hérá Vikunni hefur alla tíð verið reynt að hafa það sem sannara reynist t hverju máli. Því taldi ég rétt að birta ,,leiðréttingu" frá Pðst- og símamálastjðrninni, sem okkur barst á dögunum og er hér að framan. I bréfinu stendur, að ég hafi verið með staðhœfingar í greininni ,,Orð í fjarskiptabelg- inn", en ég tel mig hafa staðgððar heimildir fyrir öllu, sem þar birtist. Svo að ekki leiki neinn vafi þar á skal ég þýða heimild mína orðrétt, eins og hún birtist í bókinnt ,,Socio/ogtsk grundbog II" eftir Joachim lsraelgefinni út af Gylden- dalske Boghandel, Nordisk Forlag A.S. t Kaupmannahöfn árið 1974 í annarri útgáfu. Þar segir á blaðsíðu 108: ,, Nœsta skref var það, að sett var á stofn alþjóðastofnunin INTEL- SAT (The International Space Communication system), milliríkja- stofnun. þarsem COMSAT, sem er í eigu auðhringa, kemur fram sem fulltrúi Bandaríkjanna. Nítján af ríkustu löndum skrifuðu undir samkomulagið. Þá var um það bil 70 þróunarlöndum geftnn kostur á þvíaðgerast aðilar að samkomulag- inu með þeim skiímálum, sem ríkustu kapítalísku löndin í heim- inum höfðu komið sér saman um. I samkomulaginu er grein þess efnis, að hlutur Bandaríkjanna í sameig- inlegum sjðði og hlutfallslegur fjöldi atkvæða megi ekkt' vera minni en 50,6% (þegar stofnunin var sett á laggirnar réðu Bandaríkin 61 % atkvœða meðan Svíþjóð varð að láta sér ncegja 0,7%). ” Þetta fullyrðir Joachim lsrael og ekki eru skólamenn á norðurlönd- um vantrúaðri á orð hans en svo, að Bestu kaupin eru heimilistæki frá i i Urvals norsk heimilistæki frá KPS einum stærsta heimilistækjaframleiðanda á Norður- löndum. 3 litir: Hvitt, Avocado, Grænt og tízkuliturinn Karry gulur. Einstaklega lágt verð. P. 351 3 hellna e/davélar!hvltu ........kr. 82.340.- P. 351 3 hellrta eldavélar / lit...... kr. 87.900.- P. 461 4 hellna eldavélar í hvítu .... kr. 97.680.- P. 461 4hellnaeldavélarílit............kr. 102.430.- tigum einnig á lager kæliskápa, gufugleypa og uppþvottavélgr í sömu litum. Greiðsluskilmálar. Skrifið eftir myndalista. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAOASTRÆTI „? A. SÍMI 16995. bók han> hefur verið notuð við kennslu í félagsfrœðum víða um norðurlönd, meðal annars t Kenn- araháskóla íslands. Nú má vera að klausan t samningnum, sem getið er um, hafi verið felld niður stðan bókin var skrifuð, og skal ég þá vera fyrstur manna til að halda því á lofti. Ég á þó bágt með að trúa því að Bandaríkin hafi getað sætt sig við að afsala sér völdunum, sem þessi klausa veittiþeim, nema því aðeins að þau fengju eitthvað mikið í staðinn. Mér þætti því vænt um að Póst- og símamálastjórnin sendi okkur á Vikunni afrit af samningn- um eða vtsaði til einhverra þeirra heimilda, sem Vikunniog öðrum eru auðfengnar, svo að ég og aðrir getum fitllvissað okkur um hvemig þessu samkomulagi er háttað. Virðingarfyllst, Tjör. 3o. TBL. VIKAN 13 +

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.