Vikan

Útgáva

Vikan - 03.09.1976, Síða 18

Vikan - 03.09.1976, Síða 18
Rosabella Burch var kjölfestan í lífi Pauls Gettys í fimmtán ár. Hún var húsfreyja hans, án þess giftast honum. Hún hefur aldrei látið neitt uppskátt opinberlega um samband þeirra fyrr en í þessu viðtali, sem hún átti breskan blaðamann, skömmu fyrir dauða Gettys, en hann lést á síðastliðnu vori. Hann segir hún sé fegursta kon«, sem hann hafi séð, og hann hefur mynd af henni í svefnherberginu sínu. Hún segir, að hann sé hluti af sér, og bxtir við: , ,Ég elska hann og ég vissi ekki hvað ég ætti af mér að gcra, ef ég missti hann. Auðvitað langar mig að giftast honum.” Ilann er auðugasti milljónamær- íngur hcimsins, olíukóingurinn Paul Getty. Hún er Rosabella Bureh, fögur kona og fönguleg, og hún er húsfrcyja á heimili hans, Sutton Plate í Guilford í Surrey. Allur hcimurinn þekkir nafnið Getty. En heimurinn vcit lítið um Rosabellu Bureh, sem er 43ja ára og 40 árurn yngri en hann. Hún stendur ánægð í skugganum við hlið hans. Hún fæddist í Niearagua. Var áður ein þekktasta fyrirsæta í Evrópu, og hún er græneyg. Þcgar við hittumst var hún klædd á einfaldan hátt. Hún sýndi mér húsið, sem í eru 70 herbergi, og um leið sagði hún mér, hvernig þau Getty kynntust fyrst fyrir næstum sextán árum. ,,Ég get sagt þér nákvæmlega til um daginn, því að þetta var á afmælisdaginn hans, 15. desember 1960. Ég var á ferðalagi um Evrópu, og þegarég kom til Englands, bauð vinur minn mér koma með sér til Sutton Place. Ég gerði það og hitti Paul hér. Ég kunni strax vel við hann. Hann var svo kurteis. Ég held honum hljóti að hafa fallið vcl við mig, Því þegar ég var að fara, sagði hann: Af hverju þarftu að fara strax? Ég hélt mína leið, en ég gleymdi honum ckki. Svo fór mér að leiðast, að ég skyldi ekki hafa dvalist lengur hjá honum. Ég skrifaði honum, og hann skrifaði ino huo RiK mér. Hvenær kemurðu aftur? Hvenær kemurðu aftur? Þessi orð voru eins og stef í bréfum hans. Ég ákvað þvl að heimsækja hann aftut árið eftir. Eftir það var ég á stöðugu flakki milli Sutton Place og heimilis míns í Kaliforníu, 1 mörg ár, uns mér fannst ástandið orðið hlægilegt. Ég stóð aldrei við í minna en hálft ár hjá Paul, svo ég flutti til Englands fyrir fullt og allt. Fyrir um það bil átján mánuðum keypti Paul handa mér lítið hús skammt frá Sutton. Það var yndis- lcgt. því að nú hef ég stað út af fyrit mig, þar sem ég get vcrið með börnunum mínum.” Börn Rosabellu eru Paul Bernard. sem er tíu ára, og'Carolina sjö ára dóttir hennar af seinna hjónabandi, en hún missti seinni eiginmann sinn. Þau eru í skóla í Sviss, en , koma heim í leyfi á tveggja mánaða fresti. Fjölskyldulífið í litla húsinu er eitt, lífið í Sutton annað. Rosabella segir, að Sutton sé hennar annað hcimili. Hún hefur eigið herbergi þar, og greinilegt er, að allir viðurkenna hana húsmóður á staðn- um. Hún tckur á móti gestum sem húsfreyja Gettys og situr til borðs sem slík. Hún verður að deila húsfreyju- titlinum með tveimur öðrum kon- um, sem iðulega eru nefndar í sambandi við Getty, Margaret her- togaynja af Argyll og Lady d’Abo. ,,Mér veitist auðveldast að taka á móti amerískum vinum Pauls,” segir Rosabella. ,,Það er ekki eins formlegt og þegar enskir vinir hans koma hingað. Þá finnst mér hann fremur kjósa hertogaynjuna eða Lady d’Abo. Þær fá alltaf sömu herbergin, þegar þær koma hingað, en þegar þær eru ekki hér, er öðrum gestum stundum vísað þar til sængur.” Rosabella býr hins vegar ein að herbergi sínu, og þar gistir aldrei neinn annar. Stóri móttökusalurinn niðri var ekki hitaður upp daginn sem ég kom til Sutton og var þó kalt í veðri, en í þessum sal kom ríkasti maður heims til okkar til mynda- töku. Rosabella faðmaði hann og stjanaði við hann, gætti þess að færi vel um hann og vandaði uppstill- ingu hans fyrir myndatökuna. Getty virtist kunna þessu vel, enda kom Rosabella fram sem stolt og ástrík eiginkona. Hann hefur verið kvæntur fimm sinnum. Hvers vegna giftist hann ekki einu sinni enn? Getur verið, að það sé vegna þess, að þvl hefur verið spáð fyrir honum, að hann muni deyja skömmu eftir að hann kvænist í sjötta sinn? Rosabella hió að spurningunni, og hann tók hjartanlega undir hlátur hennar. ,,Nei, nei,” sagði hann loks. ,,Ég held bara ég sé allt of gamall til að ganga í hjóna- band.” Rosabella brosti fallega við honum. 18 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.