Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.09.1976, Qupperneq 20

Vikan - 03.09.1976, Qupperneq 20
SNORA FUGL- ARANS ,,Annars vegar er það náungi, sem er alltof áhugasamur. Hann er hér úti í bakgarðinum núna og honum er alveg sama hvort við sjáum hann eða ekki. Kannski eru þeir fleiri." „Geturðu ráðið fram úr þessu?“ „Það er ekki eins auðvelt viður- eignar. Það er stúlkan." „Hevrir hún til þín?“ „Nei.“ „Er hún móðursjúk eða útkeyrð?" „Nei, en hún hefur miklar áhyggjur og vill ekki segja okkur af hverju." „Fáðu hana þá til þess,“ sagði Krieger snöggt. „Hvernig? Hún virðist hafa vanið sig á að leyna hugsunum sínum. Hún er algjörlega lokuð.“ „Spurðu hana, og þetta getur verið mikilvægt, spurðu hana um Alois Pokorny. Hvort hún hafi þekkt hann? Ef svo er, segðu henni þá að hann hafi verð myrtur í morgun aðeins nokkrum mínútum eftir að hún yfirgaf húsið, þar sem hún dvaldi. Lögreglan gat staðfest að líkið væri af honum og ,er nú að rannsaka málið. Taktu vel eftir viðbrögðum hennar. Það gæti hjálpað okkur.“ „Hvar eigum við að hittast? Eg hélt að við myndum vera á....“ „Krieger greip frammí fyrir honum. „Hittu mig uppi á hæðinni við kastalann, fyrir neðan lurninn með stðru klukkunni. Klukkan sex?“ „Segjum það.“ „Er Jo þarna hjá þér?“ „Eg skal ná í hana." „Nei, segðu henni bara að fara til Lienz eins fljótt og hún mögulega getur. Hafðu engar áh.vggjur, hún mun ráða fram úr því. Eg mun svo hringja til ■hennar snomma í fyrramálið á Die Eorelle. sem er lilil notaleg krá. Gangi þér vel." Krieger lagði lólið á. Jo var fremur örg næstu tvær mínúturnar, en svo hló hún vand- ræðalega. „Allt í lagi. Eg missti af þessu simtali við Krieger. En heldur hann að ég sé með vængi? /Etlast hann lil þess. að ég aki yfir Grossgloekner ein míns liðs? Aðra leið kemst ég ekki frá Salzburg til Lienz? Nei, þella er einum of gróft." „Hann sagði að þú myndir ráða fram úr því." ,,()g snemma i fyrramálið?" Jo var svo hneyksluð, að ”Yiún gleymdi árangri sínum í sam- bandi við Irinu. En svo tók hún eftir áðdáun Davids. Diikkblái kjóllinn var einfaldur og fallegur i sniðinu. Hann féll vel að mittinu og hún var með blágræna slæðu um hálsinn. Þetta fór henni prýðilega. Og eins var um kápuna, sem m.vndi henta vel i kvöldkuli Austurríkis. Hann veitti því athygli, að roði hafði færst í kinnar og varir Irinu. Ekki of mikið, en alveg hæfilega. En stórkostlegust var breytingin á hárinu. Hún var komin með dökkbrúna hárkollu og lokkarnir náðu frá hvirfli og niður fyrir eyru. Þetta virtist allt önnur manneskja, en samt var hún eðlileg. Engin leið var að þekkja hana, nema hafa grandskoðað hana og lagt beinabyggingu hennar á minnið,. Þeir voru ekki margir, sem gætu það. „Stórkostlegt," sagði David við Jo. Irina brosti nú raunverulega, þegar hún Ieit á sjálfa sig í langa speglinum. „Mér var einu sinni ekið yfír Grossglockner af fransmanni á k’erraribíl. Ég var næstum frosin í hel þarna uppi í tólf þúsund feta hæð. Auk þess voru ótal hárnálar- beygjur hver á fætur annarri og ég hélt að þetta yrði mitt síðasta.“ „Hvar eru gömlu fötin?“ spurði David Iinu. „I töskunni??“ Hún hungaði út. en smellurnar gáfu sig ekki. Hún jánkaði því. „Við gelum stansað einhvers staðar fyrir utan Durnstein .og fleygt þeim í skógarrjóður þar. Svolítið sunnar fáum við okkur svo eitt- hvað að borða. Ertu svöng?" „Dálítið." Það var góðs viti. Klukkutíma áður hafði hún engan mat viljað, ekki einu sinni samloku. „Eg er banhungraður," játaði hann. „En fyrst verðum við að koma okkur héðan. Jo, flýttu þér. Við erum að bíða eftir þér." Þá rankaði hún við sér. „Nú. þetta er það sem við gerum núna," sagði David og lagði fyrir þær áætlun sína um undankomu þeirra frá hótelinu. „Hafið þið skilið þetta báðar tvær? Þetta krefst nákvæmni." Hann leit á úrið sitt. „Tíu minútur gengin í þrjú." „Guð minn góður,“ sagði Jo og opnaði dyrnar á herberginu. Hún fór að tala við einhvern, sem stóð fyrir utan. Lítill drengur, á að giska níu ára, vel greiddur og andlitið skínandi, kom inn. „Þetta er Gerhard," tilkynnti Jo. „Hann ætlar að bera töskuna út í Chryslerinn fyrir tiu SchiIIing Ég lofaði honum fimm, en ég held að eyðslueyrir okkar leyfi það sem jaíngildir fjörutíu sentum." „Gerir hann greinarmun á bíl- um?“ sagði David efins. „Heyndu hann. Hann horfir á þá koma og fara allan guðslangan daginn." „Sástu dökkbláa Chryslerinn i bakgarðinum?" sagði David á þýsku. „Chrysler?" sagði Gerhard og gretti sig. hann var þá alténd heiðarlegur. „Hann stendur næstur Cadillacnum," sagði David hægt. Gerhard brosti sínu breiðasta brosi. „Ég sá Cadillacinn." „Chryslerinn er við hliðina á honum. Hann er aðeins dekkri en kjóllinn, sem þessi kona er I. Næstur Cadillacnum. Ertu búinn að ná þvi?“ Gerhard kinkaði kolli og tók upp ferðatöskuna. „Augnablik," sagði David og rétti honum tíu Schilling. „Þú setur töskuna í aftursætið, það er allt og sumt. Skilið?" „Ég þakka þér fyrir,“ sagði Jo þegar Gerhard skokkaði af stað. „Hann verður einhvern tima góður langhlaupari þessi.“ „Þú líka,“ sagði David við Jo. „Svona, láttu þig nú hverfa.“ „En reikningurinn?" sagði hún. „Hann er greiddur. Hvernig hefði ég annars átt að fá vega- bréfin aftur?" Hún hló og var síðan horfin. Hann leit á Irinu og hikaði. Hafði hún raunverulega skilið ráðagerðina? „Ég kem á eftir þér,“ sagði hún. „Já, en vertu f augsýn.“ Síðan fór hann líka út úr herberginu. Irina tók Ónáðið ekki skilti og lét það á hurðarhúninn, en um leið heyrði hún lykli snúið. Því næst elti hún David um rangala þessa völundarhúss. Jo var nú komin út á veröndina og Mark Bohn var enn að lepja bjórinn. „Mér datt í hug, að við fengjum okkur hádegisverð saman," sagði hann. „Seinna, en komdu fyrst með mér". Hún teymdi hann eftir veröndinni, en nam skyndilega staðar, er hún kom auga á Ludvik. „Farðu þarna upp eftir og talaðu við manninn.þennan ljóshæxða I bláu skyrtunni, sem hallar sér fram á grindverkið. Sérðu hann?“ „En...“ Mark virtist á báðum áttum. „Talaðu við hann. Segðu eitthvað, bara eitthvað til þess að draga athygli hans frá bak- garðinum. Þú ert ekki í vand- ræðum með að tala við ókunnuga. „Hún ýtti við honum og hann fór í áttina að steinþrepunum. Hann hélt áfram og rölti meðfram grindverkinu, þangað til hann var kominn að Ludvik Meznik. Hún sá Mark heilsa manninum og hann tók undir kveðjuna. Maðurinn virtist undrandi, en hann svaraði samt. Þeir ræddust greinilega við. Síðan benti Mark á svifnökkva, nýja tegund af ferjum, sem fóru upp og niður Danubefljótið. Ekkert vélarhljóð heyrðist og nökkvinn lfktist flóðöldu.í þann veginn að skella á hamravegginn Fólkið á veröndinni stóð upp til að sjá betur svifnökkvann, er hann lagðist upp að. Smástund virtist Ludvik jafnáhugasamur og aðrir. Því næst leit hann aftur að bif- reiðunum I bakgarðinum, en hé'lt siðan áfram að tala við Mark. Skyldi þetta hafa heppnast hjá Dave, hugsaði Jo? Ein mínúta var ekki lengi að líða. En heppnin, jafnvel þótt hún sé mæld í mínútum, gat verið kraftaverki næst. Auðvitað, hugsaði hún, er hún gekk aftur að borði Mark Bohns, ef ekki hefði verið þessi stóri svifnökkvi til þess að draga að sér athygli Ludviks, þá hefði Mark haft einhver önnur ráð. Hann hefði getað lagt fyrir hann spurningar um klaustrið, sem stóð á hæð sunnan við Danube- fljót og líktist eins konar virki. Eða eitthvað varðandi 20 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.