Vikan

Issue

Vikan - 03.09.1976, Page 37

Vikan - 03.09.1976, Page 37
eins og Rolling Stones haröni við hverja raun, já, þeir eru sannar- legar grjótharðir. Charlie Watts er elstur þeirra. Hann er orðinn þrjátíu og fimm ára og hár hans er farið að þynnast, en það kemur ekki að sök. Gítarleikarinn Keith Richard á orðið sex ára son, en hann sjálfur er svo frakkur og rótlaus, að honum veitti áreiðanlega ekki af uppalanda. Hvað þá um Mick Jagger, söngvarann, sem lætur sig ekki muna um það að koma klukku- stund of seint á konsertinn, en „sjarmera" samt allt áhorfenda- liðið upp úr skónum, svo við liggur, aö allt ætli um koll aö keyra. Rolling Stones — leiðandi rokk- hljómsveit í þrettán ár — var stofnuð í byrjun árs 1960 í litlum jassklúbbi í London. Þá gengu karlmenn enn stuttklipptir og stúlkur í síðum pilsum, þ.e.a.s. stuttpilsatískan varð ekki til fyrr en löngu seinna. Meðlimirnir eru nú síðhærðir skemmtikraftar, eigin- menn og feður. Þeir setja enn allt á annan endann, þegar þeir koma fram á hljómleikum og flytja: I Can't Get No Satisfaction og Honky Tonk Women. Ekki alls fyrir löngu svaraði Mio Jagger nokkrum spurningum blaðamanns. Viðtalið fór fram að lokinni evrópuyfirreið rollinganna og fer hér á eftir. Sp.: Hve lengi endast Rolling Stones enn? Jagger: Við vitum það ekki sjálfir. Árið 1963 bjuggumst viö ekki við nema tveimur árum til viðbótar. En við erum enn í fullu fjöri og skortir síst áheyrendur. Sp.: Er ekki áfkáralegt aö vera liðlega þrítugur rokksöngvari? Jagger: Alls ekki. Það fer allt eftir því, hve góður söngvarinn er. Og ég er enn góður. Við erum allir góðir. Þrátt fyrir það langar migekki að syngja rokk alla mína ævi. Mick Jagger er einn mesti ,,sjó- maður" aiira tima. Þessar myndir gefa örlitla hugmynd um ti/þrif hans á tónleikum. Þeir rúlla, rúlla og rúlla enn eftir þrettán ár. Ekkert virðist geta stöðvað þá; hvorki milljónirnar né lúxuslífiö, sem fylgdi í kjölfar þeirra. Og síst af öllu stöðugt harðari samkeppni. Nei, það er 36. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.