Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.09.1976, Qupperneq 43

Vikan - 03.09.1976, Qupperneq 43
SINNEPSSÍLD. 3 dl edik (2 hl. vatn, 3 hl. borðedik) 5—6 msk. sykur 1 barnaskeið sinnep 1 Iftill laukur 1 hrá gulrót 2 lárviðarlauf gróftmulið allrahanda. Edik, sykur og sinnep soðið saman og látið kólna. Þá er þv( hellt yfir síldina, sem sett hefur verið í lögum með kryddinu. SlLDAR- OG EGGJASALAT. 5 síldarflök 3 harðsoðin egg 2 dl sýrður rjómi. Síldin skorin í teninga. Eggin söxuð gróft. Rjóminn hrærður upp og kryddaður með sítrónu- safa. Blandið síldinni og eggj- unum saman við. Stráið graslauk og dilli ríkulega yfir. I SÍLDARSALAT MEÐ SKINKU. 2 síldarflök 2 kartöflur 100 gr skinka 1 sýrð agúrka (lítil) 2—3 rauðrófusneiðar 1 lítið epli 1 lítið sellerí 1 púrra 1 harðsoðið egg. Skerið síldina í aðeins stærri bita en í venjulegu síldarsalati. Hitt er allt skorið í smáa bita. Blandið öllu saman með 2 göfflum. Blandið sósu: 2 msk. olía 3 msk. edik 3 msk. rauðvín sykur eftir smekk 1 tsk. sinnep 1 tsk. söxuð kaperskorn nýmalaður pipar. Hellið yfir salatið og skreytið með steinselju eða dilli, eggi og púrruhringjum. FREISTING JÓHANNESAR. 10—12 stórar kartöflur 1 stór dós gaffalbitar + lögurinn 3 laukar 4—5 msk. smjörlíki 2—3 msk. brauðmylsna 1 dl rjómi Flysjið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar og síðan í eld- spýtnabreiða strimla. Skolið þær í rennandi vatni, látið renna vel af þeim og þerrið síðan í diska- þurrku. Laukurinn skorinn ( hringi og steiktur mjúkur ( helmingi smjörs- ins. Setjið kartöflurnar í smurt eldfast form í lögum ásamt síldar- bitunum og lauknum. Stráiö brauðmylsnu yfir og setjið það sem eftir var smjörinu í smábitum yfir. Látið vera í 225° heitum ofni í 20 mínútur, eða þar til rétturinn hefur fengið á sig lit. Þá er rjómanum hellt meðfram köntun- um þannig að hann rennur undir og niður á botninn. Látið vera áfram I ofninum í 20 mínútur og lækkið aðeins á hitanum. Nægir fyrir 4—6 manns. 36. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.