Vikan


Vikan - 02.06.1977, Side 21

Vikan - 02.06.1977, Side 21
hana gengu Dryden og Scray. Hún greindi eingungis rödd séra Scrays, og rödd hans var bæði hljómþýð og styrk eftir margra ára ræðuhöld. Hún gekk inn í skuggsæl bogagöngin og eftir slitnum stein- þrepunum að hliðardyrunum. Kirkjan var full af fólki. Heill rútufarmur af japönskum ferða- mönnum flyktist frá einum staðn- um í annan, og greina mátti álafar raddir þeirra. Caroline gekk upp að altarinu og fór að gera athuganir á altarisgrindunum. FTIR að ferðafólkið var farið, var allt hljótt í dómkirkjunni um stund. Síðan heyrði hún leikið á orgelið stórfenglega fúgu, sem fyllti loftið gleðióm. Hún leit í kringum sig og kom auga á dökkan koll Dr. Drydens sveigjast til eftir hljóm- fallinu. Hann hélt áfram að leika á orgelið fram eftir degi, og Caroline fannst hún varla geta vænst nokkurs frekar í lífinu — en að vera niðursokkinn i starf það, sem hún hafði yndi af, í kyrrlátri, fagurri dómkirkju, meðan einmana orgel- leikari lék fyrir hana eina hina dásamlegu tónlist Bachs. Hún hitti Nick, eins og þau höfðu ákveðið, fyrir utan aðalhliðið klukk- an sex. Hún var í eplagrænni blússu og pilsi, og Nick tautaði: ,,Aha, græna stúlkan.” Hún roðnaði og hló. „List þér illa á það?” ,,Þú sýnist ennþá yngri.” Hann virti fyrir sér andlit hennar. ,,Þú lítur miklu betur út núna en í morgun. Hafði meðalið einhver áhrif?” Hún kinkaði kolli. ,,Já, sem betur fer. Nú er ég alveg til í að fá eitthvað að borða.” Kvöldverðurinn tók lengri tíma en þau höfðu ætlað, svo að þau misstu af byrjun myndarinnar. Myndin var greinilega tekin í helli neðanjarðar og við kertaljós, það litla, sem séð varð, átti vist að tákna eitthvað sérstakt, en hvað það var, var ómögulegt að vita. Enginn vafi var samt á því, að myndin átti að vera alvarlegs eðlis. Þau Nick sátu og börðust við hláturinn út alla myndina. Þau höfðu alltaf getað hlegið saman að öllum fáránleika. Þeim var enn hlátur í huga, er þau gengu hægt í átt að aðalhliði klaustur- garðsins. ,,Þú lofar að fara varlega,” sagði Nick og leit á hana alvörugefinn á svip. „Þessi kynferðissjúki náungi gæti legið í leyni í klausturgarðin- um. Á ég ekki að ganga með þér yfir að djáknabústaðnum?” „Vörðurmn myndi aldrei leyfa það,” sagði hún. „Hann er ekki líklegur til að veita neinar undan- þágur.” „Taktu þá að minnsta kosti þetta....” Hann dró vasaljós upp úr frakkavasanum og þrýsti þvi í hendur hennar. „Þú verður þá ekki eins hrædd að ganga yfir klaustur- garðinn, og þú gætir jafnvel notað það sem vopn, ef vinur okkar léti sjá sig.” „Ég vildi, að þú hefðir ekki sagt þetta,” sagði hún. „Mér fer að finnast hálf skuggalegt hérna.” „Þú hefur ekki séð neinar fleiri verur i munkakuflum með krossa á hvolfi, er það?” „Nei, sem betur fer.” Framhald í næsta blaöi. 22. TBL.VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.