Vikan


Vikan - 02.06.1977, Qupperneq 41

Vikan - 02.06.1977, Qupperneq 41
vera að reyna að drepa þig, Viv” sagði hann. „Það hlýtur að vera ástœða fyrir þessu”. Þetta kvöld fórum við að skemmta okkur með vinum okkar, og á heimleiðinni talaði hann um, hve dugleg ég vœri að hafa ekki sagt neinum, hvers- vegna mér hefði liðið illa. Ég gaf honum kaffibolla, þegar við komum heim, og hann tók inn heilt glas af svefntöflum, bara demdi þeim i sig áður en ég gat stöðvað hann. Ég hringdi strax á sjúkrabil, en hann lést á leiðinni til sjúkrahússins. Hann freundi sjálfsmorð, því honum leið svo illa yfir að hafa meitt mig; hann vildi refsa sjálfum sér. Eftir að hann hafði tekið inn töflumar, sagði hann við Sue, dóttur mina: ,,Nú hef ég hefnt mín. Við mamma þín emm jafningjar núna.” Ég hafði ekki vitað, að Gary hafði verið undir umsjón sálfrœðings. Ég hitti sádfræðing hans á sjúkrahús- inu, og hann sagði mér að ekki hefði verið hægt að hjálpa Gary, því hann hefði haft líkama 32 ára gamals manns, en hugarfar átta ára bams. Ég reiddist yfir að hafa ekki verið sagt þetta fyrr. Hefði ég vitað þetta, hefði ég getað hjálpað honum. ALLT HEFUR GENGIÐ ILLA FRÁ PVÍ VIÐ HLUTUM VINN- INGINN. Eftir að Gary dó, hófust aftur simhringingarnar frá fólki, sem ekki lét nafns sins getið. Fólk hótaði að drepa mig, sagði, að ég væri morðkvendi, því þrír eiginmanna minna höfðu látist — Keith, Brian og Gary. Það er einkennilegt, að eftir að við unnum í getraununum, hefur allt gengið illa fyrir mér. Ég veit ekki hvers vegna, en ég óttast þetta. Djöfullinn býr sennilega innra með mér, og stundum óttast ég sjálfa mig. En ég trúi, að guð sé hjá mér. Ég held hann muni aldrei snúa baki við mér, vegna þess að ég reyni. Ég get ekkikomiðorðum að því, en jafnvelá mínum erfiðustu stundum kemur hann til min. Hann veitir einhvem styrk, þannig að hvað sem kemur fyrir í lifinu þá hefur maður kjark til að halda í trúna. Ég held í sannleika sagt, að ég hafi elskað guð frá því ég var bam. Mér gekk alltaf vel í kristinfræði í skóla. Ég fer ennþó í kirkju, en ekki til messu. Ég fer þangað, þegar ég get verið ein þar og bið mínar eigin bænir til guðs. Mérerenn spurn, hvers vegna ég var valin til að vinna í getraun- unum. Stundum dettur mér í hug, að það hafi verið af því, að ég vaí eina mannveran, sem hefði komist í gegnum það, eins og ég gerði! En svo ég sé nú alveg heiðarleg, þá vildi ég ekki vinna svona aftur; það er of auðvelt, og það er ekki hollt. Mér verður oft hugsað til þess, hvemig líf okkar hefði orðið ef við hefðum ekki unnið í getrauna- keppninni. Mér dettur helst í hug, að við Keith væmm enn saman í fyrsta, litla húsinu í Kershaw Avenue í Castleford. Hann mundi vinna sér inn ágætis laun núna sem námuverkamaður; hver veit, kannski hefðum við verið búin að fá okkur falleg húsgögn í litlu stofuna, og við hefðum setið hlið við hlið hjá arineldinum... Það hljómar ekki spennandi, en ef ég aðeins gæti farið aftur í tímann, gæfi ég hvem eyri, sem við unnum, aðeins til að geta verið með Keith aftur, hinum eina af eiginmönnum mínum fimm, sem ég nokkurn tima elskaði raunvemlega. Endir. NNI HINNA VANDLÁTU CROSS penninn hefur sannað yfirburði sína um allan heim. Stórglæsilegur penni sem fæst í 12 eða 14 karata gulli, silfri, krómi og með 12 eða 14 karata gullhúð. CROSS penni er lífstíðareign. PENNAVIDGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271 22. TBL.VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.