Vikan


Vikan - 02.06.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 02.06.1977, Blaðsíða 48
MEÐ ÓGILT VEGABRÉF Kæri draumráðandi, Mér þætti vænt um að fá þennan draum ráðinn: Mér fannst ég hafa verið að koma fljúgandi erlendis frá og vera lent á Reykjavíkurflugvelli ásamt manni, X, sem ég var meö fyrir nokkru, bróður hans og tveimur börnum (pilti og stúlku), sem við vorum að passa. Héldum við, ég og bræð- urnir, á mismunandi stórum U-laga járnstykkjum, sem eru notuð I keðjuenda. Þaö stærsta var um metri á lengd. Hélt ég á minnsta stykkinu og vantaöi ( það fleyginn til að loka því meö. Flugstöðin var miklu stærri en hún er, og mikil fólksmergð var þar. Þegar við vorum að fara f gegnum tollskoðunina, hafði ég áhyggjur af, að viö yrðum stoppuð vegna járnstykkjanna. Losaði ég mig við stykkiö, sem ég hélt á. Ég var stoppuð, vegna þess að vega- bréfið mitt væri gengið úr gildi. Vildi ég ekki samþykkja það, þar sem það væri aðeins rúmt ár, síðan ég fékk það. Svöruöu þeir, aö maöur fengi ekki vegabréf nema til eins árs í fyrsta skipti. Lenti ég f heilmiklu veseni, en fékk að lokum nýtt vegabréf til 10 ára. Þegar ég kom út úr tollinum, þá voru bræöurnir og börnin horfin. Fannst mér ég eiga að hitta X á kaffistofu f flugstöövarbygging- unni. Fór ég þangað, sem ég taldi, að hún ætti að vera, en þá var þar nokkurs konar danssalur. Um- hverfið minnti mig helst á stórar ferjur, sem ganga á milli landa f Evrópu. Fannst mér, að ég myndi aldrei finna X. Ég sneri mér að fyrirmannlegri eldri konu og spurði hvort hún vissi, hvar kaffistofan væri núna. Svaraöi hún vingjarnlega, aö allt hefði stækkað og flutt, og kaffistofan væri á allt öörum staö. Benti hún mér á að fara um dyr við enda gangsins. Kom ég þar út á skuggalegan stigapall, og þegar ég hafði farið niður nokkur þrep, kom ég í lítinn gang með lokaðri hurð beint á móti og annarri, sem var opin til vinstri. Þegar ég leit inn um þær, sá ég, að gólfið var að mestu leyti hrunið. Fannst mér ég verða að fara þar yfir. Gangurinn lá eins og hinn gangurinn, og komst ég einhvern veginn að enda hans og upp nokkur þrep og var þá stödd á brú á stóru skipi, aö mér fannst, þó brúin sjálf væri ekki stór. Stóð þar maöur, skipstjóri, leit hann illilega til mín og benti mér að fara niður stiga til hliðar viö sig. Fannst mér, að ef ég færi þar niöur, ætti ég ekki aftur- kvæmt. Kom þá X brosandi í Mig dreymdi dyragættina beint á móti mér og benti mér að koma inn f klefa til sfn, hann ynni á skipinu. Opnaði hann hurð, og fannst mér ég vera á leiö inn f klefann með honum, þgar ég vaknaöi. Virðingarfyllst, Hafdís. Þú munt sæta mjög mik/um erfiöleikum á næstunni og verða fyrir miklum vonbrigöum. Vand- ræöi á heimi/i þínu eru fyrirsjáan- leg, og núverandi aöstæöur munu breytast til hins verra. Þó mun allt þetta ganga yfir, og þín bíða mikil auöæfi og upphefö. örðugleikar, sem þú hefðir getaö átt viö aö striöa, munu veröa aö engu fyrir tilstilli X. DÖKK Á HÖRUND MEÐ HVlTT HÁR Kæri draumráðandi, Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig hefur dreymt þrisvar sinnum. Hann er á þessa leið: Ég vissi ekki almennilega, hvar ég var, en ég held, að það hafi verið einhvers staöar nálægt Kaldbaki. Ég stóð uppi á sund- laugarbarmi, og fannst mér fullt af fólki f lauginni. Laugin var mjög skrýtin, það var ekkert vatn í henni heldur stór dúnsæng. Fólkiö teygði hendurnar í átt til mín, og ég stakk mér út f til þeirra. Var ég svolitla stund, en þegar ég fór upp úr, var ég meö alveg snjóhvítt hár og mjög dökk á hörund. Fólkiö vildi, að ég kæmi aftur út í sundlaugina, en ég vildi þaö ekki, þvf ég hélt, aö ég mundi verða alveg kolsvört á hörund. Svo eftir litla stund fór hitt fólkiö líka úr lauginni, og var ég mjög hissa að sjá þaö, þvf það hafði alveg eölilegan hörundslit, og háriö var óbreytt. Forðaðist fólkið mig og passaði að vera ekki, þar sem ég var. Svo fór ég í sturtu, og rann þá næstum allur dökki liturinn af mér, og hárið varð aftur eölilegt. Ég vona, að þessi draumur veröi birtur, þvf kennari minn sagði mér að skrifa, og langar mig mjög að fá svar við þessum skrýtna draumi. Með þökk fyrir birtinguna, Ein sfdreymandi fyrir sunnan. Þessi draumur er þér fyrir mikilli gæfu. Þú munt ná miklum árangri í einhverju, sem þú tekur þér fyrir hendur, og ást og hamingja bíða þín. Þú verður fyrir einhverri upphefö, og hörundsliturínn er þér fyrir góöri heilsu. i TANDURHREINUM STRIGA- SKÓM Kæri draumráöandil Fyrir löngu dreymdi mig ein- kennilegan draum. Mér fannst ég standa á handriðslausum tröppum á hrörlegum tveggja hæða sveita- bæ, sem einu sinni hafði verið hvítur, en var nú skítugur og skellóttur. Hjá mér stóð maöur (ungur) f dökkblárri peysu, snjáð- um gallabuxum og strigaskóm, sem í allri þessari drullu voru tandurhreinir. Hann benti mér yfir túniö á litla kirkju og sagði: „Þessa kirkju byggöi ég eftir að ég lét rífa útihúsin." En útihúsin voru þarna ennþá, niöurnfdd og Ijót á milli okkar og kirkjunnar. Mía. Þúgeturátt/ vændum, aö /ánið leiki ekki viö þig um tfma. Piiturínn i draumnum mun missa af tækifæri, sem honum býðst til gróða, en mun auönast þaö aftur fyrr en varir. Einhverjar breytingar ti/ batnaðar eru / náinni framtlö hjá þér. BRÆKUR LANGÖMMU. Kæri draumráðandi, Ennþá einu sinni leita ég til þfn meö merkilegan draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru, en áður en ég byrja á honum langar mig til að þakka þér fyrir ráðningar, og ég vil geta þess, að maöurinn minn hefur sérstaklega gaman af þeim. Einnig finnst mér þátturinn sífellt betri, og ætti hann að fá meira pláss í Vikunni. Hér kemur svo draumurinn: Mér fannst ég vera stödd í eldhúsinu heima hjá mér. Sat ég við eldhúsborðiö og var að drekka kaffi úr blárósóttum bolla. Á miöju gólfi stóð maðurinn minn og þvoði föt upp úr bala. „Hvar hefurðu náð í þetta?" spurði ég, því að þetta voru allt saman kvennærföt. „Þetta eru brækur af langömmu minni", hrópaði hann skellihlægj- andi og skvetti úr balanum út um gluggann. Mér varð um og ó, því fyrir neðan gluggann eru einmitt svalirnar hjá nágrannafólki okkar. Þessvegna leit ég út og sá þá, að bleikur undirkjóll hafði fest á svalahandriðinu. Ég stökk út um gluggann og ætlaði að ná í kjólinn, en varð einhvern veginn fóta- skortur, svo ég lenti út fyrir handriðið. Ég náði þó handfestu á kjólnum og hékk þarna eins og illa gerður hlutur. Þá slitnaði kjóllinn f sundur, en í stað þess að falla niður sveif ég upp í loftið, og varð ákaflega hrædd. Ég reyndi að kalla á hjálp, en kom ekki upp nokkru orði. Svo var eins og einhver kippti í mig, og í sama bili stóð ég fyrir utan húsið heima hjá mér. Ég sá þrjá svarta fugla fljúga í suðurátt, og við það vaknaði ég. Ég vona, að þú getir lesið eitthvað úr þessu fyrir mig, því þetta var allt svo skrýtið. Með bestu kveðjum og þakklæti, Sibbý. Þessi draumur boöar þér heim- sókn gamals vinar, og virðist einhver hætta vera yfirvofandi þeirrí heimsókn. Þú munt fara / ferðalag ti/ staðar, sem þú hefur aldrei fyrr komiö á, og einnig muntu h/jóta einhverja upphefð eöa frægö innan tíðar. HUNDUR OG SNIGLAR. Mig dreymdi, að til mín kæmi stór hundur, svartur, horaöur og mjög Ijótur. Mér leist ekkert á hundinn, en fór þó að gefa honum, henti til hans lifandi snigli, svörtum að lit. Hundurinn setti trýnið í snigilinn, en ekki sá ég, hvort hann át hann. Seinna henti ég öörum lifandi snigli, svörtum, fyrir hundinn, og allt fór á sömu leið. Svo breyttist hundurinn, leit miklu betur út, fallegri á feldinn og breyttist f háralit úr svörtum f brúnleitan. Hann kom nú til mín ósköp vinalegur, hringaði sig og lagðist hjá mér. (En þá hringdi vekjaraklukkan hjá mér.) Vonast eftir svari. Þökk fyrir, Ástrós. Þú munt veröa fyrir hugarangri af völdum óstööuglyndis og óreglu- semi, sem stendur I sambandi viö óheppilegan félagsskap. Einnig muntu veröa vör viö undirferíi, en þetta mun reynast skammvinnt, og hamingjan mun brosa viö þér á nýjan leik. 48 VIKAN22. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.