Vikan


Vikan - 15.09.1977, Page 6

Vikan - 15.09.1977, Page 6
— En hvernig hafa svo þessir vafasömu „karakterar" hér á Akureyri staðið sig í stökkunum? — Allflestir hafa staðið sig mjög vel, miklu betur heldur en sunnlendingar. Þeir hafa sýnt þessu miklu meiri áhuga og meiri hörku. Félagar í klúbbnum hér eru búnir að panta sér útbúnað fyrir tæplega tvær milljónir króna, þó að þessi klúbbur sé ekki nema tæplega árs- gamall og ég tel þetta alveg með ólíkindum. — Hverjir eru framtíðardraumar ykkar með klúbbinn? — Draumurinn er að í klúbbnum verði ekki færri en fimmtíu félagar og að hann geti keypt sína eigin flugvél, sem þá eingöngu verði notuð í fallhlífarstökk. Einnig væri æskilegt að koma á stökkskóla, þar sem ekki yrði gert neitt annað yfir sumarið en að stökkva. Þá á ég við að menn geti komið frá öllum landshornum, tekið þátt í námskeiðum og stokkið. En það er alveg öruggt, að þessi klúbbur á eftir að stækka, því áhuginn er það mikill hér. Það koma náttúrlega alltaf til með að vera einhverjir sem detta út úr þessu og hætta, en það verður örugglega eftir nógu stór og sterkur kjarni til að halda þessu gangandi. Þeir sem á annað borð hætta, hætta eftir fyrstu stökkin. Á námskeiðinu, sem verður hér í haust, er meiningin að reyna að fá Cessna 185, sem tekur fjóra til fimm stökkvara. Þessi vél er til á Egilsstöðum og hentar mjög vel til þessara nota. í sambandi við þetta námskeið er svo í ráði, að hafa Akureyrarmót í fallhlífarstökki og þá geta allir meðlimir klúbbsins tekið þátt í því móti, því það er jú mikill munur á því að hafa stokkið 270 sinnum eða tíu sinnum. — Hefur þyngd stökkvarans mikið að segja? — Það er auðvitað betra að vera léttur, en samt ekki of léttur, þvi þá næst ekki það út úr fallhlífunum, sem maður gæti annars fengið. Það einn hér, sem er ekki nema 60 kg, og ég er handviss um, að hann fær ekki allt það út úr fallhlífinni, sem hann fengi, ef hann væri þyngri. — Hvað finnst þér merkilegast í sambandi við fallhlífarstökk? — Persónulega finnst mér þetta það stórkostlegasta, sem nokkur einstaklingur getur gert. Menn eru misjafnlega af guði gerðir, en allir hafa þó einhverja þörf fyrir áhættu. Sumir láta sér nægja að fylgjast með veðrinu, það er viss spenna, sem fylgir því að spá hvort rigni eða verði sólskin. Aðrir hafa miklu meiri áhættuþörf, og þurfa að svala henni. Ég tel, að ég hafi mjög mikla áhættuþörf, og ég fæ henni svalað á þennan hátt. Það er þó alls ekki þar með sagt að fallhlífarstökk sé mjög áhættusöm íþrótt. Ef fallhífarstökk' er stundað rétt, öllum reglum fylgt og útbúnaðurinn í góðu lagi, þá er þetta ekki meiri áhætta en fara í bað. En það fylgir þessu samt viss spenna. í hverju stökki þarf maður að yfirvinna vissan hræðsluþröskuld og það gefur lífinu gildi, að vera hræddur, að finna nálægðina við dauðann gefur lífinu gildi. — Ertu þá ennþá hræddur, þegar þú stekkur? — Ég er alveg laus við þessa botnlausu hræðslu, sem grípur mann í fyrstu stökkunum, en ég er alltaf spenntur og kvíðinn. — Hvaða hluti af stökkinu er verstur? — Tja, það er á leiðinni upp í vélinni, þegar setið er í vélinni og beðið eftir því að komast út, en um leið og maður lætur sig detta og er laus við vélina, hverfur spennan. Það er líka spennandi augnablikið, þegar fallhlífin er að opnast og spáð er i það, hvort hún hafi opnast rétt eða hvort þurfi að sleppa henni og opna varafallhlífina. Svo þegar maður svífur um í loftinu, finnur maður ekki fyrir hræðslu. — Er það samt ekki svolítið brjálæðislegt, að láta sig detta út á 120 til 200 mílna hraða? — Jú, það er það, en það er ógerningur að lýsa þessu með orðum, fólk verður að upplifa þetta sjálft. Ég hef reynt að lýsa fyrsta stökkinu, en það er ekki hægt að lýsa þessari botnlausu skelfingu, sem grípur menn. Að hrapa stjórnlaust, hafa ekki neitt að halda í, vita ekki hvað er upp eða niður, norður eða suður. Þetta er ekki líkt neinu, sem menn hafa reynt áður, og það er bara ekki hægt að lýsa þessu. En að falla sjálfur í frjálsu falli er óskaplega skemmtilegt. Maður horfir niður og hugsar kannski: ,,Ég ætlaði ekki að vera hér, þegar ég stökk út úr vélinni." Þá reynir maður að keyra sig inn á staðinn, sem maður ætlar að opna á, leggur hendurnar aftur og reynir að stýra sér á réttan stað. Maður hefur fullt vald á líkamanum og getur gert allt sem flugvél getur gert, nema farið upp aftur. Það er hægt að taka beygjur og ,,lubb", en ekki að fara upp. i frjálsu falli er hægt að ferðast töluverða vega- lengd, ef fallið er nógu langt. Þá setur maður sig í svokallaða delta-stöðu. Ef fallhlífin er opnuð í delta-stöðu eru miklar likur á því að hún rifni, því hraðinn er 180-200 mílur, og þess vegna verður maður að breiða úr sér og fletja út, eins og það er kallað, til þess að hæq^a ferðina. Það er vandalaust að anda, en hraðinn verður einhvernveginn allt annar, og það eina, sem maður heyrir, er flaksið í gallanum. Kinnarnar á manni ganga svona holt og bolt, (Siggi hristir á sér kinnarnar af eldmóði, til að sýna mér) og maður nær 180 mílna hraða á tólf sekúndum. — En hvernig er með nýliðana, eru þeir ekki með snúru í sér til að opna fallhlífarnar? — Jú, svokallaða statik-línu, sem er fest í opnunarbúnaðinn á fallhlífinni og í flugvélina. Ég er vanur því að kippa í línuna rétt áður en strekkt er á henni, til þess að hjálpa til við opnunina. Línan losnar ekki úr fallhlífinni fyrr en hún hefur opnast til fulls. Þessi statik-línu útbúnaður á að vera og er mjög öruggur fyrir nýliðana. Það eina, sem nýliðarnir í statik-línu geta raunverulega gert af sér, er að fara kollhnísog hugsanlega geta þeir líka flækt sig í línunni á leiðinni frá vélinni. Þjálfun nýliða á jörðu niðri hefur geysilega mikið að segja, og að hún fari rétt fram. i fallhlífarstökki eru geysilega miklir möguleikar á því að verða hræddur og ég útskýri það alltaf fyrir nýliðum, að þeir þurfi ekki að ganga að því gruflandi, auðvitað verði þeir hræddir, þegar þeir detta frá vélinni. Þeir vita af því og búast við því. — Hefur það aldrei hvarflað að þér, að þú ættir að láta vera að kenna öðrum að fleygja sér út úr flugvél? — Bæði já og nei. Fallhlífarstökk á alls ekki við alla. Gagnvart sumum er það kannski ekki réttlátt, að vera að æsa þá í að stökkva út úr flugvél, ef þeir eiga alls ekki heima í þessu, og maður gerir þeim alls engan greiða með því að kenna þeim þetta. En einhver verður að breiða þetta sport út, ef það á ekki að deyja út, og ekki get ég verið einn í þessu. Þar af leiðandi verð ég að reyna að æsa einhverja upp í þetta, og það hefur komið á daginn, að margt fólk hefur gaman af þessu. Hitt er svo annað mál, að ég er alltaf hræddur um að nýliðarnir geri einhver mistök. Annars hef ég lent í því að þurfa að henda mönnum út úr flugvél, bæði hér heima og fyrir sunnan. Einu sinni varð ég t.d. að henda einum nemanda út tvisvar í röð. Þegar upp var komið neitaði viðkomandi nemandi að stökkva út, og það má segja að ég hafi platað hann, því ég bað hann að færa sig aðeins til í vélinni og um leið og hann gerði það, lyfti hann rassinum aðeins og um leið ýtti ég honum út. Það var náttúrulega lítið annað fyrir þennan stökkvara að gera en að fara niður, því fallhlífin opnaðist sjálfkrafa og hann sveif niður. Þetta er að sjálfsögðu neyðarráðstöfun. i hita leiksns, þegar það eru alltof fáar fallhlífar fyrir alla og mikið að gera, þá hefur maður ekki biðlund fyrir svona vitleysu og það er ekki hægt að ansa því, ef einhver þorir ekki að stökkva. En ég hef aldrei sagt neinum frá þessu. Ég kem ekki svífandi niður í fallhlífinni og segi: „Þessum þurfti ég að fleygja út." Svoleiðis gerir maður ekki. Þetta er einkamál viðkomandi stökkvara og kennarans. — Hefur þér ekki dottið í hug að svala áhættuþörf þinni á einhvern annan hátt? — Ég hef raunar gaman að öllu, sem felur í sér einhverja áhættu, til dæmis fjallgöngu og príli í klettum. Það kitlar mann einhvern veginn. Þetta er eiginlega alvarlegur sjúkdóm- ur og kemur mjög mikið niður á heimilislífinu. Siggi kannar málin, út um huröargatiö á Beechcraftvélinni. Hann er víga/egur gaurinn. Ég er mikið í burtu, en ég hef tekið litla stákinn minn með mér hingað út á flugvöll og hann bíður meðan ég fer upp, enda er hann kominn með dellu líka. Og það voru orð að sönnu, að sonurinn væri með dellu, því Siggi bauð mér í kaffi og sá litli gerði ekki annað en að hoppa niður úr sófa með handklæði í höndunum. 6 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.