Vikan


Vikan - 15.09.1977, Síða 7

Vikan - 15.09.1977, Síða 7
Hér sést á eftir einum út um hurðargatið á Beechcraftinum. — Er sama hvernig vélar þið notið, þegar þið stökkvið? — Þegar stökkvari er kominn á það stig, að það er sama hvernig hann stekkur út úr vélinni og hefur fullt vald á hreyfingum sínum í loftinu, þá er alveg sama hvernig vél er stokkið úr. Við hér á Akureyri höfum, að ég held, stokkið úr öllum vélum hér, nema farþegavélum. Ég hef nokkrum sinnum fengið far með flugmönnum. Ferköntuðu fallhlífarnar fyllast af lofti og /íkjast einna helst vængjum en ekki fallhlíf. Það er mun erfiðara að stjórna þessari gerð en þeim eldri. sem hafa farið héðan, og látið þá skilja mig eftir þarna uppi. En við erum líka að viða að okkur nýjum fallhlífum, sem eru mjög skemmtilegar og bjóða upp á marga möguleika. Til dæmis get ég farið á nýju fallhlífinni heim. Að fara á fallhlífinni heim? Nú var ég viss um að Siggi væri að plata mig. — Nei, þetta er satt. Það er lítil grasbali rétt við húsið heima, sem ég lendi á. Ég læt flugvélina fljúga yfir húsið í síðasta stökki og fer þar út. Þessar ferköntuðu fallhlífar eru geysilega fullkomnar, og maður flýgur þeim eins og flugvél. Þótt maður komi inn á þrjátíu til fimmtíu mílna hraða, þá er auðvelt að hægja ferðina með því að toga í stjórnlínurnar og setja hemlana á. Með því er hægt að stoppa alla ferð áfram. Fyrir byrjendur notum við hins vegar gamlar hermannafallhlífar, sem búið er að breyta, en þær eru það allra öruggast, sem hægt er að fá. Ef þeim er rétt pakkað, opnast þær nærri því undantekningalaust. Miklu meiri kunnáttu þarf á þær nýju, ef stökkið á að takast vel. — í hvaða stöðu ertu í loftinu, þegar þú opnar fallhlífina? — Eg ligg flatur á maganum og fylgist með hæðarmælinum. Þegar hann er farinn að nálgast þrjú þúsund fet, fer ég að leita að handfanginu til að opna fallhlífina. Síðan seilist ég í það, dreg að mér lappinrnar um leið, og þá rís ég í loftinu. Því næst kippi ég í spottann spenni mig vel, og þá sópast fallhlífin upp af bakinu á mér. Í fyrsta stökki með nýju fallhlífina var ég heldur kærulaus þegar ég opnaði hana, svo að hluti af fallhlífinni opnaðist ekki nógu vel. Ég hafði æft niðri á jörðu að losa mig við fallhlífina og gerði það í þetta skipti og fór niður á varafallhlífinni. En ég held að það sé aldrei nógsamlega brýnt fyrir fallhlýfarstökkvurum, að vera ekki að dunda við að greiða flækjur í aðalfallhlífinni á leiðinni niður. Það er vísasta leiðin til að drepa sig. Maður hefur lesið í blöðum um menn, sem eru komnir með allt upp í 1500-2000 stökk, en drepa sig á því að reyna að greiða flækjur í aðalfallhlífinni á leiðinni niður, í stað þess að losa sig strax við hana og nota varafallhlífina. Maður á aðeins einn óvin í loftinu og það er tíminn. Alltaf er miðað við lágmarks opnunarhæð, 2500 fet. Úr 2500 fetum er maður bara fjórtán sekúndur til jarðar, fallhlífarlaus, og sá tími nægir ekki til að greiða flækjur eða dunda sér. Ef aðalfallhlífin bilar, á að sleppa henni eins og skot og nota varafall- hlífina, því hún opnast í einum logandi hvelli og allt að því kippir manni í sundur í miðju um leið, svo mikill er gauragangurinn í henni. — Eru fallhlífastökkvarar harðsoðnir gaurar? — Ekki er ég viss um að við séum harðsoðnari en aðrir, bara einhvern veginn öðruvísi. — Hvert er minnistæðasta stökkið þitt? — Það er örugglega sýningarstökkið, sem við framkvæmdum í Vestmannaeyjum í sumar. Það var engu líkt. Við áttum að lenda í Herjólfsdal, en til þess að það væri hægt urðum við að stökkva út yfir Atlanshafi og láta okkur svífa yfir klettavegginn og inn í dalinn. En það tókst nú ekki betur en svo, að einn, sem var í ferkantaðri fallhlíf, komst alla leið inn á íþróttavöllinn, en við hinir, sem voru í venjulegum fallhlífum, lentum í heilmiklum ógöngum. Erfiðleikarnir hófust strax og við opnuðum fallhlífarnar, því það var alveg sama hvað við gerðum, það hafði engin áhrif á ferð fallhlífarinnar. Það var eins og tekið væri með risahendi í fallhlífarnar og þær dregnar aftur á bak og við réðum ekki neinu um það hvar við lentum. En þegar við komum yfir eyjuna og hamravegginn var ég sannfærður um að lenda í bjargbrúninni. Sem betur fór var svo mikið uppstreymi við bjargbrúnina að fallhlífin hækkaði sig um ein tvö hundruð fet, svo að ég komst yfir brúnina og niður á veginn, sem liggur að íþróttavellinum. Sá þriðji var ekki svona heppinn, heldur lenti hann eins og fluga utan á klettavegginn og fallhlífin stóð lóðrétt upp af honum, föst við klettana. Þarna hékk hann eins og illa gerður hlutur, en hann slasaði sig sem betur fer ekki neitt, og tókst að losa af sér fallhllfina og príla niður. Síðan tókst honum að ná fallhlífinni af klettunum. Þarna sá maður best hversu lítils maður er megnugur, þegar náttúruöflin taka af manni ráðin. Það var ekkert hægt að gera sér til bjargar. Á.B. 37. TBL.VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.