Vikan


Vikan - 15.09.1977, Síða 9

Vikan - 15.09.1977, Síða 9
' ' * Hvirfilvindur reið yfir bæinn Harrodsburg í entucky, U.S.A. og lagði þar í rúst verksmiðju, sem framleiddi bandprjóna. Prjónahríðin, sem orsakaðist af þessu, drap marga íbúa. ★ Eitt sinn þegar vísindamenn komu til óbyggðrar eyjar í Suður-ishafinu, mættu þeir mörgæsum, sem bókstaflega ultu um koll af undrun. ★ Það var Rowland Hill sem fékk þá hugmynd að hafa bréfsnepil nógu stóran til að stimpla mætti á hann, en hafa bakhlið hans kvoðukenndan vökva, svo að notandinn gæti, með því að væta það, fest það á bréfið. Þegar þetta bar fyrir augu yfirpóstmeistarans Lord Lichfield sagði hann: „Margt vitlaust og kjánalegt hef ég nú séð um ævina, — en aldrei neitt svipað þessu...." * Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós. að barn, sem móðirin hefur á brjósti, dreymir samskonar drauma og móður- ina. ★ I útborginni Barnet í Norð- ur-London eru kynsjúkdómar aðeins næstalgengastir far- sótta, mislingar eru þar algengastir. ★ Aðeins tvær tegundir dýra fara í stríð gegn hópum af sínu sama kyni — maurar og menn. * - I NÆSTU VIKU „ÁKVAÐ FIMM ÁRA AÐ FARA TIL JAPANS.” Haukur Jón Gunnarsson heitir ungur leikhúsfræðing- ur, sem hefur stundað nám i Japan og Bretlandi. Hann kom hingað heim að loknu námi og hefur sett upp nokkur verk með leikfélögum úti á landi, t.d. í deiglunni með Leikfélagi Húsavíkur á síðastliðnum vetri, en það hlaut mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og almenningi. Um þessar mundir stjórnar Haukur sjónvarpsleikriti eftir Davíð Oddsson, sem enn hefur ekki hlotið endanlegt heiti, og einnig er hann að setja upp leikrit með Skagaleikflokknum. í næstu Viku er spjallað við Hauk um nám hans erlendis, Japan og fleira. MYNSTUR Á FATNAÐINN Hér áður fyrr tiðkaðist það mikið, að krakkar krotuðu út skólatöskurnar sínar, pennaveskin, og jafnvel rúskinnsjakkana sina. Nú er víst komið í tísku aftur að hafa allt sem mest útflúrað, a.m.k. fatnaðinn. Ýmsar skemmtilegar hugmyndir hafa komið fram, hvernig hægt er að hafa fötin sem skrautlegust. Sumir sauma alls konar mynstur í þau, aðrir festa fleiri tugi af tölum á þau, og þannig mætti lengi telja. 1 næstu Viku birtum við myndir af fatnaði, sem eigendurnir hafa ,,gert upp” og kennir þar ýmissa grasa. HVERRI GIFTIST KARL BRETAPRINS Flestir hafa nóg á sinni könnu, með eigin áhyggjuefni. Englendingarnir hafa það þó öllu verra en við, því ofan á eigin vandamál bætist sameigii legt áhyggjuefni: Hverri skyldi erfingi krúnunnar, Karl, giftast? — Karl er nú ekkert augnayndi, — en hann hefur þó verið við kvenmann kenndur. Hann má ekki sjást á mvnd með stúlku, þá er viðkomandi trúlofuð honum, og ef einhver stendur á milli þeirra, er álitið að verið sé að hylja samband þeirra. — Ýmsar stúlkur hafa verið bendlaðar við Karl Bretaprins, á einn eða annan hátt, og í næstu Viku birtum við myndir og grein um ,,Karl og stúlkurnar hans.” VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar í Síðumúla 12. Simar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Simi 36720. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 37. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.