Vikan


Vikan - 15.09.1977, Page 36

Vikan - 15.09.1977, Page 36
I flugvél með Lug og í bíl með i Ragnar Th. Sigurðsson, 19 ára Ijósmyndari Dagbla^ að vera á réttun Ragnar Th. Sigurðsson heitir ungur maður, sem hefur starfað sem Ijósmyndari hjá Dagblaðinu. Ragnar er aðeins 19 ára gamall, en þó hefur ýmislegt markvert á daga hans drifið, og er þar skemmst að minnast þegar honum nú í sumar lánaðist ekki aðeins að horfast í augu við hinn margumtalaða, þýska bankaræningja, Lugmeier, heldur náði einnig viðtali við hann. Lugmeier bað Ragnar að selja ekki þýsku blöðunum myndirnar, sem hann tók af honum í flugvélinni, og sagðist skyldi í staðinn skrifa honum síðar og segja honum frá ráninu í smáatriðum. Nú bíður Ragnar eftir bréfi..! Þegar vélin lenti í Frankfurt, ruddist Ragnar fyrstur út úr vélinni til að ná mynd af Lugmeier, þegar hann kæmi út. Ragnar var ekki fyrr kominn á þýska grund, en honum var vísað inn í áætlunarbifreið, sem átti að flytja farþegana að flugstöðvarbyggingunni. Hann var ekki á því að sætta sig við þetta, þar sem hann ætlaði að ná mynd, svo hann laumaði sér aftur út úr bifreiðinni og faldi sig bak við lögreglubifreið. Skömmu síðar fannst Ragnar og þýska lögreglan gaf til kynna að hún væri lítið hrifin af svona framhleypni, og þurfti nú að senda eftir annarri þifreið til að flytja Ragnar, sem síðan ók eins og greifi eftir flugvellinum! Synd að segja að við íslendingar vekjum ekki athygli! En þetta er ekki það eina, sem Ragnar hefur tekið sér fyrir hendur um dagana. Ljósmynda- bakteríuna fékk hann 12 ára gamall, og gengur enn með hana. Hann var á lýðháskóla í Svíþjóð um eins árs skeið, og sendi þá fréttir og myndir hingað heim af frægum stjörnum, m.a. ABBA, Frank Zappa og Sammy Davis, en hvernig hann náði myndum af Sammy er saga út af fyrir sig! Hljómleikar Sammy Davis voru haldnir i Scandinvium hljómleikahöllinni í Gautaborg, en þar mun vera stærsti salur á Norðurlöndum, tekur 12-13.000 manns í sæti. Það var svo til ógjörningur fyrir þlaðamenn og Ijósmyndara að fá aðgang að þessu hljómleikum, en Ragnar dó ekki ráðalaus. Hann safnaði saman þeim myndum og greinum, sem hann hafði gert um stjörnur, sem höfðu skemmt í þessari hljómleikahöll, labbaði sig niður eftir og náöi tali af forstjóra hallarinnar. Sá hinn sami tók greinar og myndir Ragnars og hvarf á braut. 36 VIKAN 37. TBL. Skömmu síðar hringdi hann í Ragnar, með þau skilaboð frá umboðsmanni Sammy Davis að Ragnari væri boðið á hljómleikana. Þegar Ragnar mætti á hljómleikana, sá hann autt sæti á fyrsta bekk fyrir miðju, og fékk sér sæti þar. Síðar kom í Ijós, að sæti þetta var ætlað einhverjum fínum Gautaborgarbúa, en sá góði maður mætti einhverra hluta vegna ekki á hljómleikana, — sem betur fer fyrir Ragnar. Kona, sem sat við hlið Ragnars, hafði þurft að greiða sem svarar 22.000 ísl. krónum í aðgangseyri. Auk Ragnars voru aðeins 5 Ijósmyndarar á þessum hljómleikum, allt atvinnumenn um fimmtugt — hlaðnir vélum af bestu tegundum — og enginn þeirra fékk sæti? Stundum er nú gott að vera bara venjulegur 18 ára íslendingur! Ragnar hefur líka orðið svo frægur að sitja í bíl með Frank Zappa. Það var að loknum hljómleikum hjá Zappa, að Ragnar elti hann út í b(l. Zappa bandaði honum frá sér og sagði:,, No comment." En Ragnar skildi hann ekki (Ragnar skilur bara það, sem hann vill skiljal), og þegar Zappa settist inn í bílinn, settist Ragnar við hlið hans, og gerði sig líklegan til að fara aðtaka viðtal, með blokk, penna og ,,alle grejer." Zappa reif af honum blokkina og pennann, ritaði nafn siit, og gerði þar með skiljanlegt, að við hann yrði ekki tekið neitt viðtal — og svo flaug Ragnar út úr bílnum! Heppni að ekki fór illa, því lífvörður Zappa er þekktur af allt öðru en blíðuatlotum við blaðamenn og Ijósmyndara. Ragnar hefur líka séð hin vinsælu hjú í ABBA í eigin persónu, og rætt við umboðsmann þeirra, Tomas Johan- son. Tomas þessi skipuleggur hljómleikaferðir og þess háttar fyrir ABBA, og hann hafði samþykkt viðtal við Ragnar á Park Avenue Lugmeier / bonöum á leio ti/ Þyska/ands, hann gerOi samnmg viO fíagnar og nú er bara aö sjá hvort hann stendur við hann.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.