Vikan


Vikan - 15.09.1977, Qupperneq 42

Vikan - 15.09.1977, Qupperneq 42
Filomenu sjálfri, þegar hún datt niður stigann. En á sama tíma hafði Giuliano verið á mótorhjólinu sínu við borgarhliðið. Markgreifans vegna varð hún að skýra lögreglunni strax frá þessu. Ákveðin í fasi gekk hún að dyrunum og opnaði. Inni í herberginu sat Giuliano á stól, sem sneri að dyrunum. Andlit hans var með sama ólundarsvipn- um. Andspænis honum stóðu tveir þrekvaxnir menn, annar þeirra var einkennisklæddur. Sá einkennis- klæddi hélt leðurjakka, hjálmi, gleraugum og hönskum á lofti. ,,Við fundu þetta í ónotað geymslu- herberginu við borgarhliðið,” sagði hann. „Hefurðu séð þetta einhvem tíma áður?” Það var fýlusvipur á Giuliano. Hinn maðurinn andvarpaði. „Allt í lagi, vertu bara ósamy innu- þýður. Við sendum 'fötin i efna- greiningu og ef þú reynist eitthvað við þetta riðinn, þá kæri ég þig líka fyrir að reyna að hindra störf lög- reglunnar.” Hann leit við og hnyklaði brýmar þegar hann kom auga á Regínu.” Hvað ert þú að gera hér?” þmmaði hann. Regína gekk fram. li,Ég kom til þess að bera vitni. Giuliano getur ekki verið sá, sem þið leitið að. Ég veit nákvæmlega, hvar hann var, þegar morðið var framið,” sagði hún. Lögreglumaðurinn gaut augun- um á Giuliano. „Fyrst þú hefur fjarvistarsönnun, hvers vegna sagðir þú okkur það ekki strax?” Giuliano var staðinn upp og <7 SKUGGA %/ÓNSINS reiðin skein úr augum hans. „Hvers vegna ert þú að skipta þér af þessu, enska tæfan þín?” æpti hann. Lögregluþjónninn var ekkert að dylja það að honum var skemmt. „Þetta er mjög athyglisvert, ung- frú,” sagði hann. „En vinur okkar héma virðist ekki alveg kunna að meta það, sem þú gerir fyrir hann, eða finnst það það?” Það var barið að dymm og Edward gekk inn. Lögregluþjónn- inn brosti vinsamlega. „Við emm fegnir að sjá þig aftur.” „Við höfum ekkert við þig að tala meira, eins og sakir standa. En vertu samt tilbúinn að mæta til frekari yfirheyrslu,” sagði hann við Giuliano. Giuliano yfirgaf herbergið án þess að svara nokkm og lögreglu- þjónninn sneri sér að Edward og sagði: „Þessi unga stúlka segist geta veitt Giuliano Malaspina fjarvistarsönn- un, þegar morðið var framið.” Edward leit á hana. „Getur hún það?” Hann horfði á hana fast og lengi. Hún fann að hún roðnaði. „Hann er mjög laglegur ungur maður,” sagði hann loks hægt. „Hann er viðbjóðslegur ræfill,” svaraði hún, og var heitt í hamsi. „Fyrirgefðu, væna mín. Ég vildi bara vita, hvernig málin stæðu.” „Hann var náunginn á mótor- hjólinu, sem reyndi að þvinga okkur út af veginum, sá hinn sami og hló að mér, þegar ég var nærri dauð úr hræðslu, þarna manstu, þegar hann fór fram úr okkur á beygjunni. Samt virtist hann öskureiður yfir framburði mínum, vár það ekki, lögregluþjónn?” „Þú þekkir ekki þessíj náunga, ungfrú. Þeir standa hver með öðmm. Ef við yfirheyrum einhvem þeirra, þá þykjast þeir alltaf hafa verið saman, þegar þetta eða hitt hefur gerst. Og það er ekki hægt að loka þá alla tuttugu inni í einu. Giuliano var einmitt að nota þessa venjulegu aðferð þeirra, þegar þú blandaðir þér í málið.” „Þetta er í fyrsta sinn, sem við höfum þó að minnsta kosti sönnun fyrir, hvar einn þeirra hefur verið á ákveðnum tima. Það er þó alltaf byrjun.” „Hvað með ástæður fyrir morð- inu?” spurði Edward, hugsandi á svip. Lögregluþjónninn hristi höfuðið. „Þessir ungu menn gætu fundið upp sínar ástæður. En það hjálpar okkur ekki.” „Hvað gátu þeir haft á móti Filomenu Tebaldi?” „Ekkert á móti henni, persónu- lega. En þeir hafa getað verið að hefna sín á manni hennar.” „Og hvað hafa þeir á móti Beppo?” spurði Edward. „Stjómmáiaskoðanir hans,” svaraði lögregluþjónninn. „Það er það eina, sem við höfum getað fundið sem ástæðu fyrir framferði þessara pilta. í einu eða tveimur tilfellum hafa ókunnugir orðið fyrir barðinu á þeim, eins og gerðist í þínu tilfelli, en annars hafa þeir ráðist að kommúnistum eða þeim, sem Giuliano hefur þótt vera of frjálslyndir í skoðunum.” „Og hvað em þeir að reyna að sanna með þessu? Lögregluþjónninn yppti öxlum. „Ég vildi að ég vissi það. Það er og verður leyndarmál Roccaleone, nema ef þú vilt leggja okkur lið.” „Ég skal gera það, sem ég get,” svaraði Edward alvarlegur i bragði. Seinna þegar lögreglan ,var farin, spurði Regína hann: „Hvers vegna ættir þú að vera að hafa áhyggjur af þessu?” Edward brosti. , ,tfáð lifir lengi í gömlum glæðum, vina mín.” „Ég skil ekki, hvers vegna allir búast við svona.miklu af þér.” „Þú þekkir ekki-heldur íbuana í Roccaleone. Þegar þú hefur kynnst þeim betur, muntu skilja þetta.” „Það er landi okkar hérna, sem er að rannsaka feril þinn,” sagði hún. „Hann heitir Hugh Mortimer.” Edward virtist óánægður. „Hvað ertu að segja. Ekki er ég viss um að ég kæri mig mikið um það. Er það ungi maðurinn, sem þú varst. að tala við á torginu?” Regína kinkaði kolli. „Þú ættir að koma með hann og kynna mig fyrir honum. Heyrðu annars, okkur er boðið yfir til Genoa á morgun. Hefur hann minnst á það eitthvað við þig, Regína?” Hún fann að hún roðnaði. „Já, ég sé að hann hefur gert það,” sagði Edward bliðlega. Regína flýtti sér að taka málstað Hughs. „Hann var alls ekki að slúðra neitt. Hann er ekki þannig. Auk þess...”, hún þagnaði. Edward var sorgæddur á svip. „Segðu það bara, Regína. Ég er víst nokkuð þekkt persóna hér um slóðir. Ef hann er að grafast fyrir um mig, fer ekki hjá því að minnst sé á Cörlu.” Stúlkan sagði ekkert, og reyndi að bæla niður löngunina, til að spyrja hann allra þeirra spurninga, sem ásóttu hana. „Þú færð að sjá hana á morgun,” bætti Edward við. Regína hrökk við. „Er það?” „Langar þig ekki til þess?” „Jú, mjög mikið, en ertu viss um að þú viljir hafa mig með þér?” „Við förum öll. Markgreifinn — þú — ég. Hún sendi þau skilaboð, að hana langaði til að sjá okkur öll. „Elskaðirðu hana?” Hún gat ekki lengur bælt ^niður þessa spurningu. Hún hélt um stund að hann myndi ekki svara. „Já,” sagði hann loks, lágt. „Ég elskaði hana.” Framhald í næsta blaði 42 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.