Vikan


Vikan - 15.09.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 15.09.1977, Blaðsíða 44
Vekjaraklukkan og síminn hringdu með nokkurra sekúnda millibili. Ég fálmaði eftir símtólinu í myrkrinu. Eins og í draumi heyrði ég rödd stúlkunnar í gestamóttök- unni: „Þetta er hálfsjö hringingin. Klukkan er hálfsjö.” Ég muldraði eitthvað í þakk- lætisskyni og reyndi að hugsa skýrt. Hvar í heiminum var ég stödd? Þegar klukknahringingin stöðvaðist, heyrði ég sjávarnið. Við vorum á Miami — á hóteli við ströndina — ég gat meira að segja heyrt í máfunum. Það var eins og ég væri í leiðslu, og ég reyndi að finna ástæðuna fyrir því. Þá mundi ég það. Ég leit á náttborðið — og þar var það. Litla meðalaglasið, hálffullt af töflum. Ég hafði sagt Shirley Dougall, sem var flugfreyja eins og ég, að ég hefði átt erfitt með svefn að undanförnu og hún hafði gefið mér svefntöflumar sínar. Hún sagði mér að taka tvær, en ég hafði talið að ein nægði. Sem betur fer hafði ég bara tekið hálfan skammt, og ég ákvað að þessari stundu, að taka aldrei aftur inn svona töflur. Ég flýtti mér í steypibað og að því loknu var ég tilbúin að lifa að nýju. Ég fleygði nokkrum hlutum ofan í handtöskuna mína og fór niður i anddyrið, þar sem áhöfnin var saman komin. Ég lagfærði einkennisbúninginn minn og reyndi að sýnast vel vakandi. „Góðan daginn, Celia”, sagði McQuade. Hann var yfirflugþjónn, fremur lingerður en besti náungi. „Ég veit ekki, hvernig ég á að halda mér vakandi í þessari ferð — ég var að skemmta mér í gærkvöldi.” Hann strauk hugsandi yfir þunnt hár sitt. „Þú átt ekki að vera svona mikill kvennabósi”, sagði Charlie Henry, aðstoðarflugmaðurinn. „Kvennabósi?” hváði McQuade, og leit spyrjandi á hann. „Mér er illa við frímerkjasöfnun.” Við hlógum öll og spjölluðum saman, meðan við biðum eftir áhöfn flugvélarinnar. Hitamælirinn á veggnum sýndi að það var 30 stiga hiti úti. Við áttum að fljúga beint til London og þar var hitinn varla meiri en 15 stig. Ég skalf við tilhugsunina um hitamismuninn. Flugáhöfnin var ný. Ég hafði ekki flogið með neinu þeirra áður, en þetta virtist vera besti hópur. Fell flugstjóri kynnti sig, og hann virtist mjög traustvekjandi. Við stigum um borð í flugvélina og bjuggum okkur undir að taka á móti farþegunum. Vélin var aðeins hálffull, svo það leit út fyrir að ferðin yrði auðveld. Ég sýndi neyðarútbúnaðinn, bað farþegana að festa sætisbeltin og tilkynnti að Flugránið Smásaga eftir MAX BYGRAVES Farþeginn hlýtur að hafa orðið var við að hann hafði verið uppgötvaður, þvi þegar Fell flugstjóri beygði sig yfir hann, tók hann fram byssuna og miðaði henni milli augna flugstjórans. , ,Eftir tvær klukkustundir eigið þið að breyta flugáætluninni, og fljúga til Rómar.,, — ,,Ég get það ekki,” svaraði Fell. ,,Við höfumekki nægilegt eldsneyti.” morgunverður yrði borinn fram um leið og við værum komin í loftið. Farþegamir voru flestallir Bandarikjamenn. Það var greinilegt á morgunverðinum, sem beðið var um, — eingöngu kaffi. Englending- arnir fengu sér y firleitt te og borðuðu allt ávaxtamaukið. Þegar ég kom aftast í vélina tók ég eftir ungum manni, á að giska tuttugu og fimm ára, sem teygði úr sér yfir þrjú sæti. Hann var steinsofandi. Þegar ég var að hugsa um, hvort ég ætti að vekja hann hreyfði hann sig og jakki hans flaksaðist frá. Mér brá ónotalega þegar ég sá að hann var með byssu við buxnastrenginn. Ég gekk aftur eftir ganginum með kaffikönnuna og fór til McQuade, sem var að útbúa morgunverð fyrir áhöfnina. „Það er maður í vélinni með byssu.” Ég tók andköf. — „Með hvað??” Hann hafði augljóslega heyrt hvað ég sagði. „Hann er i Q röðinni, sofandi. Ég sá byssuna festa við beltið hans.” „0, nei!” sagði McQuade, og bar fingur að vörum sér. „Hvað getum við gert?” „Nú, ekki getum við hent honum út, eða hvað elskan?” Hann gerði lélega tilraun til að brosa. „En ef hann skyldi nú vera flugræningi?” „Sýndu mér hann.” Hann ýtti mér fram ganginn og ég fór nokkrum skrefum á undan honum. Pilturinn var enn sofandi.— Þykka svarta hárið hans hafði fallið fram á ennið og byssan kom greinilega í Ijós. „Vertu kyrr héma, ég ætla að tala við flugstjórann.” McQuade fór fram í flugstjómarklefann. Ungi maðurinn hreyfði sig, opnaði annað augað og flýtti sér síðan að hneppa að sér jakkanum. Ég lét sem ég hefði ekki tekið eftir því. „Má bjóða yður kaffi, herra?” Hann svaraði ekki. „Hvað er klukkan?” Ég leit á úrið mitt. „Hana vantar tuttugu minútur í ellefu,” — „Hvað er langt þangað til við lendum i London?” „Fimm klukkustundir.” McQuade var á leið eftir gangin- um með Fell flugstjóra. Farþeginn hlýtur að hafa fundið á sér að hann hafði verið uppgötvaður, þvi þegar Fell flugstjóri hallaði sér að honum, til að segja honum að óleyfilegt væri að bera skotvopn í flugvélinni, eða eitthvað í þá áttina, dró pilturinn byssuna upp og miðaði henni beint á milli augna flugstjór- ans. Flugræninginn sagði kuldalega: „Fáðu þér sæti flugstjóri.” Flug- stjórinn gerði það, sem honum var sagt, meðan við McQuade stóðum kyrr . Enginn hinna farþeganna tók eftir okkur. „Eftir tvær klukkustundir ætlast ég til að þið breytið áætluninni og lendið í Róm.” „Það er ekki hægt” svaraði flugstjórinn. „Ég hef ekki nægilegt eldsneyti.” „Ó, jú, það hefurðu víst, flug- stjóri — þið fylltuð tankana í Miami — þið hafið nóg eldsneyti til að fara hálfa leið kringum hnött- inn.” Hann tók blað innan úr jakka sínum. „Hér em fyrirmælin — þú situr kyrr hér, og sendir þessi tvö fram til aðstoðarmanns þíns. Hagið ykkur bara vel, og þá komast allir heilu og höldnu til London. Én reynið að leika einu sinni á mig, og 44 VIKAN 37. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.