Vikan


Vikan - 15.12.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 15.12.1977, Blaðsíða 16
hressilega. — Ég á aldrei eftir að enda á sviðinu á Sögu eða einhvers staðar annars staðar með bassann á maganum. Ég hætti frekar alveg, eins og pabbi gerði forðum daga. Það þýðir ekkert að vera að gutla í tónlist, — annað hvort stundar maður hana heils hugar eða sleppir henni alveg. Fyrir nokkrum vikum komu meðlimir tveggja útgáfa af hljóm- sveitinni Pops saman í veitinga- húsinu Klúbbnum og léku þar saman nokkur lög. Þá fengu áhorfendur að sjá og heyra Pétur leika á bassa. Ég spurði hann, hvort hann gæti hugsað sér að gerast aftur bassaleikari, ef með þyrfti. — Nei, svaraði hann. — Ég hafði mjög gaman af að taka í bassann aftur þarna í Klúbbnum, en það tæki mig ekki minna en ár að taka upp þráðinn aftur, þar sem ég hætti á sínum tíma, er ég gekk í hljómsveitina Náttúru. Satt að segja var ég alveg að drepast í puttunum eftir þessi fáu lög, sem við lékum. Á meðan við Pétur Kristjánsson ræddum saman, flettum við öðru hverju í úrklippubókum Péturs, — tveimur heljarmiklum doðröntum, sem hann hefur safnað flestum blaðaúrklippum um sig í, síðan hann byrjaði feril sinn í Pops sáluðu. Eldri bókin hefst á úrklippu úr Vikunni, þar sem skrifað er um „nýgræðingana" í Pops sem unga og efnilega tónlistarmenn. Síðan tekur hver við af annarri ásamt gömlum dansleikjaauglýsingum, sinni úr hvorri áttinni. Þarna skrifar einn blaðamaður um, að Pops séu nú orðnir þrælgóðir, og á sömu síðu er lítil úrklippa — bréf — frá Sævari nokkrum Sverrissyni, sem spyrst fyrir um það í Pósti Vikunnar, hvort langþráð plata með Pops fari nú ekki bráðum að koma. Sævar þessi er nú vaxinn úr grasi og sjálfur oröinn söngvari, — og þykir minna nokkuð á Pétur. Þannig flettum við áfram og lásum viðtöl, hrósgreinar og skammagreinar, — aðallega hrós. Þarna var skrifað um framtíðar- áætlanir, sem aldrei stóðust, og vonir um frægð og frama, sem aldrei urðu að veruleika en eru nú vonandi að rætast. Þannig er hægt að halda áfram lengi, en efni úrklippanna er óþrjótandi efni í nýja grein, sem þó verður að bíða betri tíma. ÉG STEND OG FELL MEÐ POKER -— Ég spurði Pétur Kristjáns- son, hvort hann vildi segja eitthvað að lokum. Hann gretti sig og dæsti, en þáði það samt. — Ef fólk vill ástand í tónlistarmálunum, eins og það er í dag, sagði hann, — þá það um það. En ég hef ekki trú á því, að fólk vilji hætta að hlusta á og dansa eftir lifandi tónlist. Þá hef ég í huga þann hóp, sem hefur gert okkur kleift að vinna að okkar Einn glæsilegasti^skemmtistaður Evrópu * Enn styrkjum i fid lidið okkar Einn sá bezti i Stofán Hjaltestod ^yfirmatreiðslumeistari Aðeins það 3 bezta er nógu gott: Köld borö Cabarett Síldarréttir Heitir réttir Eftirréttir Brauötertur Cocktailsnittur Kaf fisnittur m É0 Smurbrauðsdömur: Sendum út veizluretti fyrir ferminga- og coc kfail-veizlur Einnig bendum við ö okkar glæsilegu husakynni sem yður standa til boða til hvers konar mannfagnaðar Sylvia Jóhannsdóttir lærð frá Gastronomisk Institut Köbenhavn Dagbjört Imsland lærð frá 2-33-33 Ei 2-33-35 KL.1-4 DAGLEGA Aarhus staður hinna vandlátu 16VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.