Vikan


Vikan - 15.12.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 15.12.1977, Blaðsíða 12
Við erum aðeins ólau skattinnh Mikið er hún nú annars merkileg, mannskepnan. Það er sama hvar á hana er litið — alltaf er hún jafnskrítin. Sumir eiga reyndartil að gleyma því, að þeir séu menn. Aðrir eru sér þess allt of meðvitandi. Þeir setja líf sitt í rígfastar skorður, ganga með hálsbindi hvunndags, vinna í átta klukkustundir, dunda við hobbýið í átta stundir og sofa loks þær átta, sem eftir eru. Á sumrin fara þeir í frí. Skreppa kannski til sólarlanda eða fara hringinn, — stundum ekki nema hálfan hring. Poppararnir svokölluðu eru heilt mannkyn út af fyrir sig. Þeir vinna ekki í átta tíma og stunda síðan áhugamálið í aðra átta. Vinnan er þeim áhugamál, svo að sjálfgefið er, að hún stendur oft yfir í sextán klukkustundir að minnsta kosti. Þeir fara ekki í frí á sumrin, því að þá er mest að gera við sveitaböllin. En þeir þeytast hálfhring eftir hálfhring og hring eftir hring um landið, koma við í félagsheimilunum sosum eina kvöldstund og eru þotnir að morgni. Þeireru að sinna áhugamálinu. — Hálstau er þeim tákn meðalmennsk- unnar, og það hengja þeir ekki á sig, nema þegar þeir festa ráð sitt eða fara á Hótel Sögu. Pétur Kristjánsson er búinn að vera poppari síðan hann fermdist hjá séra Garðari i Laugarneskirkju fyrir ellefu árum. Hann stofnaði fyrstu hljómsveitina sína, Pops, ásamt fjórum vinum mánudaginn eftir fermingardaginn sinn 1966. Er ég ræddi við Pétur á dögunum, lá því beinast við að spyrja hann fyrst að því, hvort honum væri ekkert farið að leiöast starfið. — Nei, svaraði hann strax. — Annars stæði ég ekki í þessu. — Og finnst þér þú ekki vera að verða of gamall til þess að hafa popptónlist að aðalstarfi? Aftur svarar Pétur neitandi. — Lítum bara á Pokjer, hljóm- sveitina, sem ég starfa ’ núna. Við Kristján píanóleikari erum yngstir. Popptónlistarmennirnir, sem hafa músíkina að atvinnu, eru flestir á þessum aldri, frá 25-30 ára gamlir. Einstaka er kominn á fertugsaldur- inn. — Ástæðan fyrir þessu er sú, að endurnýjunin er ekki næg. Þeim ungu er ekki gefið tækifæri. Því er það þannig, að við, gömlu skarfarnir, höldum stöðugt áfram. ENDURNÝJUN ALLTOF LÍTIL — Hvers vegna er þeim ungu ekki gefið tækifæri? Þið fenguð jú ykkar aftur í grárri forneskju. Pops, nýgr œðingar í poppinu. Þetta mun vera elsta myndin, sem til er af Pops. Reyndarvarein til, sem tekin var i fyrsta skipti, sem hljómsveitin kom fram opinberlega á skólaballi i Laugalœkjarskólanum. Hún er nú týndogtröllumgefin. — Þarnaeru, taliðfrá vinstri: Pétur Kristjánsson, Birgir Hrafnsson, Jón Ragnarsson og Gunnar Fjeisted. Fimmti stofn- nndinn, Guðmundur Halldórsson var hœttur um þetta leyti. Viðtal við Péi Pétur svarar ekki strax. Hann hugsar málið stundarkorn og segir svo: — Þetta er ekki okkur að kenna. Það sem eyðilagði þróunina var að okkur var bannað að skemmta á gagnfræðaskóladansleikjum á sín- um tíma. Hlutirnir gerðust þannig áður fyrr, að strákarnir fengu að spreyta sig í hléum hjá þeim eldri, en nú gengur það ekki lengur. Afleiðingin er því orðin sú, að endurnýjunin í stéttinni er orðin alltof Iftil. 12VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.