Vikan


Vikan - 15.12.1977, Qupperneq 12

Vikan - 15.12.1977, Qupperneq 12
Við erum aðeins ólau skattinnh Mikið er hún nú annars merkileg, mannskepnan. Það er sama hvar á hana er litið — alltaf er hún jafnskrítin. Sumir eiga reyndartil að gleyma því, að þeir séu menn. Aðrir eru sér þess allt of meðvitandi. Þeir setja líf sitt í rígfastar skorður, ganga með hálsbindi hvunndags, vinna í átta klukkustundir, dunda við hobbýið í átta stundir og sofa loks þær átta, sem eftir eru. Á sumrin fara þeir í frí. Skreppa kannski til sólarlanda eða fara hringinn, — stundum ekki nema hálfan hring. Poppararnir svokölluðu eru heilt mannkyn út af fyrir sig. Þeir vinna ekki í átta tíma og stunda síðan áhugamálið í aðra átta. Vinnan er þeim áhugamál, svo að sjálfgefið er, að hún stendur oft yfir í sextán klukkustundir að minnsta kosti. Þeir fara ekki í frí á sumrin, því að þá er mest að gera við sveitaböllin. En þeir þeytast hálfhring eftir hálfhring og hring eftir hring um landið, koma við í félagsheimilunum sosum eina kvöldstund og eru þotnir að morgni. Þeireru að sinna áhugamálinu. — Hálstau er þeim tákn meðalmennsk- unnar, og það hengja þeir ekki á sig, nema þegar þeir festa ráð sitt eða fara á Hótel Sögu. Pétur Kristjánsson er búinn að vera poppari síðan hann fermdist hjá séra Garðari i Laugarneskirkju fyrir ellefu árum. Hann stofnaði fyrstu hljómsveitina sína, Pops, ásamt fjórum vinum mánudaginn eftir fermingardaginn sinn 1966. Er ég ræddi við Pétur á dögunum, lá því beinast við að spyrja hann fyrst að því, hvort honum væri ekkert farið að leiöast starfið. — Nei, svaraði hann strax. — Annars stæði ég ekki í þessu. — Og finnst þér þú ekki vera að verða of gamall til þess að hafa popptónlist að aðalstarfi? Aftur svarar Pétur neitandi. — Lítum bara á Pokjer, hljóm- sveitina, sem ég starfa ’ núna. Við Kristján píanóleikari erum yngstir. Popptónlistarmennirnir, sem hafa músíkina að atvinnu, eru flestir á þessum aldri, frá 25-30 ára gamlir. Einstaka er kominn á fertugsaldur- inn. — Ástæðan fyrir þessu er sú, að endurnýjunin er ekki næg. Þeim ungu er ekki gefið tækifæri. Því er það þannig, að við, gömlu skarfarnir, höldum stöðugt áfram. ENDURNÝJUN ALLTOF LÍTIL — Hvers vegna er þeim ungu ekki gefið tækifæri? Þið fenguð jú ykkar aftur í grárri forneskju. Pops, nýgr œðingar í poppinu. Þetta mun vera elsta myndin, sem til er af Pops. Reyndarvarein til, sem tekin var i fyrsta skipti, sem hljómsveitin kom fram opinberlega á skólaballi i Laugalœkjarskólanum. Hún er nú týndogtröllumgefin. — Þarnaeru, taliðfrá vinstri: Pétur Kristjánsson, Birgir Hrafnsson, Jón Ragnarsson og Gunnar Fjeisted. Fimmti stofn- nndinn, Guðmundur Halldórsson var hœttur um þetta leyti. Viðtal við Péi Pétur svarar ekki strax. Hann hugsar málið stundarkorn og segir svo: — Þetta er ekki okkur að kenna. Það sem eyðilagði þróunina var að okkur var bannað að skemmta á gagnfræðaskóladansleikjum á sín- um tíma. Hlutirnir gerðust þannig áður fyrr, að strákarnir fengu að spreyta sig í hléum hjá þeim eldri, en nú gengur það ekki lengur. Afleiðingin er því orðin sú, að endurnýjunin í stéttinni er orðin alltof Iftil. 12VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.