Vikan


Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 47

Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 47
með tebolla handa henni. „Ég vil ekki hafa það, að þú stingir svo mikið sem nefinu út úr þessu herbergi fyrr en ég er búin að sjá um Angus og Torquil.” Og hún hraðaði sér út til að líta eftir því I síðasta sinn að Torquil hefði farið í samstæða sokka og sett hreinan vasaklút i vasann. Klukkan hálfellefu komu Fiona og Emma til að hjálpa henni að klæða sig og til aðbúa sigsjálfar. Emma var i Kate Greenaway-kjól með háu mitti oglitlum púffermum úr hvítu blæjulíni. Hann var úr mjög fallegu efni með örsmáum gleym-mér-ei-blómum. Hún var með stráhatt og hélt á litilli körfu með blönduðum fresíum. Fiona stóð uppi á stól til að setja brúðarkjólinn yfir höfuð systur sinnar, og horfði á hann hrynja eins og snjó niður grannan líkama hennar. Síðan vafði hún hvítu laki um Isabel á meðan hún sinnti hárgreiðslu hennar og andlits- snyrtingu. Klukkan hálftólf voru þær tilbúnar. Tinda leit við á leiðinni til kirkjunnar til að líta yfir handaverk sín, og lána brúð- inni bláan vasaklút eins og hefðin krafðist. „Þú ert yndisleg. Virkilega yndisleg.” Hún kippti ánægð í kjól Isabel og festi sjálf á hana brúðarslörið. Loks fóru hún, Fiona, Emma og Katie Cameron til kirkju, og skildu Isabel eftir hjá Douglas, sem var svaramaður hennar. Hún stóð um stund í garðinum með Douglas og hlustaði á nið hafsins í fjarska, og andvarinn lék sér að slæð- unni hennar. Býfluga suðaði við blómin í beðinu og yfir eyjunni allri hvíldi hunangssæturfriður. „Tilbúin?” spurði Douglas hljóðlega. „Alveg tilbúin.” Á kirkjuhlaðinu var krökkt af alls Sögu- lok konar bilum, og meira að segja ein dráttarvél. Douglas hló. „Hver í ósköpunum mætir í brúðkaup á dráttarvél?” Isabel kannaðist við, að þetta væri eign kátu fjölskyldunnar í kastalaþorpinu, sem kom alltaf of seint til mótekjunnar. Flest hin ökutækin voru skreytt með fánum, oddaveifum og blómum, og bíll Don Johns ferjumanns var prýddur langri röð af litlum merkifánum sjómanna, sem sjálfsagt stöfuðu einhverja ekki alltoí ,jrúða kveðju fyrir hina innvígðu. Emma og Fiona biðu grafalvarlegar á kirkjutröppunum og héldust i hendur. Douglas leit huggandi á Isabel, og hún tók undir handlegg hans og þau gengu hægt inn í gömlu kirkjuna, sem nú var troðfull af ættingjum og vinum, gömlum jafnt sem nýjum. Það heyrðist skrjáf, þegar þeir risu á fætur og andvörp, þegar hún gekk inn kirkjugólfið þangað sem Torquil beið hennar. Brúðkaupsmáltiðin var snædd í tjaldi á grasflötinni við hótelið. Eftir tjaldinu endilöngu var langborð, og brúðhjónin sátu við stórt borð við endann á því, en gestirnir við minni borð á dansgólfinu og umhverfis það. lsabei skoðaði gesti sína þaðan sem hún sat við hlið Torquil. Það lá við að hægt væri að greina hláturskúlumar, sem stigu upp frá borðunum og skoppuðu og sprungu í loftinu fyrir ofan höfuð þeirra. Sólin smaug inn um opin á tjaldhimninum og glampaði á dansandi eyrnalokk eða beltisspennu. Hún breytti gleri í gim- steina — rúbina, gull, raf- og endur- varpaðist þaðan niður á hökur, undir hattbörð eða í barnsaugu. Útundan sér sá Isabel Angus berjast hetjulegri baráttu við stóran skammt af súkkulaðiís með nýjum jarðarberjum. Hann virtist ætla að hafa yfirhöndina. Angus skemmti sér sannast sagna konunglega. Það var ýmislegt, sem hann gat verið ánægður með. Hann missti ekki hringinn. Hann mundi að rétta pabba sínum. hringinn á réttu andar- taki. Pabbi hans hafði ekki misst hringinn. Emma steig ekki á slóða Isabel eða tuggði fresíurnar í körfunni sinni. Að öðru leyti hafði þetta verið fremur alvörugefið, ef satt skyldi segja, og sumar konurnar höfðu meira að segja grátið á eftir. Og Isabel ...nú, auðvitað 38. TBL.VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.